Grasekkja

ÓTrúlegt en satt...það kvittar enginn en samt hafa t.d. bara í þessari viku komið 177 heimsóknir...jahérna einhverjir enn með fobíu fyrir gestabókum, en hinir sem kvitta takk fyrir innlitiðSaklaus

Eyþór litli skólastrákur er farinn til Piteå og verður þar í skólanum í nokkra daga en flýgur svo til Þýskalands á námskeið með bekknum sínum duglegur drengur....er nú samt að verða dálítið þreyttur á þessum ferðalögum en sem betur fer þá útskrifast hann í vor...hann kemur s.s. heim aftur 22 septemberKoss

11 sept í dag sá eftirminnilegi dagur, hugsa að maður gleymi aldrei hvað gerðist þennan dag né hvar maður var staddur þegar maður heyrði af þessu fyrir 5 árum síðan, fæ ennþá gæsahúð og tár í augun þegar ég sé turnana falla ....þvílík mannvonska en vonandi gerist ekkert þessu líkt afturGráta

Pabbi færði okkur þvílíkt mikið af bæði bláberjum og krækiberjum þannig að síðustu daga hefur ekkert verið að borða hér nema bláberjasúpa en frysti nú helling í gær nema krækiber ég ætla sko að borða þau, elska krækiber, reyndar búin að vera með magaverki af þeirra völdum síðan þau komu í hús en....það gengur yfirHlæjandi

Er að fara að hitta Dísu skvísu yfirmann minn, krossa putta um að ég fái meiri vinnu miðað við mitt ástand, finn ekki fyrir neinu og verð vitlaus á geði ef ég hef ekkert að gera þar til eftir áramót, verð lögð inn í hvítri spennitreyju, en kannski vantar bara ekkert, ohhhh verð að fá meiri vinnuKoss

Brynja er að byrja í tónræktinni sem er einkarekinn tónlistarskóli hér á Eyrinni, vill nefnilega læra popp en ekki klassík þannig að þetta var það eina sem virkar í því dæminu, tónlistarskólinn leggur aðaláherslu á klassík og mín búin að vera að læra það síðan hún var 6 ára og nennir því ekki lengur, vill verða hljómsveitargaur eins og pabbi hennar, verða kannski saman í hljómsveit.....já eða ekki.

Jæja ætla að þjóta vil ekki koma seint á fundinn

Sjúllinn kveður með von í hjarta.....


Bloggfærslur 11. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband