Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Sorgmæddur í dag

Eitt af því besta við stúlknakórinn minn er sú staðreynd að þar eru stelpur með skoðanir, þær eru samansafn mannelskandi persóna og eru eldheitar þegar kemur að ýmsum mannréttindamálum.  Eftir skammarleg skilaboð hempuklæddra í gær þarf ég að horfast í augu við þá staðreynd að ég missi stelpur úr kórnum, því þær ætla að segja sig úr þjóðkirkjunni og þeim finnst þær eigi ekki að syngja í kór innan hennar.

Miklar og heitar umræður urðu á kóræfingu í dag. Spurningar sem komu upp hjá stelpunum: 

Eru allir jafnir frammi fyrir Guði?

Við hvað eru prestar hræddir?

Hvernig geta prestar barist fyrir réttindum sumra en staðið í vegi fyrir eðlilegum mannréttindum?

Ég gat ekki svarað þessum spurningum.

Ég gat ekki svarað þessum spurningum og mér þykir sorglegt að kirkjan mín skuli senda þessi skilaboð út í samfélagið.

Ég er í dag ekki eins stoltur af því að vinna fyrir þjóðkirkjuna eins og ég hef áður verið, en ég segi við Sr. Óskar, Bjarna og þá hina sem þora:  Haldið áfram, kynslóðirnar sem erfa munu landið verða ykkur ævinlega þakklátar ef  þið gefist ekki upp.

Eyþór


Kalli biskup, flottur kall

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item70413/ 

Flott hjá Kalla.  Núna er ég sko sammála Hr. Karli.  Ég gæti sko skrifað heila bók um fíflaskap og fáránlegar uppákomur í brúðkaupum sem ég hef spilað í.  Eitt eiga þau þó flest sameiginlegt.  Brúðhjónin eru svo stressuð yfir staðsetningu ljósmyndara, vídéómyndavél brúðkaupsþáttarins Já, kjólnum hjá brúðarmeyjunum 17, blómaskreytingunni á bílnum, bráðnandi ísskúlptúrnum, milljón króna VISA reikningnum og öllu hinu kjaftæðinu að þau gleyma að líta hvort á annað alla athöfnina og brosa aldrei.  Hef lent í brúðkaupum sem kosta meira en hús á Raufarhöfn, brúðhjónin stinga af til útlanda í ferð en svo þegar kemur að því að borga organistaræfinlum 10.000 kallinn þá berst engin greiðsla, þegar ræfillinn hringir svo í brúðhjónin til að minna á greiðsluseðilinn þá er búið að loka öllum símum og mörgum mánuðum seinna gefst maður upp á að rukka, enda hjónin skilin, íbúðin komin á uppboð, fólkið komið á féló, þeas ef einhver hefur þá getað sent fólkinu pening til Karabíska hafsins í brúðkaupsferðina og þar með komið fólkinu heim , þar sem klippt var á VISA kortið og fólkið strandaglópar á vafasömum bar í Havana á Kúbu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband