Speltbrauð með döðlum og hnetum

Gerði smá tilraun í gær, notaði grunnuppskrift af speltbrauðinu (engin fræ) og setti slatta af döðlum og valhnetum út í.  Mig minnti svo að ég hefði einhverntímann heyrt að kanill væri góður með döðlum, en áttaði mig svo á því of seint, að kanillinn er góður í eplabrauð.  En brauðið varð bara fjandi gott með döðlum, valhnetum og 1 tsk kanil.

Eyþór


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og farsælt komandi ár!

Við Erna vorum að koma inn úr gönguferð í frábæru veðri.  Um að gera að njóta þess á meðan hægt er.  Ætli fjandans norðanáttin komi ekki aftur á morgun.  Við tókum því rólega í morgun, vöknuðum reyndar snemma, þ.e. við hjúin, en Brynja svaf fram eftir morgni.  Við spiluðum og slöppuðum af.  Hildur og Ranghildur Sól komu svo í morgunkaffið.  Erna fer á kvöldvakt í kvöld og ég er með kóræfingu á eftir og síðan syngur Hymnodía við afhendingu menningastyrkja Akureyrarbæjar.  Við verðum reyndar fáliðuð í dag, ætli ég verði ekki að syngja með og verð samt einn í minni rödd.  Þar á eftir er æfing hjá Stúlknakórnum, engin miskunn þar.  Ég fer svo á stuttan fund eftir það.  Brynja er farin í fótbolta, viti menn!  Við erum farin að hlakka mikið til að skreppa í frí eftir rúma viku.  Við erum búin að redda okkur íbúð í Reykjavík og ætlum bara að slappa af þar.

Eigið góðan dag,

Eyþór


Bloggfærslur 20. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband