Þvílíkt og slíkt

Hvað er eiginlega í gangi. Á bæjarstjórn Akureyrar að segja af sér út af þessu. Ég skal segja ykkur það. Ég held að flestir hafi verið mjög ánægðir með þessa ákvörðun en ég skil svo sem þá sem reka verslun og þjónustu auðvitað tapa þeir en er þá ekki bara vilji hjá þessum hópi verslunareigenda að reyna að byggja upp fjölskylduhátíð og reyna að laða frekar að fjölskyldufólk en sleppa því að auglýsa þessa sem fjölskylduhátíð og svo er þetta unglingahátíð í meirihluta.....mér finnst líka fáránleg rök að koma með að fyrst við neitum þessum aldurshóp að koma hingað til að vera fullir og pissa og kúka í garðinn minn hvernig við ætlum að geta boðið þennan sama aldurshóp velkominn hingað í bæinn í framhaldskólana okkar og háskólann ... einu orði sagt fáránlegur samanburður.

Þetta er nú bara mín skoðun og þarf alls ekki að endurspegla skoðun annarra Akureyringa og sem betur fer þá á mér að vera frjálst að hafa mína skoðun. 

Ég er himinlifandi sæl með þessa helgi núna eins og hún var. Góð bæjarstjórn alveg til fyrirmyndar....hipp hipp húrra fyrir bæjarstjóranum:)

Sjúlli kveður sáttur við lífið og tilveruna 


mbl.is Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsögn vantar

Fátt að segja en eins og oft áður þá kemst eitthvað hérna á blað ef blað skal kalla, síðu kannski frekarCrying Vorum hjónin áðan að horfa á mynd sem heitir Borat og ég skal segja ykkur það að ég meig á mig af hlátri yfir einu atriði og ég hreinlega skora á fólk að horfa á þessa mynd, hneykslar eflaust marga en my gad hvað hún er fyndin. Á samt eftir að horfa á restina af henni, tókum pásu hjúin þar sem litli heimiliskisinn okkar hann Óskar Hafsteinn kom í leitirnar Crying

Verslunarmannahelgin að baki sem er vel fór vel fram og vona ég svo sannarlega að hún verði eins frábær næsta sumar bara reyna að auka fjölskyldufólk í  bæinn og þá er þetta fínt. Þannig er það nú.  Var beðin um að koma í viðtal á Rúv eftir að ég bloggaði um verslunarmannahelgina en ég vil geta bloggað án þess að þurfa að fara fram fyrir alþjóð og styðja mínar skoðanir, öllum er frjálst að hafa skoðanir finnst mér en stundum er það samt ekki staðreyndin, en nóg um það.

Erum að fara í Borgarfjörð um helgina, Brynja fer til pabba síns á ættarmót, Rakel fer með okkur og fer svo til Sigrúnar móðursystur sinnar og verður samferða henni út. Þannig að þessari heimsókn er lokið en kemur aftur um jólin. Það er búið að nefna systir hennar og var hún nefnd Garbríella Rebekka Kristrún Johansdottir Kolström já takk fyrir góðan dag svo heitir hin systirin bara Katla ekki að það er nóg:)

Hverju get ég logið fleiru, tja eg veit ekki held að það væri heillavænlegast fyrir mig að fara að hrúgast í rúmið og sofa eitthvað í hausinn á mér en stundum koma svona moment að það er alveg sama hversu þreyttur maður er að þá nennir maður engan veginn í rúmið það er bara þannig. En ég held samt að ég ætti að gera það og blogga aftur þegar ég hef eitthvað að segja af viti.

Sjúlli kveður tómur algjörlega 


Frábær ákvörðun Akureyrarbæjar

Þeir sem í fyrsta lagi búa ekki hér á Akureyri ættu held ég að byrja á því að kynna sér málið áður en þeir fara að æsa sig yfir þessu öllu saman. Í fréttum undanfarið er búið að tala við þá sem græða á þessari hátíð hér á Akureyri og eðlilega eru þeir fúlir en afhverju er ekki talað við hina almennu íbúa Akureyrar og sjá hvort þeir eru ekki ánægðir. Breytir kannski ekki miklu fyrir þá sem búa í hinum enda bæjarins en ekki í nálægð við miðbæinn eða renneríið sem skapast niður brekkuna. 

Við höfum síðustu sumur orðið fyrir því að það sé stolið úr garðinum hjá okkur og líka að fólk hafi verið að gera þarfir sínar í garðinum líka. Þetta er ein af þeim ástæðum sem ég vil sjá þessa hátíð í þeirri mynd sem hún einmitt er þessa helgi. Við hjónin lögðumst til svefns á föstudagskvöldið og bjuggum okkur undir það að sofa nákvæmlega ekkert því það hefur jú verið venjan síðustu ár en við vöknuðum svona endurnærð um morguninn og ekki orðið var við neitt, rétt rumskað einu sinni við að einhverjir gaurar voru að labba heim sem er bara eins og venjulega um helgar að sumri.  

Það er talað um þessa ákvörðun eins og þetta sé einhver rasismi en þetta er bara common sense enda hefur held ég hvergi í fjölmiðlum heyrst frá þessum aldurshópi eða þeir eitthvað verið að tja sig um að þeir séu ósáttir. 

Ég segi bara að loksins er þetta að verða eins og fjölskylduhátíð sem þetta á að vera því þannig er það auglýst en ekki hátíð þar sem við horfum á unglinga allt niður í 13 ára aldur dauðadrukkna eins og hefur komið fyrir undanfarin ár. Þetta er held ég léttir fyrir alla lögregluna, bæjarbúa og þegar upp er staðið alla. 

Menn hljóta að geta fundið aðrar gróðaleiðir en dauðadrukkna unglinga því jú það hlýtur að vera að mesti gróðinn komi af þeim miðað við hvernig er látið.....

Sjúlli kveður sáttur við lífið og tilveruna 


mbl.is Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima er best

Komin heim tja það er nú fréttnæmt. Renndum í hlað um hálf sjö en við lögðum ekki af stað úr borginni fyrr en um eitt leytið þar sem húmóðirin (frumleg) á heimilinu bara varð að komast á útsölu í Intersport haha en hún fann nú samt ekkert af viti þar. Þessi ferð var mjög góð og íbúðin sem við leigðum var á frábærum stað og rosalega hugguleg og nóttin bara á 4500 kr efast ekki um að við eigum eftir að nýta okkur þetta aftur. Eina að sjónvarpið virkaði ekki en það var bara gott þegar upp var staðið því við spiluðum og spjölluðum í staðinn fyrir að góna á tV. Stelpurnar voru ofsalega ánægðar enda maraþon hlaup í kringlunni og smáralind en við hjónin fylgdum þeim eftir svona í vissri fjarlægð ég missti mig að vísu smávegis en það var frekar nettW00t

Katla var frábær í ferðinni góð í bílnum og svaf bara eins og stjarna á nóttunni. Og var í alla staði mjög meðfærileg, sat í vagninum eða lág eftir því sem við átti........

Vorum ekkert á spes tíma því að annaðhvort er að koma í upphafi útsölutímans eða þegar nýjar vörur eru komnar í hús, en það var eiginlega vonlaust að fá föt í Kötlu stærð. Náði samt að þefa uppi nokkra boli og buxur og svo í Intersport buxur og bol skal segja ykkur það. En í borginni eru sko útsölur ekki eins og hér þar sem það er kannski 30% afsláttur á meðan að það er bara 70% afsláttur í borginni. Já skal segja ykkur það.

En allavega held ég að allir hafi verið sáttir við þessa ferð og mér fannst alveg ofsalega gott að komast í burtu frá Akureyri og þó svo að það hafi verið þeytingur og ég hafi yfirleitt alltaf komið þreytt úr Reykjavík þá kom ég núna nokkuð slök bara skal ég segja ykkur. 

Svo um næstu helgi s.s. ekki þessa heldur næstu er 60 ára afmæli hjá tengdó þannig að enn verður maður að fara af stað í bíl. Kvíði pínu fyrir því ég verð svo hræðilega slæm í skrokknum, því þegar hálsinn verður slæmur þá fæ ég verki í alla liði og það er eins og ég sé með beinverki allsstaðar og þannig verð ég þegar ég sef í vondum rúmum....púff...

Sjúlli kveður slakur á sál en spennt á líkama 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband