Pólítískur?

Ég hef nú aldrei verið sérstaklega pólítískur, hef ekki einu sinni alltaf kosið í Alþingis- eða sveitastjórnarkosningum síðustu árin.  Hef stundum ekki mátt vera svoleiðis vitleysu.  En maður blandast oft inn i pólítískar umræður hér og þar og ég veit það eitt að ég þyki vera vinstrisinnaður í flestum skoðunum.  Ætli það sé ekki raunin um flestar listaspírur.

Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson flutti eina af sínum snilldarræðum í messu í Akureyrarkirkju í gærmorgun.  Óskar er mjög góður ræðumaður og er óhræddur að tala um viðkvæm málefni og er oft gagnrýninn í orðum sínum.  M.a. studdi hann með eftirminnilegum hætti baráttumál samkynhneigðra stuttu eftir að hann hóf störf hér við kirkjuna. Hann kom inn á náttúruvernd og friðarhorfur í ræðu sinni í gær.  Ef ég einfalda málið verulega, þá talaði hann um að friðarhorfur í heiminum væru eiginlega ógn við atvinnulífið á Suðurnesjum, þ.e. herinn fer, og náttúrvernd ógnar uppbyggingu á iðnaðarstarfsemi og virkjunarhugleiðingum.  Náttúruvernd og friður eru s.s. frekar neikvæðir faktorar í augum margra.  Þvílík hræsni!   Við erum auðvitað að vera búin að glata öllu séríslensku í menningu okkar og þjóðfélagi og við hömumst jafnvel meir við að herma eftir og taka upp siði frá USA og Evrópu, við erum meira að segja farin að líta niður á hin Norðurlöndin.  Séríslensk náttúra er á undanhaldi og þar sem við erum farin að líta á okkur sem stórveldi og hömumst við að vera "vel upplýst" þá eru meira að segja séríslenskir karakterar að hverfa.  Og þar sem við viljum jú ekki lengur halda neinu sem minnir á Ísland, þá heita öll helstu fyrirtækin Group nöfn eins og Íslandsbanki eru lögð niður með hraði.  Búnaðarbankinn skipti um nafn og sáðmaðurinn rifinn niður af bönkunum.  Ég er reyndar með tillögu:  Samasemmerki hefur jú lengi verið á milli Framsóknarflokksins og gamla Búnaðarbankans. Í ljósi skiljanlegs hruns þess flokks ætti hann kannski að upp nafnið FF Group og fá lánaðann gamla sáðmanninn úr merki Búnaðarbankans og í stað þess að láta hann strá fræjum getur sáðmaðurinn verið með dínamíttúpur í höndum og dreift í kring um sig.   Já eða önnur stíflugerðarefni.  Við þetta myndu kannski frambjóðendur flokksins þora að nota nafn flokksins í kosningaráróðri. 

 Jæja ég ætla að nýta þennan frídag minn í annað en að röfla um pólítík. 

Eyþór


Gleðilegan annan í páskum:)

Fórum á gömlu Hú á laugardaginn og var það mjög fínt, allir kátir barasta. Fengum allstaðar kökur og gúmmulaði þannig að þegar við fórum af stað heim var mér nú frekar bumbult:)

Páskadagsmorgun í fyrsta skipti bara síðan ég veit ekki síðan hvenær þá svaf Brynja Dögg og mig var nú verulega farið að langa í páskaegg...en hún kom nú upp um 10 leytið og byrjaði á að fara í ratleik því Eyþór hafði falið eggið og voru vísbendingar hér og þar um alla íbúð:) Átum svo að sjálfsögðu mikið í gær ótrúlegt að maður skuli aldrei brenna sig á þessu, heldur alltaf að það sem fyrir framan mann er sé sé síðasti bitinn sem maður fái að borða bara forever......maginn var s.s. ekki upp á marga fiska í gærkvöldi. En síðan horfðum við á bara held ég eina af bestu myndum allra tíma fjögur brúðkaup og jarðarför......þvílík snilld....Eyþór sofnaði að vísu *hóst* hann sofnar alltaf yfir sjónvarpinu á kvöldin...þreyttur maður. Ætla að hætta þessu bulli og fara að gefa Hildi kaffi.

Erna


Bloggfærslur 17. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband