Moskító

Já þá eru allir semsagt komnir heim úr sínum ferðalögum.  Ég var í 5 daga í Övertorneå í Svíþjóð.  Var að spila á tónleikum á orgelhátíð þar.  Með í för voru 4 íslenskir orgelnemar og tveir makar.  Hátíðin var nokkuð skemmtileg en hefði verið enn betri ef þáttakendur á námskeiðum hefðu verið aðeins betri.  Íslensku nemarnir báru af þarna enda öll hörkuefnileg.  Flestir hinna þáttakenda voru eldri konur sem voru afleysingaorganistar í litlum sveitakirkjum.  Tónleikarnir mínir voru í lítilli kirkju á stað sem heitir Hietaniemi.  Þar er lítið barokkorgel, mjög gott hljóðfæri en svolítið krefjandi á tónleikum.  Ég spilaði verk eftir Buxtehude, Muffat, Pál Ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Leifs.  Þjóðlagaútsetningar Jóns vöktu nokkra athygli.  Tónleikarnir gengu ágætlega, en mér tókst einhvern veginn ekki að ná upp almennilegri stemmningu hjá sjálfum mér.  Andrúmsloftið var einhvern veginn of afslappað þarna.  Ég náði ekki einu sinni að láta það auka hjartsláttinn að flutningabíll keyrði á 60 fyrir framan mig rétt fyrir tónleika, og þá staðreynd að ég mætti 7 mínútum fyrir tónleika á staðinn.  Ég fór svo á nokkra tónleika þar sem aðrir spiluðu.  Fyrsta daginn voru útitónleikar og ég aðstoðaði organistann á tónleikunum.  Þetta svæði er þekkt fyrir moskítóflugurnar og eftir þessa tónleika var ég kominn með einhver 30-40 bit.  Ég gat nefnilega ekki farið að baða út höndunum til að slá burt flugurnar á tónleikunum.  Kvöldið áður en ég fór heim hlustaði ég á tónleika með Martin Sander og voru þeir hreint út sagt stórkostlegir.  Ég er rosalega kröfuharður á túlkun á Buxtehude, en Sander fór hreinlega á kostum.  Áður en ég fór út spilaði ég á Sumartónleikaröðinni í Akureyrarkirkju.   Það var mjög gaman, fannst mér amk.  Ég var með dansþema og spilaði tónlist frá Miðöldum til barokktímans.  Spilaði m.a. með kirkjuklukkunum.   Næstu dagar fara bara í jarðarfara- og brúðkaupsspil.  Held ég sé kominn með einhverjar 30 bókanir (athafnir og æfingar) næstu vikuna.  Mér finnst afskaplega gefandi og gaman að spila við útfarir.  Allt í lagi að fá smá törn, en ég vil samt ekki hafa of mikið að gera í því.  Þá held ég að maður fari smám saman að gera þetta bara í einhverri rútínu.  1-2 í viku er fínt.  Ekki það að ég óski eftir ákveðið mörgum dauðsföllum á viku!  Brúkaupin eru yfirleitt stíf og uppskrúfuð.  Oft minna þau mig á leiksýningar.  Sviðskrekkur er greinilega oft að hrjá aðalleikarana.  Kannski vantar bara leikstjóra.  Reyndar líst mér ágætlega á þessar athafnir á laugardag.  Kannski er viðhorfið í brúðkaupunum að breytast.  Ég er amk farinn að sjá fleiri og fleiri brúðhjón horfast í augu í athöfninni og sumir líta m.a.s. á prestinn og virðast hlusta á hann. 

Eyþór


Bull bull bull bull og vitleysa.......

Sökum mikils þrýstings frá aðdáendum síðunnar þá ætla ég að skrifa eitthvað hér. Fatta ekki eitt og það er að síðuna hafa heimsótt ca á dag síðustu daga 30 manns og þetta fólk vil ég spyrja haldiði að gestabókin bíti....smá vangavelturSvalur Það eltir ykkur enginn uppi þó svo þið kvittið fyrir heimsóknina og hananú.

Að öðru....allir búnir að skila sér úr ferðalögum, Brynja var sú síðasta skilaði sér heim kl. 07:30 á sunnudagsmorgun og var þreytt alveg gríðarlega þreytt....en glöð A lið hafði lent í 5-8 sæti af 24 liðum og geri nú aðrir betur...bara vel gert. Annars eru þórsarastelpur ásamt þjálfara með heimasíðu og er ferðasagan komin þar innSvalur

Ég var að fá vinnuplanið mitt fyrir ágúst og ég s.s. vinn 41 vakt á 30 dögum og hananú sagði hænan ekki allt heilar vaktir en vinn yfirleitt bæði morgun og kvöldvaktir. Geðveikt dugleg.... Er að reyna að hætta með niggaragúmmið en það er svo djöf....gott að það gengur ekki en það hefur verið minnkuð notkunin töluvert...extra grár tugginn í staðinn....ekki eins góður.

Eyþór er að vinna eins og skrattinn í sauðalæknum líka, er með einar 6 jarðafarir og 4 giftingar og ég veit ekki hvað og hvað svo er verið að fara að syngja á Gásum Hymnodian hans um helgina verður örugglega snilld hjá þeim eru svo miklir snillingar þar á ferli. Ljótt að segja það en ég les dánarfréttirnar með gróðahugsjón pæla hvað maður er mikið fífl...en eins dauði er annars brauð eins og stendur einhversstaðar í góðu ritiÞögull sem gröfin

Var að þrífa ísskápinn þar sem ónefndur eiginmaður minn gusaði úr ólífukrukku yfir allt sem í honum var í gærkvöldi og nenntum auðvitað ekki að fara að þrífa þá.....laghentur strákurinn verður nú ekki af honum tekið.  Vissi ekki að það væri svona mikill vökvi í ólífukrukkuSaklaus

Farin að bulla út í eitt hérna og finnst það gaman. Ætla að fara að gera eitthvað annað en að bulla hér....SKRIFA svo í gestabókina gott fólk.......KOMA SVO

Kv. Sjúlli á kafi í ólífum


Bloggfærslur 18. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband