Færsluflokkur: Menning og listir
9.1.2008 | 14:53
Kaffi
Vil bara benda áhugasömum á að ég á úrvals Súmötrukaffibaunir frá Starbucks, Espresso Pasero frá Te & Kaffi og svo alveg ágætis ítalskar baunir frá Cellini.
Eyþór
19.11.2007 | 12:15
Til hvers að taka fram hvaðan.....
Hélt að þetta væri nú liðið tíð að taka fram að viðkomandi hafi verið úr Reykjavík. Var ekki nóg að segja bara "tvítugur maður" mér finnst ekkert koma fréttinni við hvort hann var úr Reykjavík, Akureyri, Bolungarvík eða Húsavík. Svona er þetta......
Sjúlli kveður uppalinn í Kelduhverfi, bjó á Húsavík en býr á Akureyri í dag.
Innbrot á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 20:48
Elsku Guggi minn
Maður er ansi sorgmæddur í kvöld eftir að hafa heyrt það í fréttum að góðvinur minn, kraftaverkabóndinn á Stærra-Árskógi hafi misst allan búpening og hið nýja stórglæsilega fjós sitt í bruna í kvöld. Ömurlegt!
Eyþór
17.11.2007 | 08:41
Samhengið er.....:)
Hrikalega samhengislaus frétt...átta mig varla á því um hvað málið snýst. Kannski er ég bara svona skilningslaus Ekki það að ég skil fyrirsögnina og er sammála því að öldruðum er mjög oft sýnd óvirðing sem er náttúrlega svakalegt því þetta er fólkið sem búið er að strita og strita til að hlutirnir séu eins og þeir eru í dag. Einhversstaðar segir "búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" en því miður þá hefur það gleymst..
Sjúlli kveður "við verðum öll gömul"
Mótmælir óvirðingu við aldraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2007 | 14:14
Snjórinn...
Ekki skilaði kalllinn minn sér heim í gær eins og til stóð. SAS ákvað bara að hætta að láta einhverja tugi flugvéla fljúga út af bilun í einni þeirra skyldist mér og þeir stóðu uppi og vissu ekkert hvað þeir áttu af sér að gera í Gautaborg. Endaði með því að þeir punguðu út fyrir nýjum miða til Kaupmannahafnar gistu þar í nótt og eru á leið til Keflavíkur núna og flugfélagið bætir þetta ekkert díses segi nú ekki annað. Maður er alltaf að tapa en svona er lífið.
Bauð mömmu í mat í gærkvöldi og svo kom Viðar mágur minn líka, ætlaði svo að sækja Brynju á fótboltaæfingu og skulta Viðari í leiðinni upp á FSA að sækja bílinn til Elínar en ég snerist bara í hringi á bílnum og komst ekkert var auðvitað á sumardekkjum en bjartsýn að vanda en ekki dugði það og endaði með að Viðar labbaði upp á FSA og ég hringdi í foreldra vinkonu Brynju og bað þá að redda henni. Jahérna löggan var þá búin að loka Þórunnarstrætinu og Gilinu sökum hálku og urðu nokkrir smáárekstrar. Svona er þetta þegar vetur konungur kemur í heimsókn
Snjóar hér núna í algeru logni og mjög fallegt veður, er við frostmark. Katla sefur eins og steinn úti og svaf í næstum 2 tíma í morgun vonandi gerir hún það líka núna því ég ætla að læra smá eftir bloggið.
Vorum komnar fram í morgun við mæðgur allar fyrir 7 og kveikti ég á kertum og í kamínunni og svo fengum við okkur að snæða, Brynja fór í skólann en við Katla fórum að syngja og spjalla í ylnum frá kamínunni. Er svolítið kalt hérna stundum þar sem á eftir að taka neðri hæðina hjá okkur í gegn og skipta um glugga og einangra betur og svona.
Best að fara að læra smávegis áður en litli strumpur vaknar.
Sjúlli kveður í smá jólaskapi
9.10.2007 | 12:04
Tónleikar
Við Óskar Pétursson verðum með tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20 á fimmtudag. Þema tónleikanna er "Ástar- og saknaðarljóð". Sonur Óskars, Björn Elvar, verður gestaundirleikari. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson fjallar um mikilvægi tónlistar í gleði og söknuði. Kaffi og konfekt verður á borðum.
Eyþór
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 23:00
Veiðimyndir
Ég henti inn nokkrum myndum úr veiðiferð okkar Mása í Ölvesvatn á Skaga í sumar. Frábær ferð veiddum slatta en það sem stóð upp úr, auk góðs félagsskapar, var nestið sem mágur minn tók með. Sviðakjammar og sigin grásleppa.
30.9.2007 | 11:59
Slátur, þindahakksbollur, sigin grásleppa og hnísa - Almennilegur matur!
Undirritaður nýtur þess mjög að vera í helgarfríi. Það var unaðslegt að heyra kirkjuklukkurnar hringja í morgun og geta slappað af heima, vitandi að tónlistin væri í góðum höndum Sigrúnar.
Í gær komu Óskar og Una ásamt Óskari jr. og Helgu Margréti og saman gerðum við slátur. Þetta var frábær dagur, skemmtilegt að gera slátur í góðra vina hópi. Nokkrar þindar voru hakkaðar og í gærkvöld borðuðum við svo öll saman, blóðmör, lifrapylsu og þindahakksbollur. Maturinn var æðislegur og slátrið var það besta sem ég hef smakkað, það þrátt fyrir að mörinn hafi verið afar fínhakkaður (ég sakna stóru mörbitanna í slátri)
Núna sit ég við eldavélina og bíð eftir því að grásleppan sem Lilja tengdamamma gaf mér í sumar verði soðin. Ég bauð tengdó í mat, því Brynja og Erna eru ekki hrfinar af góðgæti þessu. Í kvöld ætlum við svo að steikja hnísukjöt.
Eru ekki fríhelgar æðislegar?
Eyþór
21.9.2007 | 10:06
Lausn á jákvæðnifærslunni
Tja hvað getur maður sagt. Lausnir segið þið ja nú eiginlega bara er komið upp svona "klóra sér í hausnum" ástand. Hmmm...*hugs*
Nr 1 Sýna makkagreyinu þolinmæði get lítið annað gert jú og svo auðvitað farið og látið kíkja á greyið kannski eitthvað veikur.
Nr 2 Á nú eiginlega vð bara sama svar og í 1 held ég fer bara til eplakallanna í Haftækni og bið þá a kíkja á gripinn eins og ég segi eitthvað veikur greyið
Nr 3 Já væri ekki bagalegt að eiga eins og einn svona til að hjálpa sér og vera með aðstoð alltaf og núna og bara sí og æ já eða þennan apa bara, manni yrði aldrei neitt úr verki með hinn gaurinn nálægt sér hahahha
Sjúlli kveður alveg snar
21.8.2007 | 11:28
Pabbi ber?
Ég verð að monta mig aðeins af pabba mínum. Hann "skrapp" aðeins í berjatínslu. Fór í xxxxxhlíðina í aðalbláber (staðsetning verður ekki gefin upp, hún er fjölskylduleyndarmál). Á 5 tímum tíndi hann 75 lítra af berjum! Hann er ótrúlegur.
Eyþór
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)