Páskalamb

Það er nú langt síðan maður fékk ekta lambalæri, mauksteikt og mjúkt.  Það jafnast fátt á við þennan mat.  Íslenska lambið er snilld!  Við liggjum flöt eftir átið og ætlum að horfa á 4 brúðkaup og jarðarför í sjónvarpinu.  Ég ætla að horfa á hana með augum organistans í þetta skiptið.  Athuga hversu marga litúrgíska skandala ég sé, hversu illa brúðarmarsarnir séu spilaðir og hvort söngvararnir syngi falsktBrosandi  Nei ég ætla að vera rómantískur og liggja í sófanum með Ernu minni og horfa á þessa fínu mynd.  Horfa enn einu sinni á Rowan Atkinson segja "holy goat" í stað "holy ghost"

Var að tala við Rakel, hún er í sumarbústað einhversstaðar í N-sænskum furuskógi þannig að símasambandið var slæmt.  Var samt kát.

Eyþór


Gleðilega Páska

Kæru vinir okkar og ættingjar. Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska.

Munkarnir


Bloggfærslur 16. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband