Latte

Löt fjölskylda og ekkert að því barasta held ég:) Ekki alltaf nauðsynlegt að blogga enda enginn sem les þetta ja nema allir sem heimsækja síðuna og kvitta aldrei, skal aldrei hætta að röfla um þaðSaklaus 

Margt skeð siðan síðast var bloggað en verður ekki allt sagt hér í bili allavega. Litla nýja frænkan okkar var skírð á sl. laugardag og var hún skírð Brynhildur Sól og er það eðal nafn passar vel við nafn stóru systir hennar Ragnhildar Sólar. Brynja las ritningarlestur í skírninni og stóð sig eins og hetja við það en ég fékk heiðurinn af því að vera skírnarvottur....kenna blessuðu barninu góða siði og svona og hver er nú betur til þess fallinn en móðan sem kenndi Ragnhildi að segja prumpa um leið og mögulegt var *fliss* ójá og þessi manneskja ég ætla að fara að reyna að ala upp barn, gekk nú að vísu vel með Brynju hún er nokkuð heilbrigð svona miðað við móður hahaha.

Eyþór renndi sér í rjúpur eftir skírnina vestur í Búðardal og fékk hann 7 stykki en er að spá í að fara með Mása brósa mínum í rjúpur um helgina ef ég hef skilið þetta rétt sem er vafalaust rangt ..... eyrun á mér fá mikla hellu þegar farið er að tala um eitthvað svonaÞögull sem gröfin Ég var nú einu sinni alltaf ákveðin í því að ná mér í byssuleyfi en eftir að ég prófaði að skjóta úr byssu og var handlama í mjög langan tíma á eftir hætti þessi hugsun að hvarfla að mér, held mig bara við að prjóna og eitthvað svona kjelludútl.

Er núna að prjóna hettupeysu á Brynju og vona að ég hafi gert hana passlega á hana verður flott þegar hún er búin, búin með bolinn og aðra ermina og langt komin með hina og svo er bara munstrið og hettan og bingó það varð peysa eða það vona ég. Prjónaði húfu á kallinn minn um daginn en gerði hana alveg afskaplega stóra þannig að við getum verið bæði í henni svona næstum þvíSvalur bara fyndið.... Ætla svo næst að hendast í að gera eitthvað á hann litla Martein hvað sem það verður.......

Erum að fara í mæðraskoðun hjúin á morgun og svo 20 vikna sónar í þarnæstu viku og ætla ég að athuga hvort Brynja megi koma með þar sem það hittir á að vera föstudagur og hún búin snemma hefði gaman af því blessunin að sjá systkinið sitt hamast á skjánumUllandi

Vaknaði í gær með hálsbólgu og kvef, alls ekki sátt við það bíð spennt eftir að komast í hálskirtlaaðgerð sem var fyrirhuguð áður en ég varð ófrísk (frísk samt). Þoli ekki þetta orð "ófrísk" fatta alls ekki tenginuna við að vera með barni...eins orðin´"ólétta" jú maður verður yfirleitt þyngri en sama skítlegt orð.....

Eyþór er inni í bílskúr hjá Óskari Pé að snyrta bílinn okkar, fór með hann í gær og setti hann á vetrardekkin og ætlaði að dunda við að bóna og þrífa og svona núna, svo duglegur drengurinn, er í sumarfríi og verður að dunda eitthvað Skömmustulegur

Jæja ætla að fara að halda áfram að prjóna og drekka Latte....brjáluð í cafe Latte þessa dagana...

Sjúlli kveður bless

 

 

 


Bloggfærslur 18. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband