Æfingadagur

Ég er búinn að vera sérlega duglegur að æfa mig í dag.  Ég er að undirbúa tónleika í Hallgrímskirkju um aðra helgi, en einnig verð ég með smá tónleika hér á Akureyri á sunnudag.  Erna er í fríi í dag og er að njóta sólarinnar.  Í fyrradag tók ég mér frí og fór ég með stelpurnar um morguninn í skoðunarferð að Gásum.  Síðan fórum við í fjöruna á milli Gása og Hörgár og drukkum þar heitt kakó og borðuðum kleinur.  Á Gásum komumst við að því að kærkiberin eru orðin svört og bara nokkuð þroskuð.  Stelpurnar fóru svo á hestbak eftir hádegið.  Þær riðu eitthvað um bakka Eyjafjarðarár.  Ekki voru þær alveg sáttar með hestana sem þær fengu á hestaleigunni.  Háfgerðar truntur samkvæmt lýsingum þeirra.  Eftir útreiðatúrinn fór fjölskyldan í sund á Þelamörk.  Brynja fór svo í bíó með vinum sínum en við hin fórum út að borða á Pengs.  Maturinn þar er mjög góður og er þetta einhver besti kínverski staður sem ég hef farið á.  Í gær var vinnudagur en Rakel fór með afa sínum og ömmu úr Borgarnesi til Húsavíkur og Brynja fór í fótbolta.  Erna og Brynja keyptu sér nýja gemsa í gær.  Þær eru ógulega svalar með samlokusíma núna.  Ég er að bíða eftir söngvara sem ég ætla að æfa með fyrir brúðkaup um helgina.  Það er bara eitt að gera í stöðunni, fara niður tröppurnar og fá sér einn bjór í sólinni.

sæl að sinni

Eyþór


Bloggfærslur 2. ágúst 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband