21.6.2006 | 15:31
Langt síðan síðast
Halló!
Ekki höfum við munkarnir verið dugleg við að skrifa inn á síðuna undanfarið. Vonandi lagast það. Ég kom heim á fimmtudagskvöld eftir 10 daga ferð um Austurríki og Slóveníu með Stúlknakórnum. Ferðin var frábær og gekk allt saman mjög vel. Kallinn var heldur lúinn þegar hann kom heim, enda var lítið sofið í ferðinni. Maður reyndi að fara síðastur að sofa og vakna fyrstur á morgnanna. Við sváfum svo ekkert (fararstjórarnir) síðustu nóttina, enda komum við seint á gististað og þá átti eftir að hjálpa stelpunum að pakka, pakka sjálfur, og svo undirbúa morgunmat fyrir stelpurnar. Ítarleg ferðasaga kemur síðar.
Núna erum við í sumarfríi. Við erum að dunda okkur við brúðkaupsundirbúning, en erum samt ósköp róleg í þessu. Við fóum í matarboð til sr. Óskars og Unu í gær. Fengum dýrindis grillaðan steinbít. Það var mjög gaman að heimsækja þau. Það er ekki langt fyrir okkur að heimsækja þau, tekur aðeins ca mínútu að labba.
Á mánudag ákváðum við Erna að ganga inn Glerárdal í góða veðrinu. Við hentum kókómjólk og kexi í bakpokann og rukum af stað. Ég sá einhversstaðar á netinu að leiðin væri 11 km. Mig minnti að það væri brú í dalnum og við héldum því að hringurinn væri um 11 km. Við vorum bara á strigaskóm, enda átti túrinn ekki að vera langur. En þegar við vorum búin að ganga í 1 1/2 tíma og ekkert farið að bóla á brúnni hringdum við í Ingvar Teitsson, ferðafélagsfrömuð. Ég var nú ekki viss hvar við vorum og gaf honum upp vitlausa staðsetningu. Hann sagði okkur hvar brúin var og við ákváðum að snúa við þar sem við áttum talsverðan spöl eftir í hana. Ég sá svo á leiðinni til baka að við vorum kominn mun lengra inn dalinn en ég hafði sagt Ingvari. Eftir að hafa skoðað kort þegar heim kom, sáum við að við höfðum gengið 18-20 km. Hringurinn er 23 km, ekki 11 eins og við héldum. Við vorum nokkuð þreytt í gær. Við ætlum samt að gera aðra tilraun en í það sinn verðum við betur búin. Maður var orðinn hundblautur í lappirnar strax í byrjun ferðar. Þetta var samt mjög skemmtileg ganga. Veðrið var fínt. Því miður gerði norðanátt þegar við vorum á leið heim og fengum við alla fýluna af sorphaugunum yfir okkur. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi náttúruparadís sem Glerárdalur er, er eyðilögð með þessum líka ógeðslegu sorphaugum í mynni dalsins. Það kom okkur mjög á óvart hversu lítið fuglalíf er í dalnum. Spurning hvort spörfuglavarpið hafi misfarist í kuldakastinu um daginn. Við sáum auðvitað helling af hettumáf og sílamáf inn allan dal. Tveir hrafnar, 5 gæsir og 1 hrossagaukur urðu á vegi okkar og þá er það upp talið. Ég held að kuldakastið hafi haft mjög slæm áhrif á varp. Þegar við Ágúst Ingi fórum í veiði í Reykjadalinn um daginn, sá ég 5 dauða þúfutittlinga bara í kring um bílinn.
Jæja, ég er orðinn of duglegur, verð að leggjast í leti
Eyþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2006 | 12:44
Grasekkja:)
Kominn tími til að tjá sig eitthvað á þessari síðu, mætti halda að það væri brjálað að gera hjá manni Brynja er búin í skólanum og stóð sig rosalega vel, kláraði 7 bekk með meðaleinkunn 9.4 og var með sjö 10 sem ég segi, hefur þetta frá mér
Síðan er bara harkan sex hjá henni vaknar kl. 7.30 alla virka morgna og drífur sig á æfingu og svo yfirleitt í sund til að slaka á. Verður rosalega mikið að gera í boltanum hjá henni í júlí en þá spila þær 20 leiki með þeim sem verða spilaðir á Dana cup, ágúst verður notaður í afslöppun.
Rakel kom á laugardaginn hæstánægð með lífið og tilveruna og búin að vera í miklu stuði og fannst gott að koma "heim" ljúft að heyra, henni gekk mjög vel í skólanum líka en í Svíþjóð eru ekki gefnar einkunnir þannig að Hefur verið á fullu að leika við vinkonu sína hér þá einu sem er á Akureyri því pabbi hennar stakk af til Slóveníu með allar hinar vinkonurnar þannig að hana hlakkar mikið til á morgun þegar liðið kemur.
Karl minn er s.s úti í Slóveníu og fílar sig fínt er að vísu orðinn vel brunninn og svona en ég vildi alveg vera það líka, rjóð af sól en ekki rjóð af roki en svona er þessu misskipt. Vona bara að hann kaupi eitthvað fallegt handa mér ´
Ég hef verið að vinna dálítið auka núna síðustu daga og er það fínt, þess á milli hefur maður verið að sinna stelpunum, slást við Sólina mína og slá garðinn, þakka fyrir að ég rauk í það í gær því veðrið var fínt hérna nema frekar kalt en allavega sól.
Sólin og foreldrar buðu okkur svo í mat í gærkvöldi, sjávarréttasúpu og kalt pastasalat og var það ljúft, Sólin færði móðu sinni og Eyþóri voða fallegan hringapúða með nöfnunum okkar á og dagsetningu...RISAKNÚS fyrir það Gaman að eiga svona til minningar um þetta allt saman.
Svo hringdi Sr. Óskar áðan og var að bjóða í grill á mánudaginn ekkert smá gaman að því, þekki þau ekki svo mikið en hlakka til að kynnast þeim, hann ætlar svo að gifta okkur þann 1. júlí.
Er að verða svolítið stressuð á enn eftir að láta græja kjólinn og finna dót í skreytingar og svona en þetta kemur allt þegar ég fæ hinn helminginn heim fer allt í gang. Á enn eftir að finna kjól á Brynju erum að vísu búnar að fara og skoða og fundum rosalega flottan rauðan og þar sem henni fer engan veginn að vera í ljósu þá verður hún að vera í lit, þannig að það verður flott ef hún ákveður sig.
Jæja ætla að fara að lesa smá stund í kuldanum, ákvað í gær að lesa allar bækurnar hans Arnalds upp á nýtt og er á annarri núna, vakna nefnilega svo snemma á morgnana núna stundum kl. 5 gerði það í gær og fór og setti í vél og þvoði mér um hárið er ekki eðlileg og verð það ekki úr þessu.
Tuðari kveður og eigið góðan dag.
8.6.2006 | 20:55
Vínarborg
Hae
Ég er staddur í Vínarborg eftir langa og stranga ferd sídustu daga med Stúlknakórnum. Allt hefur samt gengid vel og héldum vid fína tónleika í gaer. Á morgun er mikid um ad vera og hápunkturinn midnaeturtónleikar í hinni stórkostlegu Peterskirche á midnaetti annad kvöld. Thad verdur án efa mikil upplifun. Á laugardag verdur svo haldid til Slóveníu.
Thid getid fylgst med ferdinni á sídu kórsins www.blog.central.is/stulknakor
Ég aetla aftur á móti ad hringja í mína heittelskudu og fara svo ad sofa.
Eythor