29.6.2007 | 22:30
Þeir ljótu...
Mæli alveg eindregið með hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum sem er að mestu leyti skipuð drengjum frá gömlu góðu Húsavík. Heimasíðan þeirra er www.ljotuhalfvitarnir.is hægt að hlusta þar á tvö lög af líklega plötunni þeirra sem by the way ég ætla að kaupa mér........snillingar
Fallegt veður í dag, heitt og gott svo heitt að malbikið var farið að bráðna eða eitthvað í þá áttina. Brynja farin í borgina að keppa á Íslandsmótinu spennandi en þeim hefur samt ekki gengið eins vel og í fyrra því miður en þær eru samt magnaðar.
Ekkert meira að segja en endilega kíkið á hálfvitana bara snillingar
Sjúlli kveður óttalegur hálfviti sjálfur
28.6.2007 | 23:01
Bjargvætturinn........
Eyþór verður útnefndur hetja dagsins. Hann var að eltast við Tjald sem var með eitthvað fast um fæturnar greyið og flaug hér fram og tilbaka. Hann virðist búa hérna á túninu fyrir ofan húsið...já litla náttúrubarnið hann Eyþór Hann náði honum að vísu ekki:)
Hrikalegt hvernig fólk getur komið fram við dýr eins og með hundinn Lúkas. Hræðilegt ég fékk tár í augun þegar ég horfði á viðtalið við greyið stelpuna. Ég veit ekki hvað á að gera við þetta helvítis pakk sem gerir svona, allavega ljóst að það er engan veginn heilt á geðsmunum eða ég get ekki ímyndað mér það......ógeðs fólk...
Búin að vera að dunda mér við að naga af mér gervineglurnar í kvöld voru orðnar verulega langar og allt of langt þangað til ég fer í viðgerð á þeim þannig að ég át þær, þarf ekki meira í dag.
Katla sofnuð, búin að vera hrikalega fyndin í kvöld sem ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem mamman heitir Erna Hauksdóttir hahah......Brynja er með 2 strákavini í heimsókn og ég verð að segja eins og er að það er eins og það séu 10 stelpur þarna inni svo mikið tala þessir tveir vinir .....svo er sagt að stelpur blaðri, Rakel er úti með 2 stelpuvinum var niðrí kirkju hjá sr. Jónu Lísu að fara aðeins yfir ferminguna.
Allt að verða klárt fyrir ferminguna, það verður kaffi í þessari, Rakel vill það frekar en mat ég er fegin gaman að prófa bæði. Kaupum það af Bautanum, fengum boðskortin í dag og verið að dunda við að skrifa á þau, verða að fara út á morgun, jájá. Eftir að redda kerti og servettum fer í það á morgun eða næsta. Rakel fer í klippingu og strípur á morgun þannig að þá er það frá og þá bara greiðsla á fermingardaginn, Íris hárkonan okkar ætlar að gera prufugreiðslu á morgun líka. Brynja er að fara til Reykjavíkur um helgina að keppa, 3 helgin sem hún verður að heiman vegna fótbolta jahérna alltaf gaman að því.
Hymnodia ætlar að vera með garden party hjá Höllu og Andra á laugardaginn, um miðjan dag held ég bara grill og læti alltaf gott að borða.
Vorum rosalega dugleg hjónin í dag og fórum og löbbuðum með Rollsinn 4 km rúma meira að segja held ég, ég fór svo í þjálfun og svo á hlaupabrettið og tók 2.3 km þar er ég dugleg.....ALLIR að gera BYLGJU fyrir mér Finnst ég svo æðisleg þegar ég er svona dugleg fæ stundum svona rosalega löngun að hreyfa mig og þá bara um að gera að gera það, fór líka í ljós í morgun og er brún og sæt og með bumbu ennþá, elska á mér bumbuna en vil hana samt burt en það tekur tíma. Eins og er alltaf sagt "góðir hlutir gerast hægt"
Best að fara að horfa á TV lítið annað að gera í bili
Sjúlli kveður naglalaus
25.6.2007 | 23:16
Glóðaraugu á báðum
Hvað getur maður sagt. Ég fór að skokka áðan á mínu eðalbretti og skal segja ykkur að það liggur við að ég sé marin í andliti, þannig er að þegar maður er með kríli á brjósti þá ja eins og gefur að skilja stækkar þetta og þegar ég hljóp áðan steingleymdi ég að fara í íþróttatoppinn minn var bara í BRA þannig að þetta var eins og bláber í teygjustökki hentust aftur á bak og áfram en ég hljóp samt eins og óð væri heila 2 km best að byrja ekki of skarpt....
Fór í þjálfun í dag og tók gríðarlega á því innan um gamalmennin, er nú ekki virkari í ræktinni en svo að ég kann ekki að stilla tækin og þurfti ég að fá aðstoð frá einum níræðum sem hamaðist í tækjunum eins og hann væri tvítugur....en hann stillti þetta fyrir mig. Ég réðist svo á tækin af mikilli ákefð og hefur víst slíkt og annað eins ekki sést lengi í Eflingu en ég fékk svo nudd á eftir og hnykkingu sem var EKKI gott brakaði og brast í mér allri og er ég með heavy hausverk núna...já það sem maður þarf að ganga í gegnum.
Löbbuðum svo hjúin með Kötlu niður í Nettó því kallinn var að baka þessi líka eðal hrökkbrauð en vantaði eitthvað í það sem ég svo sem skipti mér ekkert af hvað var. Kom aðeins við í heilsuhúsinu og keypti lífrænt ræktað súkkulaði mér finnst þetta alltaf jafn fyndið en það er svo gott.
Brynja kom heim frá Króknum áðan en pabbi hennar skutlaði henni hún var verulega sæl, þær unnu mótið hennar lið og reyndar urðu þórsarar mjög sigursælir á mótinu almennt en allavega í hennar flokki tóku þær 1 og 2 sæti hipp hipp húrra.....
Rakel er komin með frjókornaofnæmi ekkert alvarlegt samt tekur bara eina töflu áður en hún fer að vinna og það dugar. Hún fór núna að fá sér ís með vinkonu sinni í Brynju....sá ís er víst bestur.
Katla steinsefur eins og engill besta barn í heimi.....finnst okkur allavega hún er æði.
Eyþór er magnaður bakari og bakaði hrökkbrauð með rúg sem ég má ekki borða því ég fæ í magann haahahah gott á mig.
Kunningi Eyþórs kom áðan skemmtilegur náungi, tenór söngvari og ofsalega blíður maður. Er að fara að flytja hingað á Akureyri eftir ár, hann er búinn að búa úti um allan heim, Ameríku, Hollandi, Danmörku, Noregi og fleiri stöðum.....Skemmtilegur maður
Sjúlli kveður með glóðaraugu á báðum
25.6.2007 | 23:03
já ekki slakt..........
Your Celebrity Style Twin is Jessica Simpson |
![]() |
23.6.2007 | 23:26
Það er laugardagskvöld og mig langar á ball.....niiiiii
Já kallgreyið heldur betur þreyttur huggulegt laugardagskvöld, kallinn hrýtur og kellingin úðar í sig Buffalo og Pepsi já er ekki lífið yndislegt
Hann má hvíla sig þessi elska. Fórum eldsnemma í morgun á Krókinn þar sem Brynja var að keppa í fótbolta. Unnu þrjá af fjórum leikjum dagsins góður árangur það verður gaman að sjá hvernig þetta endar.
Kötlu finnst leiðinlegt í bíl, skil hana svo sem er eins og lítil klessa í þessum bílstól afhverju er ekki hægt að hanna bílstóla fyrir þessi grey sem allavega líta út fyrir að vera þægilegir þessir líta bæði út fyrir að vera óþægilegir og eru það held ég. En við horfðum á einn leik og fórum svo heim, gaman samt, hittum Sigurpál og fjölskyldu en Brynja ætlar að vera eftir hjá þeim á morgun og koma á mánudag eða þriðjudag. Gaman að því.
Fórum svo í grill til Óskars og Unu kl 18 fengum gamaldags læri læri tækifæri og með því. Yndislegt. Mér líður eins og hræsnara vorum að ræða heilbrigði og hollustu og hvað það væri gott að fá EINN súkkulaðibita eftir matinn sem við fengum auðvitað hjá þeim og það lífrænan En þegar ég var komin út í bíl og lögð af stað hellist yfir mig súkkulaði löngun og ég tek hraða U beygju og keyri á yfirsnúningu upp í strax og kaupi mér böns af nammi og ég er búin með það og mér er illt í maganum og samt át ég Buffalo þó ég væri að drepast í maganum. Ætli sé til svona súkkulaði afvötnunarspítali.....ef ekki væri ekki svo vitlaust að setja einn í gang helst strax því annars verð ég STÓR.. STÆRRI.. STÆRST já engin sjálfsstjórn á þessu heimili. Ég heiti Erna og ég er súkkulaðiisti........
Enn snýst allt íhringi í hausnum á mér ef ég hreyfi mig of hratt þarf að hreyfa mig eins og skjaldbaka ef ég á ekki að hrynja því sem næst um koll. Ég þessi ofvirki kjúklingur þarf að stríða við mörg vandamál núna, hreyfa mig hægt, borðar of mikið nammi já aldrei má maður ekki neitt.....
Ætla að fara að vekja kallinn og bera hann inní rúm ekki óvön því haha spurning að ég fari að horfa á The Notebook sælla minninga frá því að hann bað mín.....ég keypti hana um daginn og hún er rosalega falleg og skilur mikið eftir sig sú mynd fjallar um Alzheimersjúkdóminn .... ætla að horfa á hana fljótlega
Farin að leysa mig úr læðingi og henda mér í bælið áður en ég þarf að breytast í kú......
Sjúlli kveður þreyttur svvvvoooo þreyttur......
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 23:42
Málóð betra en mállaus :)
Já ég bara hef svona margt að segja get lítið að því gert. Fór til sjúkraþjálfara í morgun það var sko ekki gott, og ég þurfti að vera á júlluhaldaranum og ég þoli ekki að vera að viðra á mér ístruna þessa dagana, reyni að hylja hana eins og ég get en neyðist til að viðra hana þessa daga sem ég fer til sjúkraþjálfara sem er ALLA daga í einhvern tíma haha...
Hún nuddaði mig það var gott, hún teygði mig það var vont og ég á að koma aftur í fyrramálið.
Fórum á Húsavík í morgun, komum akkúrat í hádegismat hjá pabba og hann var búinn að steikja kjötbollur í brúnni sósu *slurp* fengum nokkur blóm úr garðinum til að setja í okkar og ætluðum að kíkja á Mása en hann var ekki heima þannig að við brunuðum heim og vorum komin heim um kvöldmatarleytið enda eins gott því hér biðu mjög svangir unglingar:) Katla hjalaði og skríkti framan í afa sinn sem glennti sig allan í framan og sló alveg í gegn hjá prinsessunni.
Djö sem þessi gangbrautarmenning hér á Akureyri fer í taugarnar á mér hef reyndar rausað um það áður en ætla að gera það aftur. Maður kemst varla yfir gangbraut nema eftir að hafa beðið í einhverjar mínútur (ýkt) langan tíma samt hvort sem maður er labbandi eða á hjóli. Afhverju gerir löggan ekkert í þessu hefur auðvitað nóg annað að gera en þetta er samt verðugt verkefni sem ég skyldi taka að mér ef ég fengi að vera í löggubúning
Fallegt veður úti, logn, Eyþór og ÓSkar stórsöngvari voru að æfa inni í eldhúsi og ég hreinlega míg á mig í hvert skipti sem þeir byrja, Eyþór hummar og Óskar syngur hástöfum og næst ætla ég sko að syngja með þeim...koma trallandi inn og syngja allir krakkarnei myndi nú aldrei vilja viðra minn söng fyrir atvinnusöngvara því ég var REKIN úr kór í framhaldsskóla og mér finnst það fyndið. Núna syng ég samt hástöfum fyrir Kötlu hinar ýmsustu barnagælur og svo skil ég ekkert afhverju barnið er órólegt *hóst* jaha .....löng í mér leiðslan.
Afhverju fær maður stundum svona löngun til að tuða og tuða hægri vinstri, er það af því að ég fæ ekki að tala nóg heima hjá mér, eða er það vegna þess að ég er með vírus í talfærunum, eða er það vegna þess að ég held að allt sem ég segi sé mjög viturt....ég veit ekki en allavega ég fæ stundum svona ofvirkni í raddböndin eða réttara sagt puttana....merkilegt.
Ætla að fara að velta þessu fyrir mér og íhuga málið því þetta er mjög merkilegt og ég efast ekki um að ég kemst að mjög vísindalegri niðurstöðu
Sjúlli kveður ruglaðri en áður
20.6.2007 | 17:50
Ferliþjónusta svokölluð
Hlýt að vera með einhverja hormónabrenglun þessa dagana því ég er alltaf NÆSTUM farin að gráta út af einu og öðru. Núna eru það fatlaðir sem ég græt NÆSTUM yfir.
Þannig er að hér í bæ er starfandi svokölluð ferliþjónustu, sem felur í sér hvíta og græna rútubíla sem sjá um að flytja fatlaða einstaklinga á milli staða hvort sem það er í sjúkraþjálfun, vinnu, klippingu eða bara hvað sem þeir þurfa að fara. Þjónusta sem þarf að panta deginum áður minnir mig og er mjög góð þjónusta nú kemur EN....í gær var ég að koma frá lækni og sé að það er ferlibíll við dyrnar að koma með einstakling sem var mjög fjölfatlaður virtist vera en bílstjórinn s.s. keyrðu honum inn, á mikilli ferð, smellti hjólastólnum í bremsu og fór. Ég hafði mest á tilfinnningunni að þetta væri pakki og reyndar held ég að ef þetta hefði verið pakki þá hefði verið farið með hann alla leið. En s.s. greinilega átti einhver úr sjúkraþjálfuninni að koma og sækja konugreyið sem sat í hjólastólnum. Mér hefði nú fundist bílstjórinn hefði getað kvatt eða bara klappað á öxlina en nei pakkanum var grýtt frá sér og svo rokið af stað.....
Annað sem ég sá í gærkvöldi þegar ég fór upp í 10-11 var unglingsstrákur eitthvað á aldur við Brynju greinilega eitthvað skertur sem var á undan mér í röðinni. Hann var ferlega hress við þann sem var að afgreiða en afgreiðslustrákurinn lét sem hann sæi hann ekki og reyndar kom fram við hann eins og hann væri "hálfviti" hefði gefið strákgreyinu svo mikið ef hefði bara verið djókað aðeins tilbaka...langaði til að gráta.....
Svo er verið að gagnrýna það að foreldrar hafi það val að láta eyða fóstri ef það er með Down´s heilkenni sem er kannski ekki mikil fötlun en fötlun samt. Vildi ég láta koma fram svona við fatlað barn mitt hvort sem það væri með Down´s eða einhverja aðra fötlun, held ekki. Ég fór sjálf í svona test með Down´s og ég hugsaði alltaf að EF það kæmi í ljós að barnið mitt væri með heilkennið myndi ég vilja fóstureyðingu en það er ekki af sjálfselsku heldur því að ég elska barnið mitt meira en það að ég vilji að það hljóti svona framkomu. Vona að ég verði ekki misskilin........Ég hef séð framkomu mjög margra gagnvart fötluðum og sú framkoma er oft á tíðum hreinn rasismi, auðvitað vil ég fyrst og fremst breyta hugsunarhætti hjá fólki en þegar það er meira en að segja það þá vil ég leyfa þessar rannsóknir og leyfa fólki að hafa þetta val.
Vildi að hægt væri að snúa þessu við og láta þá fötluðu koma fram við okkur heilbrigða fólki eins og við komum fram við þá. Yrði nú líklega allsherjar neyðarástand í heiminum......Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og koma fram við hvern annan af virðingu hvort sem þeir eru fatlaðir, mállausir, heyrnarlausir, útlendingar, samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir og allt það sem ég gleymdi að telja upp líka.
Sjúlli kveður í þungum þönkum og með grátandi hjarta........
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 14:34
Bleikt er málið
Já allir í bleikt í dag. Ætlaði nú svo sannarlega að vera bleik í dag en þegar ég ætlaði nú í alla bolina mína bleiku (ætlaði reyndar bara í einn) en þá voru þeir allir skítugir skal segja ykkur það. Katla er í bleiku bara í staðinn og munar ekkert um bleikt á þeim bænum, samfella, sokkabuxur og peysa haha.....reddar þessu fyrir mömmuna.
Fór til Dr. Hálfdánar í morgun og lét hann mig gera hin furðulegustu test til að fyrirbyggja eitt og annað en það kom nú bara í ljós það sem ég vissi að ég er með vöðvabólgu út um allt meira að segja í tánum...haha hver bíður sig fram í tásunudd En án gríns þá varla þori ég að vera ein með Kötlu því mig svimar svo ferlega og jafnvægið er eiginlega ekkert. Datt oná hana í nótt þegar ég var að reisa mig upp því það fór allt á fullt. Minnir óneitanlega á þá gömlu daga þegar maður var ofurölvi þá hringsnerist allt, er allavega minnt allhressilega á það núna afhverju ég ákvað að hætta að drekka, tek það fram þetta var samt ekki vandamál hjá mér
Eyþór er virkur ekki alki bara virkur með græna putta. Finnst svo gaman að vera í fríi að hann slær garðinn á hverjum degi. Garðurinn fer að verða eins og grænmetisgarður ekkert gras bara mold Kom inn áðan svo haugdrullugur en hamingjan skein úr andlitinu á honum, eins og lítill strákur að koma úr sandkassanum...svo mikið rassagat
Hann og Pétur á efri hæðinni voru að þökuleggja í gær svaðalega duglegir og dröslast með steina fram og tilbaka og svo næst er að finna villt blóm til að setja í brekkuna okkar.
Ég er að spá í að fara að labba mér eitthvað út og reyna að liðka mig, líður best eftir að hafa gengið og hreyft mig, þarf hægt og rólega að fara að koma mér af stað í það með sjúkraþjálfuninni en þetta er bara orðinn alger vítahringur, get ekki hreyft mig fyrir verkjum, en þarf samt að hreyfa mig. Byrja rólega að labba þangað til ég kems í þjálfun en þá verður skrattinn laus. Erum að fara á Krókinn um næstu helgi, Brynja er að keppa í fótbolta ætlum að fara á laugardeginum og sjá þá leiki sem eru þann daginn, vonandi verður bara gott veður. Ætla að fara að sinna Kötlunni.
Sjúlli kveður á leið í smur.....
17.6.2007 | 23:40
Gera þessi gleraugu mig feita!!!!!!!!!!!!!
Í guðanna bænum svarið mér hreinskilningslega veit nefnilega ekkihvort ég á að tíma að kaupa þau.....!
Ég meig næstum á mig þegar ég sá þetta.......hahhhahahahha
Sjúlli kveður ógeðslega illa uppalinn.........
17.6.2007 | 23:04
Hvað er að gerast.........
Jæja hroðaleg helgi liðin hér á Akureyri. Mikið um slagsmál og sukk. Afhverju getur fólk ekki komið saman og skemmt sér án þess að þurfa að lemja mann og annan, heldur þetta lið að það verði eitthvað merkilegri við þetta veit ekki en einhver hlýtur ástæðan að vera. Löggan hér ræst út úr sumarfríum og meira að segja fæðingarorlofi til að halda skrílnum á mottunni....þeir eiga hrós skilið blessaðir og vonandi fá þeir það. Nauðsnlegt að gefa þeim klapp á bakið blessuðum. Man að Eyþór fór einhvern tímann á stöðina gott ef það var ekki eftir versló í fyrra og bara sagði þeim að þeir hefðu staðið sig vel þeim fannst það frábært..mér líka.
Sorglegar fréttir líka sem voru um hjónin í Reyjavík sem voru algerlega afskiptalaus að því er virðist vera, konan farin að maðka og lágu í eigin dammi hvað er að ...... fólkið hafði hafnað allri þjónustu heimahjúkrunar en hvað með alla þjónustuna sem Rauði krossinn bíður upp á og eins kirkjan. Þá er ég að meina innlit sjálfboðaliða. Hvar eru ættingjarnir og aðstandendur. Mig langar að gráta hreinlega....ekki finnst mér hægt að kenna fólkinu um þrátt fyrir að þau hafi hafnað allri þjónustu....og að gamli maðurinn hafi alltaf hafa séð um konuna...ótrúlegt, á varla til orð.
17 júní í dag. Buðum Hillu, dætrum og mömmu í kaffi. Bakaði Betty köku ótrúlega magnaðar og svo gerði ég rababarapæ sem Berþór Pálsson stórvinur minn gaf mér uppskrift af:) Pétur nágranni kom líka og fékk sér kaffi og köku, voru í gær hann og Eyþór að setja niður einhver tré til að binda brekkuna okkar hér á bakvið alveg magnað. Fórum aðeins niður í bæ og löbbuðum niður að Eimskip að skoða skemmtiferðaskip sem var að koma. Rosa fínt veður.
Stelpurnar eru núna að djamma niðrí bæ með vinum sínum en það átti að vera einhver dagskrá til held ég að verða 11.
Alveg logn úti núna fallegt veður og spáir fallegu veðri allavega næstu 2 daga. Gaman að því. Ætla að fara að leggja mig og lesa.....keypti mér nýjustu bókina hans James Patterson á þær allar en þetta er held ég sú 5 og hún er mjög spennandi sakamálasaga. Að lesa svona bækur er það sem ég kemst næst því að vera lögga langar að verða lögga held ég væri æðsilega flott í löggubúningi með kylfur og læti. Finnst löggubúingur meira HOT en sjúkraliðabúningur....
Sjúlli farinn að láta sig dreyma.........