17.2.2007 | 10:02
Minning um Jóa
Í dag held ég orgeltónleika með allskyns lögum á efnisskránni. Þetta eru óskalagatónleikar og mun ég spila allt frá diskói til barokktónlistar. Eitt lagið valdi ég sjálfur, það er gamla góða Stairway to heaven, en það spila ég í minningu míns gamla, góða vinar, Jóa á Kleifum, en í gær voru 20 ár síðan þessi magnaði rokkáhugamaður dó, aðeins 14 ára gamall.
Ég rifjaði dauða hans upp í gær, en hann var svolítið dularfullur og í raun kom aldrei nein skýring á því hvað gerðist. Hann dó á heimavistinni sem við vorum á. Ekki var til neitt sem heitir áfallahjálp á þessum tíma og ég veit að margir vina hans áttu mjög erfitt í langan tíma á eftir og sumir hafa eflaust ekki enn talað um málið. Krakkarnir voru bara sendir heim, komu svo í skólann viku seinna og í raun ekkert meira gert. Herbergið sem hann dó í var læst og þorði maður varla að labba fram hjá því mánuðum saman eftir það. Dauði Jóa var aldrei ræddur nema í fárra manna hópi inni á herbergi á kvöldin.
Ég er ekki að segja að skólayfirvöld hefðu átt að standa öðruvísi að málum, ég held að á þessum tíma hafi í raun áfallahjálp ekki verið til. A.m.k. held ég að það hafi ekki komið krafa um hana frá foreldrum.
Farinn að æfa lagið hans Jóa
16.2.2007 | 08:54
Mikið fegin:)
Haldiði ekki bara að karlinn minn sé hættur við að fara út og ætlar að fara frekar út í apríl, varð mikið fegin þegar hann sagði mér þetta í gær...búið að veltast mikið í honum hvort hann eigi nú að fara og svo bara ákvað hann að sleppa þvíBara fegin......Vill bara hafa hann hjá mér núna þessar síðustu vikur...
Brynja er að renna sér í borg bleytunnar í dag að keppa í fótbolta íslandsmót innanhúss og kemur aftur seint á laugardagskvöld, síðan er það bara Goðamótið helgina á eftir þannig að það er brjálað að gera og minnkar ekki, er búin að vera svolítið mikið kvefuð en það er að skána Fór út í þorp í gær að horfa á handbolta með vinkonum sínum úr Þór. Er eiginlega alltaf með stelpum orðið úr Þór eru hennar bestu vinkonur þannig séð, halda rosalega vel saman þessir fótboltakrakkar....sem er að sjálfsögðu bara gott mál. Annars var svona snyrtidagur hjá dömunni í gær, fyrst var það klipping og svo var það litun og plokkun..........
sæta spætan:)
SVo fáum við vagninn hans Marteins í dag, erum búin að ákveða svona æfingarbúðir í keyrslu, troðum Ronaldo kettinum í bleyju, húfu og útigalla og spásserum með hann efast ekki um að hann myndi sætta sig við það haha.......
Eyþór er þétt bókaður í útvarpsviðtölum um helgina, eitt á morgun frekar en að það sé í dag og svo eitt á sunnudagsmorgun, hann er nefnilega að halda svona óskalagatónleika í kirkjunni á morgun kl 4 og fólk gat haft samband við hann og beðið um óskalag s.s. spilað á orgel ógeðslega sniðugt finnst mér og hann er að spila lög eftir Bó Halldórs, Dallaslagið og einhver fleiri og held ég bara að ég ætli að skella mér kostar 1000 kr inn en kjellan fær frítt
Á bara eftir að brölta með Martein í 4 vikur og 6 daga pæliði í því já þetta líður sko hratt, fæ reglulega á nóttunni fyrirvaraverki, kófsvitna og svo bara líður það hjá og mín sofnar aftur. Var að snúa mér við í fyrrinótt og ætlaði að grípa í koddann til að svifta mér til aðeins en nei valdi hárið á aumingja Eyþóri en hann fann ekkert fyrir því...hahah hefði getað endað hárlaus kallgreyið
Lærði í 6 klukkutíma í gær ætla helst að gera það í dag líka en efast um að ég nái því, ætla aðeins að þrífa ekkert mikið enginn öskubuskuleikur í dag sko. Farið varlega um helgina................
Sjúlli kveður alveg snarrrrrruglaður
14.2.2007 | 09:18
Hlakka til...
Enn einn miðvikudagurinn runninn upp.... finnst jólin hafa verið í gær svei mér þá, tíminn þýtur áfram. Hlakka svo agalega til að geta farið að hreyfa mig aftur, hlaupa, labba, boxa, og bara þetta allt. Finn að skrokkurinn er farinn að þurfa á því að halda.....verð á hlaupum hér um allan bæ með vaginn íha.........
Skil ekki hvaðan þessi leti kemur upp í mér sem ég þjáist af þessa dagana, finnst rosalega gaman í skólanum, vakna á morgnana með Eyþóri og Brynju og virkilega hlakka til að fara að læra en hvað ég er t.d. ekki byrjuð núna...fer alltaf einhvern skyldurúnt um netið, tjékka á peningastöðunni, mætti halda að ég búist við lottóvinningi á hverri nóttu, og eitthvað svona tómt tjón, svo loks þegar ég er reiðubúin í lærdóminn er ég orðin svo þreytt í bakinu að ég leggst inn í rúm og ætla að lesa en enda sofnandi með trýnið ofaní bókina......gengur nottlega ekki verð að fara að taka mig áEkki það að ég er sko alls ekkert á eftir, frekar á undan ef eitthvað er og var það alltaf ætlunin þar sem ég kem til með að missa aðeins úr þegar ég fer að fæða
Hér eru allir að verða eitthvað kvefaðir, Brynja hundkvefuð, og við hjónin með hálsbólgu, ekkert skrýtið er búið að vera að grassera allt í kringum okkur en við hristum þetta af okkur vonandi erum nú ekki vön að verða veik þó einhver óþokki gangi allt í kringum okkur, hraustleikafólk hér á fer
Heyrði aðeins í karli föður mínum í gær, hann var alveg hinn sperrtasti, nóg að gera hjá honum alltaf, sem er gott miðað við að hann er hættur að vinna. Var að hugsa um að bruna inneftir en þegar hann frétti af því að barnabörnin hans þrjú hér á eyrinni væru öll kvefuð og/eða lasin þá hætti hann snarlega við, ætlaði nú ekki að fara að ná sér í slíkan skít, enda svo sem tekur hann nú lýsi og er það allra meina bót, sem er reyndar rétt man aldrei eftir að kallinn hafi verið veikur. Sveitagenin líklega og hreina loftið
Litla sól frænka mín var með yfir 40 stiga hita í gær og ofsa kvefuð og vildi bara kúra en varð mjög hýr þegar móðan hennar birtist sem er auðvitað ekkert skrýtið ég er svo mikið eðal......
Ætla hætta að rausa um akkúrat ekki neitt og leggjast inn í rúm og gera verkefni í sálfræði um hroka/frekju og kryfja það til mergjar, komst nú að því miðað við svona könnun sem ég gerði í gær að ég væri meira svona rola og það tel ég engan veginn geta staðist......verð að gera það aftur, er nefnilega alltaf sögð vera frekja og ég er alveg sátt við þaðbara ekki rola............
Sjúlli kveður með rolusvip á andliti en frekjuglampa í augum
11.2.2007 | 20:49
Ferming á næsta leyti...
Hef reynt eftir megni að reyna að gleyma því að dóttirin á víst að fara að fermast í maí en nú er bara svo komið að ég get ekki gleymt því lengur þar sem það þarf víst að fara að undirbúa eitthvað...
Var að tala við Sigupál áðan og við erum nokkuð sammála um hlutina bara, ekki það að Brynja ræður þessu algerlega en þau feðgin voru að gera lista yfir hans fólk og Kristínar sem á að bjóða og er það um 30 manns, verður frekar pent í sniðum bara held ég kannski allt í allt 60 manns.....vel sloppið það miðað við að fjórar familiur standa að henni.
Búin að redda sal, þurfti að gera það í ágúst en veislan verður í Víðilundi í salnum þar, ágætis salur og krakkarnir geta hlaupið út í garð og leikið sér ef veður verður gott, ferming s.s. 27 maí hvítasunnudag. Marteinn verður um 2 mánaða gamall stubburinn jájá, bara næs....
Er að bíða eftir að hún komi en hún var s.s. á króknum og er á leiðinni með rútu svolítið seint en það er nú ekki eins og hún sé eitthvað smábarn krakkinn Eyþór er að spila í stuðmessu með afrísku þema og hlakkaði mikið til þegar hann var að fara...ég nennti ekki að fara og sitja á þessum yndislegu bekkjum í kirkjunni...ónei fór að læra, ójá og lærði ekkert mikið en smá samt
Lagðist í heitt bað áðan þegar Eyþór fór og lá lengi, verð að fara að hætta að gera þetta þegar ég er ein heima, ætlaði aldrei að komast upp úr....var eins og belja á fjórum fótum að krafsa mér upp úr, en mikið djéskoti er það samt gott alltsvo að fara í bað....vonast líka alltaf til að þetta ýti nú á Teina minn að fara að skreiðast út, er orðinn alveg nógu stór til að fara að koma
Búin hjúin að kaupa vagn handa blessuðum bumbubúanum, reyndar bara svona svefnkerra en vildum það heldur en einhvern hlunka vagn, enda engin þörf á heilum vagni með burðarrúmi og öllu þegar kallinn á svona flottan dúnkerrupoka sem móðan hans gaf honum, og svo er hvort sem er sumarið að koma og vorið og allt það þannig að:) Er rosalega flottur og fáum hann á fimmtudaginn úr borg bleytunnar
Þannig að þá eigum við bara eftir að redda okkur barnapíu og hókuspokusstól sem við notum nottlega ekki strax en gott að eiga, okkur langar báðum í svona gamaldags hokuspokus ekkert smá krúttlegir
Jæja ætli sé ekki best að fara að setja tærnar í sokka og bruna af stað að athuga með barnið og kannski að fá sér ís í leiðinni já eða jafnvel bragðaref, ekki ónýtt það...
Heilsist ykkur ævinlega hreint
Sjúlli kveður á fjórum fótum
9.2.2007 | 10:20
Þrif *hrollur*
Hvað er leiðinlegra en að þrífa........my gad held það sé ekki neitt. Þegar ég var lítil ólst ég upp við að föstudagar væru þrifdagar, öllu rústað og þrifið og skúrað, fannst þetta alltaf ömurlegt, að þurfa að taka til í herberginu mínu...hræðilegt. Svo hef ég tekið þennan skemmtilega sið með mér þegar ég fór sjálf að búa að þrífa á föstudögum......núna er það orðið svo að mig langar ekki að vakna á föstudögum af því að það er þrifdagur....vildi ég hefði butler í minni þjónustu til að þrífa.......
En þar sem mér er mjög illa við skít þá verður þetta að gerast og sem betur fer þá er alveg heil vika í næstu þrif....sem ég kem varla til með að gera því ég nánast skreið hér um gólfið með bumbuna ja eiginlega skúraði ég með bumbunni á köflum, var frekar sorglegt að sjá...en húrra að þrifin eru búin á þessum föstudegi....................
Ætla næst að þrífa skítugan þvott......mér líður eins og Öskubusku.
Þar til næst
Sjúlli kveður á leið í öskustónna...
8.2.2007 | 09:31
Frost er úti
Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð eða hvað....allavega ógeðslega kalt, frýs kannski ekki í æðunum en hvað veit maður svosem... Er að læra og gengur svona ljómandi ekki neitt og þá leitar maður á náðir bloggsins til að geta fengið útrás fyrir bullið í sér, ekki það að ég bulla mjög sjaldan bara eiginlega aldrei
Ætla að hafa mig út í þennan mikla kulda á eftir og kíkja á hana Sollu vinkonu mína.....athuga hvernig familian hafi það en þar er RS vírusinn hinn skemmtilegi búinn að vera á sveimi og litla Agla verið á sjúkrahúsi í einhverja daga. Erfiðasta sem ég held að ég gæti lent í og það er að vera með nokkurra mánaða barnið mitt á sjúkrahúsi mikið veikt....mægad.
Fórum hjúin í fyrradag og fjárfestum í kommóðu handa Marteini og Eyþór var svo heillengi í gær að setja hana saman, og raða í hana fötum og dóti. Gaman að því, þannig að nú eigum við eftir að nálgast einhvern vagn en höfum nú ekkert reynt af neinu ráði. Kemur að því.
Dreymdi draum í fyrrinótt og hann var á þá leið að ég var að fæða og ég fæddi 3 drengi, einn var 4 merkur, einn var 10 merkur og einn 16 merkur, hvað merkir þetta, kannski geng ég með strák s.s. Martein, eða ég eignast 3.....það væri nú fyndið..........Fæðingin gekk hratt fyrir sig man ég....held þetta sé fyrir góðu bara, sá aldrei neitt blóð eða neitt...... Stundum er fólk skrýtið en ég er það eiginlega alltaf...
Farin að kvíða því að kallinn fari út, get ekki hugsað þá hugsun til enda að hann sé ekki viðstaddur, en þetta verður víst að gerast, og Hilla systir verður í startholunum og bjargar málunum ef hann verður ekki heima, já og svo að ógleymdri Brynju Dögg sem ætlar að taka þátt í partýinu, fyndið Hildur tók eiginlega á móti Brynju og klippti á naflastrenginn og svona og svo núna verða þær kannski saman í því að taka á móti þessu kríli...jahérna og allt það. Vildi ég sæi svona fram í tímann þannig að þetta væri bara pottþétt, fúlt ef að hann væri rétt farinn í loftið til Sweden þegar ég færi af stað, hringdi svo í hann rétt þegar hann væri lentur og segði honum að hann væri búinn að eignast þrjá drengi....haha væri svo búin að skíra og allt bara þegar hann kæmi heim og málið dautt.
Er að dunda mér að gramsast á netinu að leita mér að fartölvu, langar svakalega í svona litla pjöllufartölvu eins og Vala Matt var alltaf með í TV hægt að fá þær bleikar og hvítar, yrði ekkert smá beib með bleika fartölvu sitjandi með barnavagn niður á Bláu könnunni...jeddúda sé mig alveg í anda... sólgleraugu fyrir öllu andlitinu og agalegt beib....með bótox í öllum hrukkum og alveg eins og Hollostjarna....*fliss* jamm er geðveik en hver er það ekki
Langar að borða en hef ekki lyst, merkilegt ÉG HVALURINN hef ekki lyst, og málið er hvað, ég sem er búin að borða eins og ég sé með hundrað börn í vömbinni en svo núna bara nei takk ómöglega, ekki það að þetta mátti nú alveg taka enda, samt vantar mig töluvert upp á að þyngjast eins mikið og þegar ég gekk með Brynju en þá þyngdist ég um 25 kg var að vísu varla neitt neitt þegar ég varð ólétt.....lífið er unaðslegt, finnst þetta svo fínt.........þegár ég verð búin að eiga slettist þetta af mér eins og ekkert sé Alltsvo ef ég verð dugleg.....
Jæja ætla að fara að yla bílkvikindið áður en ég fer út, vil ekki frjósa, gæti farið að sleikja staura eins og Ragnhildur Sól litla frænka mín gerði um daginn, ákvað í leikskólanum að bragða á ljósastaur í 15 stiga frosti og hún festist haha ljótt að hlægja að þessu en held að allir þurfi að prófa þetta á vissum aldri, en litli harðjaxlinn reif sig lausa og skildi hálfa tunguna eftir eða smá hluta af henni allavegaBara snillingur
Sjúlli kveður á leið að sleikja ljósastaura
5.2.2007 | 13:16
Allt í rólegri kantinum.......
Sem betur fer segi ég bara er handboltanum nú lokið, fékk síðasta hjartastoppið í gær í leik Þjóðverja og helv....Póllands en auðvitað unnu mínir menn þetta, áfram Germany svo maður þykist nú vera snjall í hinum erlendu skrifum
Allt sæmilegt að frétta héðan úr Munkanum, allir nokkuð spakir bara eða þannig, annars hef ég verið eins og jójó með familinu til skiptis til læknis, fyrst með köttinn hann Snúð sem reyndist vera með barkabólgu karlgreyið, búinn að horfa á mig sorgaraugum í marga daga og ég ekki fattað neitt, en svo opnuðust augu mín....Brynju fyrst til heimilislæknis vegna sýkingar í auga sem er reyndar búin að vera í einhverja 2 mánuði en móðirin alltaf sagt já þetta batnar....týpískur heilbrigðisstarfsmaður, svo varð Ronaldo minn s.s. hinn kötturinn hálfmeðvitundarlaus einn daginn gat varla gengið og ég veit ekki hvað og hvað, held hann hafi lent í einhverju er allavega skárri án læknisheimsóknar enn sem komið er, og svo eiginmaðurinn fékk sýkingu í löpp og þurfti sýklalyf og svo enn dóttirin til bæklunarlæknis vegna beinvaxtar á fæti sem hann ætlar að reyna að leysa með innleggjum til að byrja með....ÉG stend bara nokkuð gleið og líður sæmilega miðað við aldur og stóra vömb....og já það að geta varla drifið upp um mig brækurnar...Lilja ég meina það ég er 34 ára en líður eins og 84 ára
Spurning um heimahjúkrun...haha til aðstoðar við klósettferðir damn......
Er löt við að læra, lærði að vísu nokkuð vel um helgina nýtti tímann þegar ég var ein heima á laugardagskvöldið, Brynja á Hrafnagili og Eyþór að djamma með Pétri lækni...Lærði alveg stanslaust eiginlega í eina 3 tíma. Ekkert eiginlega síðan þá en ætlaði einmitt núna að fara að læra en hvað, ja auðséð að ég er ekki að læra
Vona að Marteinn fari að koma er orðin þreytt á bumbunni minn, lá við að ég kveikti í henni í gær, var að gera jafning og hún lá oná hellunni næstum því, mátti þakka fyrir að grilla ekki Martein...áttaði mig ekki alveg á hversu útstandandi hún er.....haha er alltaf með matarklessur ofaná henni....lífið er ljúft jájá.
Eyþór vinnur bara eins og andskotinn og hefur samt ekki undan að gera það sem hann þarf að gera, sér ekki fram á að geta farið út í feb vegna tímaleysis við að æfa sig, alltaf eitthvað sem liggur fyrir. En spurning hvað verður.......
Ætla að fara að læra Sálfræði ekki veitir af, allir hálf klikk í fjölskyldunni...
Bið ykkur vel að lifa, hagið ykkur vel,
Sjúlli kveður með allt á hælunum
1.2.2007 | 20:57
Nokkurn veginn á jörðinni
Jæja þá er maður búinn að pirra sig nóg á handbolta þetta árið, fyrst þeir töpuðu fyrir rússunum í dag þá fer maður að verða spakur....ætla samt að vona að þjóðverjar vinni titilinn
Er búin að vera að redda mér bókum hingað og þangað um landið til að nota í skólanum og var fyrir nokkrum mínútum að fá þá síðustu í hendurnar en hún er á ensku og er kennd í læknisfræðinni jájá haldið að maður sé nokkuð að ná sér í menntunen hún kostaði s.s. litlar 7000 krónur get að vísu notað hana líka á næstu önn...skal nú segja ykkur það. Verið löt við að læra í dag, veit ekki afhverju bara verið löt...
Skellti mér aðeins í bæinn eftir hádegið og fjárfesti í andadúnsæng handa Marteini og sængurverasetti handa dótturinni og svo brjóstagjafapúða handa mér..ofsalega dugleg Vantar núna enn vagninn og svo hlustunartæki....það er svona aðal...Hilla sys lánar okkur Graco bílstól og kerru undir stólinn agalega sniðugt þannig að engar áhyggjur af því. Svo á kellan rimlarúm síðan Brynja var lítil eða réttara sagt held ég að mamma eigi það þannig að þegar að vaggan verður of lítil kemur rúmið
allt planerað. Hélt nú reyndar að ég ætti ungbarnasæng en þá var það næsta stærð á eftir sem ég á þannig að þá er það komið líka
Hef ekki séð eiginmanninn síðan kl 8 í morgun en hann er búinn að vera að vinna og svo núna er hann að æfa eitthvað með doktor Pétri og doktor Halla sem á að syngja í afmælinu hans Pétur á laugardagskvöldið í sjallanum.....jájá eins og manni sé nú ekki boðið þangað en ætla nú ekki að fara höndla ekki að sitja mjög lengi
Lilja Hrund kom hingað í dag, frekar þreytt en átti eftir að fara að vinna í nokkra klukkutíma, en hún er nú svo dugleg enda í ættinni
Brynja er að fara á Hrafnagil með fótboltanum á laugardaginn og ætla þær að gista eina nótt, alltaf jafn gaman hjá þeim. Hugsa að ég eyði helginni í að borða og læralíst svona ljómandi vel á það elska að borða kemst bara svo lítið fyrir í einu að mér finnst ég alltaf vera að borða. En hef nú ekki þyngst núna lengi allt farið að fara í stærðina á Marteini sem by the way er á miklu hraða inni í minni stóru vömb núna jahérna
Algert rassgat.
Komu hérna tveir mjög myndarlegir menn í dag (ekki samt eins myndarlegir og eiginmaðurinn) í jakkfötum og kynntu sig sem Jósep og eitthvað annað sem ég náði ekki alveg þar sem hann talaði frekar bjagað. Rétti mér svo blað og spurði hvort hann mætti koma inn og kynna mér þetta, þegar ég sá helvítis blaðið var ég snögg að afþakka og skella hurðinni á trýnið á þessum annars myndarmönnum sem reyndust vera VOTTAR JEHOVA sem ég er ekki mikil vinkona. Frekjan í þessu liði, afhverju þurfa þeir að rölta í hús og kynna sína trú, myndi ég ekki kippast til ef séra Svavar eða séra Óskar kæmu og spyrðu hvort þeir mættu kynna mér eitthvað varðandi trúna, ég get svo svarið það....hottintottar og hananú og mér er alveg sama hvað hverjum finnst mér finnst þetta
Annars er bara allt í rólegheitum núna, ég þoli ekki að vera ekki að vinna og finnst allir dagar vera verulega mikið eins, vakna, borða, ryksuga lauslega, set í þvottavél, snyrti eitthvað til, læri, horfi aðeins á tv, læri, horfi út í loftið, bora í nefið, dotta, fer á wc reglulega á milli þessa alls, geng um íbúðina eins og ég sé með tunnu í klofinu, finn til í hverju skrefi, get varla togað upp um mig brókina á settinu, allt í mínus, ein vika og þá má marteinn koma mín vegna ja kannski tvær...hlakka til þegar þetta er búið, komast í föt, ekki tjöld, mikið búin að vera spá í að gerast hluthafi í seglagerðinni Ægi, á svo bágt, hlakka til þegar ég sé tærnar á mér aftur, hlakka til þegar ég get snúið mér í einni sveiflu en ekki í einum 4 hollum, ég er HLUNKUR og ætla ekki að vera það lengi enn.....
Sjúlli kveður og hlakkar mikið til..........
30.1.2007 | 21:15
Danadj.....
Þetta var svakalegt, voðalegt og agalegt.................nú segi ég bara áfram Þýskaland og vona að Danir lendi á móti Þjóðverjum sem drulli yfir þá....
Málið er dautt.....over and out
Sjúlli kveður..........
30.1.2007 | 18:27
Áfram Ísland
Er við það að fara á límingunum...jeddúda mía...verð grátandi hér í kvöld ef helv.......baunaspírurnar vinna okkur sem þeir AUÐVITAÐ gera EKKI eða hvað. Búin að fá þvílíkar auglýsingar í maili í dag sem hljóða á þennan hátt "horfið á leikinn við dani í kvöld því herbalife styrkir þá, erum með merki á buxum 7 leikmanna" og VEI eins og ég myndi horfa eitthvað frekar á leikinn þó svo að helv......herbalife merkið sæist einhversstaðar........ég get svarið það hef nú horft á alla leikina og horfi á þennan til að sjá leikinn en ekki herbalife merkið jahérna.....ekki það að gott hjá þeim að styrkja landsliðið en almáttugur ...ekki þessa auglýsingamennsku komin með nóg af henni *ÆL*
En aftur að landsliðinu já það er ekkert meira um það að segja nema bara ÁFRAM ÍSLAND.....ætla að ná mér í mæru.......núna strax.......viss um að ég lendi í árekstri og missi af leiknum.....væri það ekki alveg týpískt....ójú
Sjúlli kveður Áfram herbalife já eða er það ekki það sem ég á að horfa á