50 dagar til jóla

Sá í fréttablaðinu að það væru 50 dagar til jóla.  Ekki er ég farinn að telja.  Erna vann síðustu kvöldvaktina í gær og var nokkuð sæl með það.  Hún hefur unnið talsvert af tvöföldum vöktum undanfarið og er orðin dauðþreytt á því.  Brynja er orðinn varafyrirliði A liðs hjá Þór.  Enginn smá titill!  Hún ætlar að skella sér til Reykjavíkur um næstu helgi með Rakel vinkonu sinni.  Það verður eflaust fín Kringluhelgi hjá þeim.  Rakel Ýr er að fara á handboltamót í Kiruna á næstunni.  Þar keppa einhverjir tugir liða frá Svíþjóð og Noregi.  Kiruna er enn norðar en Luleå, eiginlega lengst norður í rassgati.  Ég er nokkuð upptekinn þessa dagana, margt um að vera hjá öllum kórunum og þar að auki eru stórtónleikar annað kvöld sem ég tek þátt í með því að spila undir hjá flestum sem þar koma fram.  Ég nenni samt eiginlega engu akkurat núna.  Sit og horfi út á Pollinn og óska þess að ég ætti bát og sæti núna í logninu og dottaði í bátnum...

Svona leit Munkinn út í morgunsólinniMunkaþverárstræti 1


Bloggfærslur 5. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband