Færsluflokkur: Menning og listir
25.5.2007 | 12:52
Wanted!
Þeim sem þekkja þessa manneskju er bent á að hafa samband við Lögreglustjóraembættið í Kelduhverfi. Síminn: tvær langar og tvær stuttar.
27.4.2007 | 20:12
Hildur Sara og Margrét
Það eru engar smá sveiflur á tilfinningaskalanum hjá manni þessa dagana. Kannski er það Katla sem hefur þessi áhrif á mann. Í fyrradag var ég hrærður, í gær var ég reiður og var það þegar ég vaknaði í morgun, áðan varð ég pínulítið hryggur þegar ég frétti að gamall frændi minn hefði dáið í dag. En svo komu tvær yndislegar stúlkur, þær Hildur Sara og Margrét Unnars, fyrrverandi stúlknakórsfélagar og færðu okkur fjölskyldunni gjöf fyrir Kötlu litlu. Þær voru auðvitað bara yndislegar. Það er svo gott að finna væntumþykjuna frá stelpunum mínum. (Ég á svo mikið af stelpum, konan, dæturnar þrjár og allar núverandi og fyrrverandi stúlknakórsstelpur)
Hildur Sara og Margrét, takk kærlega fyrir okkur. Þið eruð æði!
Eyþór
22.4.2007 | 09:16
Snjókorn falla
Gleðilegt sumar!
Þetta er rammíslensk og afar falleg kveðja. Fólk faðmast á förnum vegi og óskar hvert öðru gleðilegs sumars. Þessi siður er eflaust nokkuð gamall og ég er viss um að Sumardagurinn fyrsti er svo snemma vors, til að hann auki mönnum bjartsýni í lok vetrar, því eins og við vitum er sumarið ekki komið á sumardaginn fyrsta. Einnig táknar þetta tvískiptingu ársins í sumar og vetur, og er fyrsti vetrardagur c.a. hálfu ári á eftir sumardeginum fyrsta. (Sumardagurinn fyrsti er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl og fyrsti vetrardagur fyrsta laugardag eftir 21. október) Ég vona að séríslensku frídagarnir fái meiri athygli hjá okkur í framtíðinni. Við ættum að taka norska til fyrirmyndar og halda almennilega upp á 17. júní. Það sama má segja um sumardaginn fyrsta. Við kunnum ekki orðið að skemmta okkur. Það er eins og það þurfi svið með fullt af hljómsveitum og atriðum úr ávaxtakörfunni til að við getum kallað það skemmtun. Ég vildi að það væri hægt að halda "non profit" skemmtun einhvers staðar á árbakka, keppa í ýmsum óvanalegum greinum, borða sameiginlegan mat, fara með gamanmál, syngja o.s.frv. Helst þyrfti þetta að gerast án skipulagsnefnda og framkvæmdastjórna. Enga styrktaraðila og það sem skiptir höfuðmáli, þetta þyrfti að gerast í dreifbýli þar sem verslunareigendur reyna ekki að hagnast á öllu saman. Þett væri nú sennilega ekki hægt á sumardaginn fyrsta, en svo sannarlega á Sumarsólstöðum (sem við ættum að halda upp á) og 17. júní. Það skín sennilega í gegn um skrifin hversu ég er á móti skipulagðri unglingadrykkjusamkomu Akureyrar um verslunarmannahelgi. Það er gjörsamlega óþolandi að nokkrir aðilar sem hagnast peningalega á þessarri vitleysu geti haldið bænum í gíslingu í 5 daga og lýst svo ánægju með allt saman þegar nauðganir eru kærðar og fíkniefnamál skipta mörgum tugum. Ekki þori ég að fara að heiman, einhver verður að verja húsið. Enda hef ég þurft þess. Tvisvar verið stolið af okkur og í fyrra þurfti ég að reka lið úr garðinum hjá mér. Unglingadrykkjan þessa helgi er hrikaleg. Læknar á vakt þurfa að vera með lögregluvakt til að geta sinnt stöfum sínum. Lögreglan vinnur eins og skepnur. Ég fór um síðustu verslunarmannahelgi á lögreglustöðina og hrósaði lögreglumönnunum fyrir þeirra frábæru störf. Maðurinn sem var á vakt, rauðeygður og ósofinn, varð nánast hrærður, þakkaði mér kærlega fyrir og sagði að þeir fengju svo sem ekki oft hrós fyrir störf sín. Enn einu sinni ráða peningasjónarmiðin í þjóðfélaginu. Ekki er þetta fjölskylduvænt og ekki get ég samþykkt að mikil menning fari hér fram um verslunarmannahelgina.
Talandi um menningu. Ég fór á gífurlega áhugaverðan fyrirlestur á föstudag. Dr. Ágúst Einarsson fjallaði um menningarfræði sem skapandi atvinnugrein. Í máli hans kom fram að menningin á Íslandi skilar þrefalt meiri tekjum í þjóðarbúið en málmbræðslurnar. 6% af á móti 2%. Landbúnaðurinn skilar 1.4%. Og svo erum við ekki einu sinni með menningarmálaráðherra. Stuðningur hins opinbera við menningarstarfsemi er afar snautlegur. Atvinnutónlistarmenn landsins skila næstum jafn miklu til þjóðarbúsins og landbúnaðurinn í heild sinni.
Ágúst nefndi í sínum fyrirlestri að finnar hefðu skilið mátt menntunar og menningar og ákveðið að styrkja menntakerfið og dæla penginum í menntun og menningu þegar rússneski markaðurinn, sem finnskt atvinnulíf byggði mikið á, hrundi. Það er heldur betur að skila sér.
Í dag er 2. sunnudagur eftir páska og nefnist hann misericordia domini Það styttist í hvítasunnuna og þar með fermingu heimasætunnar. Eftir það fer ég til Svíaríkis og ætla mér að útskrifast í júní eftir 7 ára háskólanám. Það er óneitanlega talsverður áfangi en ég á nú samt örugglega eftir að finna mér eitthvað að læra áfram. Svolítið erfitt að hætta allt í einu í skóla, búinn að vera í skóla í 26 ár með stuttum hléum.
Gleðilegt sumar aftur
Eyþór
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2007 | 18:23
Fyrsta brosið
Katla litla hélt upp á sumarið og um leið 4 vikna afmælið með að brosa alveg út að eyrum. Hún hafði verið að glotta út í annað undanfarna daga, en áðan marg brosti hún og það tísti svo fallega í henni. Hún var auðvitað dásamlega falleg og bræddi annars skapvondan pabba sinn með brosinu. Er ekki undarlegt hversu mikil áhrif krílin hafa á mann, aðra stundina er maður í vondu skapi og við það eitt að dóttirin brosi framan í mann er maður farinn að gráta gleðitárum
Eyþór
11.4.2007 | 22:19
Vonbrigði
Ég held mér hafi liðið eins og barni á aðfangadagskvöld í dag. Tveir tímar þar til opna átti pakkann, pakkinn minn var reyndar saltað hrossakjöt. Ég fór í Nettó í dag og rak augun í hrossakjötið og ég bara varð að fá mér. En bíðið nú við, það voru fleiri tegundir en Kjarnafæðishrossakjötið sem maður hefur oftast keypt. Það voru svo yndislega fallegar sneiðar frá SS í borðinu. Þær voru miklu fallegri að sjá en kjötið frá Kjarnafæði. Svo mátulega feitar og þykkar. Þetta hlaut bara að vera enn betra en annars góða kjötið frá Kjarnafæði. Svo var það líka dýrara. Ekki skemmdi það fyrir að kaupa dýrt og fallegt hrossakjöt. Ég stökk af stað með dýrindis kjötið og flýtti mér svo mikið að ég rauk af stað á bílnum með Ernu í aftursætinu, haldandi á Kötlu litlu. Ernu tókst að róa mig í nokkrar sekúndur svo hún gæti fest barnið í stólinn. Þegar heim var komið flýtti ég mér í eldhúsið og skellti kjötinu í pott. Hófst þá þrautarbiðin. Á 5 mínútna fresti fór ég og athugaði hvort ekki væri allt í lagi með kjötið. Þefaði úr pottinum. Tíminn stóð kyrr. Spennan varð óbærileg og til að drepa tímann sauð ég kartöflur og rófur og var dýrindis kartöflumús gerð. Svo rann stundin upp. Kjötið var fært á diska og loksins gat ég skorið bita af kjötinu dýrlega og borðað yfir mig, enda keypti ég vel á annað kíló. En hnífurinn virtist eitthvað bitlaus, illa gekk að skera kjötið. Helvítis IKEA drasl hugsaði ég. Bitinn fyrsti fór í munninn og þá rann það upp fyrir mér að kjötið var ólseigt. Og ekki nóg með það, það var vont. Ef ég segi að matur sé vondur, þá er hann sko vondur. Þvílík vonbrigði! Þetta var eins og ef mjúki pakkinn var dulbúinn með því að setja hann í skókassa þegar maður var krakki. Fölsuð vara. Ömurlegt! Ég var búinn að hlakka svo til að borða saltað hrossakjöt sem var dýrarar en það venjulega. Núna held ég að SS salti asnakjöt eða flóðhestakjöt. Aldrei skal ég kaupa SS vörur aftur. Ég ætla ekki einu sinni að keyra í gegn um Selfoss aftur. Eða hvar í andskotanum sem SS saltpækilstunnurnar eru. Ég veit ekki einu sinni hvort ég treysti mér í að elda saltað hrossakjöt í framtíðinni, vonbrigðin voru svo hræðileg, ég veit ekki hvort ég get afborið svona brostnar vonir aftur. Fer bara næst í Olís og fæ mér eina með öllu.....
....En bíddu nú við, eru þessar dásamlegu pylsur þeirra í Olís á Tryggvabraut ekki frá SS?.........
Eyþór
30.3.2007 | 17:50
Hér sé stuð
Kominn tími til að blogga, eða hvað. Ekki eins og ég hafi eitthvað annað að gera en að leggja mitt af mörkunum til röflsamfélagsins:)
Allt gott að frétta héðan, vorum að koma inn frá því að kaupa skírnartertuna, skutla Brynju á æfingu og að sjálfsögðu renndum við í sjoppu og fengum okkur pylsu nema hvað þær voru vondar, er kannski komin með nóg af pylsum fyrir lífstíð, borðaði pylsu á hverjum degi síðustu vikur meðgöngunnar skal nú segja ykkur það:)
Hilla og Guðmundur komu í hádeginu með dæturnar sínar tvær, Hilla var að fá sjá makka langaði að vera svona makka djellu mamma eins og ég my gad:) Verð nú alltaf flottust samt sko.
Er búin að vera með þvílíkasta helvítis hausverkinn í dag sem by the way orsakast af vöðvabólgu og gömlum hálsmeiðslum, ætla að reyna að komast að í þjálfun eftir helgi, allavega nálar til að byrja með.
Er að bíða eftir að Eyþór klári einhvern fund sem hann er á því þá ætlum við að fara í brjálæðið í Bónus og reyna að ná okkur í einhvern matarbita, ekki það að lystin er ekki upp á mjög marga fiska hjá mér allavega, hef bara eiginlega enga matarlyst, helst í ávexti ef eitthvað er, merkilegt.
X-factor í kvöld ætla að horfa þó svo að ég þoli ekki Ellý guð minn góður hvað hún á eitthvað bágt eða ekki bágt:) En vil sjá Guðbjörgu fara út í kvöld, hefði viljað sjá hana fara síðast en mér varð ekki að ósk minni damn, fer í kvöld trúii ekki öðru, annars skal ég hundur heita já t.d. snati:)
Röflari af guðs náð..
Sjúlli kveður já og ekkert meir um það að segja
20.3.2007 | 09:11
Djellan
Skal segja ykkur það, búin að vera að kveljast síðustu vikur....ja ok mánuði af ljótunni sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema þetta er búið að há mér svolítið, helst ekki viljað fara út úr húsi og klætt mig í föt frá seglagerðinni Ægi, sem eru alls ekkert slæm föt:)
En s.s. svo ég komi nú að aðalmálinu þá sem sagt líður mér núna eins og hevy buddu þrátt fyrir að vera enn nokkrum númerum of stór og í tjaldi en ég fékk Makka buddu gellu skvísu töllu í gær, ég veit er alveg hasar djella núna með litlu hvítu makka tölluna mína....á varla til orð yfir þetta.....svo þegar ég verð orðin falleg aftur því ég verð það auðvitað hef alltaf verið það, þá verð ég svakaleg........
Ok þá er það útrætt mál, ég er DJELLA.
Annað er nú svo sem ekki mikið títt, Brynja var að fara upp í fjall á bretti með skólanum en það er svona útivistardagur í dag, og ætlar hún að koma heim seinnipartinn þannig að ég er eiginlega bara alein heima, Eyþor að vinna og ég á nú reyndar að vera að læra en stundum verður maður að fá pásu sérstaklega þegar maður á svona flotta tölvu....
Var vöknuð ofsalega fersk kl 6 og stökk hér fram og fór að LÆRA og ég er ekki að grínast ég var að læra....lærði meira að segja bara dálítið mikið. Hef ekki matarlyst þessa dagana en þyngist samt, mikill bjúgur á minni enda löngu orðin eins og blaðra, vökvinn í mér myndi líklega nægja risastóra grenitrénu mínu í nokkra daga. En þetta er allt liður í ljótunni, smellti nú pínu brúnkukremi framaní mig í morgun en ljótan minnkaði ekkert varð bara aðeins dekkri haha það sem maður gerir ekki til að líta út fyrir að vera mennskur.
Fermingarkertið og gestabókin komu í gær frá Reykjavík og bara þvílíkt flott, þannig að það er frágengið allt saman jájá eins og maður sé ekki svakalegur veisluskipuleggjandi. Búin að öllu eiginlega haha eða þannig, fermingagjöfin komin, búið að redda mat, myndatöku, sal já eiginlega allt að verða klárt hvað annað:)
Well ætla að reyna að hoppa aðeins og fá mér nokkurra mínútna göngu á göngubrettinu athuga hvort Marteinn leki ekki bara út ......
Sjúlli kveður með eðal makka og brúnku...
17.3.2007 | 20:50
Geðveik eða bara geðveikari
17 mars kominn og bráðum verður komið sumar, hversu dásamlegt verður það. Er nú búið að snjóa samt hér í dag en það eru svona restarnar af vetrinum eða það held ég Laugardagskvöld og ég sit fyrir framan tölvuna eins og svo oft áður, Eyþór fór að spila í afmæli á KEA og Brynja í bíó með vinkonum sínum.
Rukum öll upp á spítala ímorgun fullviss um að nú væri sko einhver alvara í Marteini með þetta verkjastand sitt, nei engir verkir þegar þangað var komið og Marteinn bara farinn að sofa eftir að hafa haldið móðurinni vakandi alla nóttina. Skemmtilegt eða hitt þó heldur, María ljósa lét mig hafa tvær verkjatöflur og sagði mér að reyna að slaka vel á og sofa og athuga hvort verkirnir myndu ekki bara koma aftur af krafti. Búin að sofa eiginlega í allan dag en hvað litlir sem engir verkir, smávægilegur seiðingur......jahérna
Vona að nóttin verði samt góð og Marteinn sofi bara en sé ekki með stæla. Er búin að reyna að ræða við hann í dag en hann hefur lítið viljað hlusta og bara verið með takta....en hann má það afþví að hann er hann.
Fengum okkur eðal dinner í gærkvöldi, kótilettur og ábresti og þvílíkt gott, *slef* ábrestir eru eitt af því besta sem ég fæ en hef ekki fengið að smakka í einhver 5 ár fyrr en núna. Eðal. Brynju leist ekki eins vel á það og fékkst ekki til að borða það haha bara betra fyrir okkur fengum meira. Annars var bara leti í kvöld og pöntuð pizza af Greifanum og lukkaðist hún bara ágætlega.
HEf ekkert að segja er frekar þreytt að verða á þessum endalausu verkjum en svona er líf óléttu konunnar. Erum að fara að horfa á nýju James Bond myndina þegar Eyþór kemur heim.
Best að fara að kíkja á tv í smá stund
Sjúlli kveður með auma vömb
15.3.2007 | 13:08
Já því ekki það.....
Þvílíkt veður getur engan veginn ákveðið hvort það ætlar að æla út úr sér snjókomu eða leyfa sólinni að vera. Væri alveg sama þó svo það myndi æla snjókomu sést ekki á meðan hvað það er mikið ryk hjá mér. Ótrúlegt hvað allt verður skítugt í mikilli sólKemur líka alltaf jafn mikið á óvart....
Títt ekkert bara held ég. Búin að vera ógisslega dugleg í morgun, gera tvö verkefni eitt í sál og annað í hjúkrun og skila þeim báðum. Er svo að byrja núna á verkefni í LOL nema ég nenni því ekki fyrr en ég hef drullast niður í Penna og keypt mér eins og eina möppu þar sem hin er orðin full. Ótrúlegt blaðafargan sem maður prentar útAlveg komin með næstum heilan kjarnaskóg í möppu og stefni núna á hallormsstaðarskóg jájá ekki vandamálið. Svona er sá græni ég
Búin að vera með töluverða verki síðustu daga og ákváðum við hjúin ásamt dóttur að trilla okkur upp á fæðingardeild í gærkvöldi eftir skammarlestur frá stóru systir, jújú mér var hent í monitor og Brynja fékk þar að heyra hjartsláttinn í systkini sínu í fyrsta skiptið, og Maríu ljósu fannst nú ekkert vera að ske en ákvað að skoða og viti menn komin í 4 í útvíkkun, mýktur og styttur legháls og fann lítinn koll og bara allt að gerast. Ekki það að krílus gæti alveg látið bíða eftir sér í einhverja daga enn en það er allavega eitthvað að gerast. Verkir annaðslagið í allan dag og svona bara gaman að þessu Fæddist lítið barn á stofunni við hliðina á okkur í gærkvöldi og það var svo krúttarlegt að heyra allt í einu svona krílaorg....
Fórum svo bara heim og leigðum okkur myndina Börn og mikið hrikalega fannst mér hún góð, hún er spes en rosalega góð get ekki beðið eftir hinni myndinni Foreldrar. Mæli alveg með þessari.
Vaknaði kl 03:00 í nótt og gat engan vegið sofnað þannig að ég skrölti fram og fékk mér .............megið giska einu sinni...........nú að borða hvað annaðJógúrt og páskaöl alveg eðal og lærði svo í 1 1/2 tíma í hjúkrunarfræðinni. Laumaðist svo inn í rúm aftur um 5 leytið og steinsofnaði, ótrúlegt hvað námið getur gert mann þreyttan. Var að vísu að rífast við kettina meira og minna þennan tíma þar sem þeir voru alveg klárir á því að fyrst að fóstran þeirra var komin á fætur væri þeirra tími kominn líka og vildu barasta fara út en ónei ég hafði betur og þeir fóru báðir að sofa líkaErna og kettirnir ómægad
Eyþór er að vinna eins og venjulega. Byrjuðum reyndar daginn á því hjúin að finna alveg svakalega edikslykt þegar við komum fram, sáum svo að það fór að drippla svartur vökvi úr einni skúffunni og viti menn haldið ekki að ein balsamikedik flaskan hafi farið á hliðina og lak út um alla skúffu og út á gólf, yndislegt. Eyþór skúraði allt í gær og gerði það aftur kl rúmlega 8 ímorgun ótrúlega duglegur.
Best að fara að versla eitthvað til að borða þýðir ekkert þessa dagana að eiga ekkert í skápunum, langar alltaf í eitthvað og þá helst melónur eða eitthvað ferskt.
Sjúlli kveður með 4 í víkkun og svaka ferskur
13.3.2007 | 10:28
ha hvað!!!!!!!!!!1
Gott að ég á tölvu, annars myndi mér leiðast alveg svakalega. Já eða þannig talvan er bara svo góð afsökun til að gera ekki eitthvað annað sem er mun leiðinlegra Er nú samt í morgun búin að afreka að ryksuga og brjóta saman þvottinn með bara smá hvíldum á milli, nokkuð gott maður verður nú að sýna smá lit, vildi samt alveg hafa butler til að gera þetta Eyþór er á kafi í vinnu en duglegur að gera hitt og þetta á heimilinu þegar hann kemur heim en það eru nú takmörk hvað maður biður hann um að gera þegar hann er búinn að vinna frá 8-22 eða eitthvað enda má alveg vera smá skítur hér og þar ekki að maður deyi neitt fyrir því
Vaknaði snemma í morgun, hugsa að ég hafi verið á svipuðu róli og þú Magga mín, en ég lá nú samt eins og klessa og var komin á hið gríðarlegasta flug í fermingarmálum, bæði gjafa og skreytinga. HAha ég fór ekki yfir um jólin en fer líklega yfir um ferminguna. Verður svolítið mikið að stússa þarna í kring, prófin og ferming en það er allt í góðu lagi, Kristín (kona Sigga Dodda) og Unnur (amma Brynju) ætla að skreyta salinn og svona dúllerí þannig að það er í góðum höndum, hjúkket, ágætt að gera þetta svona í sameiningu þó svo að við sjáum um að redda öllu þar sem þau hjúin búa ekki í bænum
Fórum í skoðun í gær og Marteinn ætlar ekkert að gefa eftir og stækkar og stækkar, veit ekki hreinlega hvar þetta endar ef ég fer ekki að drífa þetta af, ekki að ég ráði sko neinu um það ónei hann ræður öllu hann Marteinn er búin að vera að ræða við hann og reyna að höfða til samviskunnar hjá honum en ekkert gengur. Fær svo gott að borða inni í mallanum að hann ætlar ekkert út spurning um að fara að svelta sig...Samt er eitt sem við skiljum ekki og það er að hann Marteinn er með stelpuhjartslátt, spurning hvernig á því stendur, haha gamlar kerlubækur.
Brynja hringdi rétt þegar við vorum að koma úr skoðuninni í gær og var þá orðin lasin, sóttum hana og var dagurinn voðalega letilegur, ég lærði en hún kúrði og horfði á tv, ekki sú þolinmóðasta þegar kemur að veikindum prinsessan, en búin að vera eitthvað slök í nokkra daga en alltaf ryksað í skólann þannig að þetta var nú í góðu lagi.
Annars er hreinlega ekkert að gerast, Mási var hér um helgina og færði okkur fullt af hnísukjöti sem við hreinlega elskum að snæða, takk fyrir það litli kall, og svo enduðum við helgina auðvitað á því að æða til múttu í vöfflukaffi alveg eðal gott.
Nenni ekki að skrifa meira enda hef ég ekkert að skrifa ætla að fara að hoppa og lesa sálfræði svona í bland fer vel saman.
Hafið það gott þar til næst
Sjúlli kveður ofsa feitur