Þoka

Mér finnst þokan æðisleg!  Uppáhalds veðrið mitt. Kannski er þetta eitthvað erfðafræðilegt, mamma er jú af ströndunum og þar er nú þokan oft landlæg.  Mér hefur alltaf liðið vel í þoku sérstaklega á fjöllum.  Mér fannst alltaf fínt að vera í rjúpu í svartaþoku eða jafnvel á vélsleðanum þegar maður var unglingur.

Vinnudagurinn hófst hjá mér kl. 6.30 í gær.  Þá fór ég að undirbúa messuna.  Messan var frábær, Sr. Óskar hélt eina af sínum snilldar ræðum, kórinn söng allur og allir voru í stuði.  Eftir messu fengu kirkjugestir sér súpu og brauð í safnaðarsalnum og síðan fór ég á tvo fundi, fyrst hjá undirbúningshópi um kirkjulistaviku 2007 og síðan hjá orgeltónlistarnefnd þjóðkirkjunnar.  Mjög gagnlegur fundur.  Ég kom heim upp úr kl. 16 og þá var Erna að fara í sína vinnu.  Týpískt!  Svona verður þetta þessa viku líka, við hittumst eitthvað lítið held ég.

Fótboltinn fer að byrja aftur hjá Brynju eftir smá hlé.  Hún æfir 4x í viku.  Henni gengur alveg rosalega vel í skólanum, er með 9-10 í öllum prófum.  Hún fór í einn píanótíma hjá þeim í Tónræktinni um daginn, en fann sig ekki í hópkennslunni.  Hún ætlar að ræða aftur við Þórarinn hjá Tónlistarskólanum.  Kannski kemst hún inn í skólann um áramót. 

Það er orðið allt of lagt síðan ég heyrði í Rakel síðast.  Hún er ekki sú duglegasta við að hafa símann á sér.  Erna heyrði í henni í fyrradag og var hún hin hressasta.

Nú þarf ég að undirbúa jarðarför og kóræfingu og reyna að æfa mig eitthvað fyrir tónleika sem ég held um næstu helgi.

EyþórAkureyrarkirkja í morgun


Bloggfærslur 2. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband