16.5.2007 | 22:45
Pirrrrrrr
Andskotans var búin að blogga svona eðal langt blogg og ótrúlega hnyttið og skemmtilegt en hvað það bara hvarf merkilegur andskoti.
Byrja aftur. Við hjúin fórum í dag og fjárfestum í ísskáp, þvottavél og viftu og fáum þetta á föstudag og mánudag, en svo ákváðum við að fjárfesta líka í kaffihúsi svona alvöru kaffikönnu sem malar og býr til expresso, cappocino og Swiss mokka eða maður getur gert það, Hildur og Lilja má bjóða ykkur í kaffi. Eigum eftir að læra aðeins á hana.....bara æði
Buðum Óskari, Unu og börnum í pizzu ala Eyþór og var hún bara algjör snilld, karlinn er alveg eðalkokkur, buðum þeim svo kaffi úr nýju flottu vélinni og lífrænt ræktað súkkulaði með....það stóð á hillunni lífrænt ræktað haha
Helga Björg og Binni til hamingju með soninn, en þau eignuðust son í kvöld er ekki enn búin að heyra stærðartölur en það hlýtur að koma fyrr en varir, hrúgast alveg börnin inn í fjölskylduna, 2 mánuðir á milli Kötlu og drengsins:)
Brynja brá sér á dansleik í Síðuskóla með fótboltagellum bara gaman að því vona að hún verði ekki mjög lengi þar sem mamman er frekar lúin þessa dagana.. Erum búnar að vera að dunda í fermingarundirbúningi skoða salinn, ræða við húsvörðinn, kom nú í ljós að það er bókuð fermingarveisla í salnum daginn áður líka þannig að líklega getum við ekki fengið salinn fyrr en um morguninn ekki að það er ekkert mál, verst með fermingartertuna veit ekki hvar ég á að geyma hana þvi við þurfum að taka hana á laugardaginn þar sem bakaríið er lokað á sunnudag en það reddast. Búnar að kaupa eitthvað skreytingarefni en eins og alþjóð veit er þemað bleikt og fjólublátt.
Mási bro varð 50 ára þann 14 maí sl. ef fólk er að velta fyrir sér afhverju það var flaggað, ekki fyrir forsetanum heldur Mása....ójá
Ási frændi datt í bæinn í gær var að dæma próf upp í Háskóla og náði svo að hitta familiuna aðeins hef ekki séð hann í einhver ár enda hefur kallinn verið búsettur í Danmörku....hitti hann aftur í fermingunni hennar Brynju en hann kemur þangað með dæturnar en María verður í útlöndum með vinkonum sínum að fagna 30 ára afmælinu sínu minnir mig.
Slæmur dagur búinn að vera hjá Kötlu í dag, var að byrja að gefa henni AD vítamíndropa sem hjúkkan sagði að hún yrði að fá og þeir fara svona heldur betur í magann á henni og ætla ég sko ekki að gefa henni þá aftur...ónei
Verð að koma því hér að að ég stóð öll prófin, búin að fá úr 3 og veit ég stóð það 4 þó svo að einkunn sé ekki komin, segi nú ekki annað en hjúkk
Best að fara að glápa á tv ekkert betra að gera
Sjúlli kveður þrælmontinn
14.5.2007 | 21:46
Ástvaldur með stóra typpið ég meina nefið............:)
Í kvöld var mynd á RÚV sem fjallaði um einhvern apastofn einhversstaðar langt langt út í heimi ekki grænan grun hvar þetta var en það er nú aldeilis ekki aðalmálið heldur nefið á apaskrattanum Þetta er s.s. Ástvaldur eins og hann hét í myndinni og hann var eini kallinn í 28 apaynja hóp og hann hafði stærsta nefið sem þýddi að hann var kynþroska og gerði ekkert annað allan daginn en að dunda sér með ynjunum......sældarlíf hjá þessum apa og eflaust margur mannapinn sem vildi vera hann Ástvaldur vinur minn.....SPÁIÐ í nefið hverju finnst ykkur það líkjast....hahaha ætla ekki að segja ykkur hvað ég er búin að hlægja mikið af þessum apastofni, pæliði ef maðurinn væri með svona trýni múhahahhahah Svo var annar api en hann hét Villi og var með minna trýni enda ekki kynþroska eða eitthvað........
Sjúlli kveður og finnst trýnið líkjast T...I
13.5.2007 | 16:26
kosninga og júró
Skandall, serbar unnu júró hvað er málið með það eiginlega, hætt að skilja og held að það sé meiri parturinn af okkur íslendinum sem skilur ekki neitt í þessu.
Horfði til rúmlega eitt í nótt á kosningasjónvarpið fór glöð að sofa þar sem stjórnin var fallin en þegar ég vaknaði í morgun hafði hún rétt marið þetta....hvað er að íslendingum, viljum við EKKI breytingar, viljum við hafa hlutina eins og þeir hafa verið í 16 ár. Ekki ég og þess vegna kaus ég vinstri græna og reyndar unnu þeir stórsigur hreinlega sem er bara stórkostlegt:) Við hérna á norðaustur horninu eigum núna 2 þingmenn
Fórum við Katla í mat til Hildar og co í gærkvöldi og fengum alveg eðal gamaldags kótilettur með kartöflum, fitu, grænum baunum og fleiru alveg svakalega gott og svo snakk, grænmeti og ídýfu á eftir. Bara snilld var þar til 9 en þá ákváðum við Katla að fara að fylgjast með stigagjörinni heima.
Var partý hjá Brynju hér í gær reyndar bara 2 bekkjarbræður hennar, græddi snakk þegar ég kom heim nennti ekki að horfa á stigagjöfina horfði eiginlega ekkert á keppnina þannig að mér var eiginlega alveg sama hver vann hélt samt að Úkraína myndi vinna var doldið fyndið
Við Katla skutluðum Brynju svo á æfingu kl 13 og fórum á Glerártorg að verða okkur út um vistir, keypti líka lök á rúmin hjá Brynju og Kötlu og mér nýtt peningaveski, ekki að ég eigi einhverja peninga til að geyma í því
Sótti svo Eyþór á völlinn kl 15 en hann var sem áður segir með kirkjukórinn í borginni. Erum svo að fara með Kötlu í 6 vikna skoðun (er að vísu að verða 8 vikna) á morgun kl 10 minnir mig og hlakkar mig ekki lítið til að vita hversu mikið hún er búin að lengjast og þyngjast spennandi.
Ég var rosa dugleg og skokkaði 2 km á brettinu í morgun á meðan Brynja passaði og drap svo boxpúðann í nokkrar mínútur, ætla að fara að reyna að hreyfa mig aðeins og bara stutt í einu byrja oft af svo miklum krafti og gefst svo upp en ætla sko núna að taka á því mér leið svo vel á eftir rennandi sveitt og illa lyktandi það er sko lífið. Hissa hvað þolið hjá mér er fínt hélt ég yrði alveg þollaus en ég varla blés úr nös eftir þetta damn I am good
Sjúlli kveður kófsveittur á hlaupum
12.5.2007 | 08:57
Barnaníðingsógeð
Var að lesa fréttablaðið í morgun og borða mitt eðal cherios þegar ég kem að frétt um mann á fimmtugsaldri sem dæmdur hafði verið í 6 mánaða fangelsi fyrir að eiga í vörslum sínum barnaklám á 7 þúsund ljósmyndir og á 2 hundrað hreyfimynda og mikið af þessu voru myndir af REIFABÖRNUM. Afhverju er svona erfitt að breyta lögunum sem snúa að kynferðisglæpum. Það er ekki stórmál að breyta lögum um laun í fæðingarorlofi eins og gert var ekki alls fyrir löngu sem var frábært en afhverju er þessi málaflokkur ekki tekinn fyrir.....ég meina það mig langar að gráta. Þetta er verri glæpur en morð og 6 mánuðir er bara fáránlegt...fyrir manndráp hér á landi er allt upp í 16 ár.....svona 6 mánuðir ég er ekki að ná þessu. Ég myndi drepa hvern þann sem gerði einhverjum nátengdum mér svona. Ég myndi kannski fá 8 ára dóm sitja inni 4 ár já það væri þessi virði....enn og aftur mig langar að gráta
Það er kalt hér í dag, hvasst og skítakuldi. En er að hugsa um að fara í sturtu og kjósa svo..líður eins og ógeði eftir að hafa lesið þessa frétt.....
Setjum X við V það er eina vitið
Svona í lokin þá bara vil ég hæla Jóhannesi í Bónus fyrir að vera maður sem þorir, góð auglýsing hjá honum ef ég myndi kjósa D- listann myndi ég strika yfir alla bara....hálfgerðir lubbar upp til hópa, svona til að vera viss. Jóhannes þú ert maður með viti kannski sá eini húrra fyrir pylsugerðarmanninum eða húrra fyrir Jóhannesi......þú ert snillingur
Sjúlli kveður með kökkinn í hálsinum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 22:29
Júró skúró
Helv....út á hvað gengur þessi fjandans keppni eiginlega. Klíka og ekkert annað hef held ég aldrei séð eins svakalega mikið af leiðinlegum lögum og í þessari keppni núna og þvílíkur skandall að Eiki flotti komst ekki áfram. Ég sem fékk gæsahúð og verk í júllurnar þegar ég hlustaði á lagið......ætla ekki að horfa á laugardagskvöldið....bara nenni því ekki þoli ekki þessa keppni........
Hérna var ættarmót þvi sem næst, bauð Hillu og dætrum, mömmu, Liljunni, og svo birtist Viddi mágur hér og var ég með Burritos jájá ekkert smá eðal, allir í stemmara en svo fór sem fór, Liljan brunaði á Egilsstaði eftir þessa sorglegu niðurstöðu og býst ég fastlega við að hún þurfi að stoppa stöku sinnum hreinlega til að þerra tárin, já svona getur júró verið ömurlegt, vil bara að við íslendingar hættum að taka þátt þar sem það er fyrirfram ákveðið hver vinnur þetta helv.....ég er svekkt engum blöðum um það að fletta.
Sjúlli kveður með tár á hvarmi
9.5.2007 | 19:03
Búin
Þvílík sæla, þvílík gleði, þvílíkt dásamlegt ég er búin í prófunum. Ætla ekki að lýsa því hvað mér liður dásamlega vel. Las eiginlega ekkert fyrir sálfræðina já eða bara ekkert mætti segja, sat með einhverjar glósur og horfði á þær, gekk samt held ég alveg ágætlega en ég gef samt engar yfirlýsingar kannski hef ég fallið og það skítfallið eins og ég held ég hafi skítfallið í LOLinu jájá skeinarinn kemur að góðum notum.
Er að verða pirruð á þessum þursum sem eru í framboði nema nottlega mínu fólki. það er ekkert í sjónvarpinu nema einhverjar kosningaauglýsingar. Svona er þetta. Verð með smá júró partý hérna annaðkvöld, allir velkomnir látið bara vita í tíma:) Mamma og Lilja eru búnar að boða komu sína eru fleiri .... Eyþór neitaði að vera með aukaæfingu hjá kirkjukórnum, fórnar nú ekki Eika bleika fyrir kórinn
Munaði engu að hann og Katla yrðu hreinlega straujuð niður í dag af gamalli kerlingu á bíl sem vissi ekki alveg hvort hún ætlaði að bakka eða fara áfram, bakkaði og niður af svona stalli og hrundi ofaná á stóran og glæsilegan Volvo jeppa kerlingargreyið. Eyþór og Katla voru akkúrat að labba þarna og Eyþór sá kjelluna en eitthvað sagði honum að fara tilbaka rétt áður en þetta skeði annars líklega hefði ekki verið að spyrja að leikslokum þar sem sú gamla bakkaði á mikilli ferð. Pjúff var heldur skelkaður greyið kallinn en sem betur fer þá fór þetta betur en á horfðist. Katla sást meira að segja í fréttatímanum á stoð 2 að vísu bara í vagni en Eyþór sást:) Fræg bara
Ætla að fara að borða
Sjúlli kveður
7.5.2007 | 14:38
Skeinari til sölu
Brynja er í fjáröflun fyrir flokkinn sinn hjá Þór og fengu þær það skemmtilega hlutverk núna að selja 48 rúllur af skeinara hver. Já takk fyrir nú er um að gera að næla sér í skeinara á góðu verð, hann er alls ekki sá ódýrasti en ég meina þetta er nú fjáröflun og yfirleitt endar mamman á því að kaupa allt helv.... draslið:) En núna fjárfesti ég nú ekki í nema 24 rúllum þannig að við erum vel stödd hér á bæ ef herra Drulla kemur í heimsókn, eru ekki fleiri sem vilja vera tilbúnir á móti þeim óvætti sem hann getur verið
Eyþór tók sér frí í dag allt nema hann þarf á kóræfingu í kvöld, svo ég gæti nú lesið undir próf sem ég er að fara í á morgun og veit að ég er fallin í en ætla nú samt að reyna, hef ekkert getað lært eiginlega síðan ég átti Kötluna. Er núna í smá pásu tek tölvupásu í staðinn fyrir kúkapásu enda er ég að spara skeinarann verður eflaust full þörf á honum á morgun fyrir próf....ég veit ég er dönnuð. Hann s.s. skrapp í göngutúr núna með Kötlu í rigningunni.
Hlakka til helgarinnar, bæði kosningar, júró og ég búin í skólanum þessa önnina jibbí. Eyþór verður að vísu fyrir sunnan um næstu helgi með kirkjukórinn sinn þannig að engin júróstemming hjá honum sko hvað þá kosningastuð, var að hvetja hann til að fara og kjósa utankjörstaðar......
Ég ætla að fara að lesa fyrir LOL reyna að læra allt sem ég get aldrei, til hvers þarf ég í sjúkraliðanum að kunna eitthvað um heilataug nr XII sem heitir undirtungutaug efast um að ég þurfi að nýta mér þá þekkingu innan um allt gamla og fallega liðið mitt, skal nú segja ykkur þarð
Sjúlli kveður alveg að fara á taugum
3.5.2007 | 22:28
Maður fær nú bara bauga:)
Skal nú segja ykkur það þetta er nottlega bara hneyksli að Jón Ásgeir skyldi ekki vera alveg sýknaður hvað er málið jeddúda mía, pæliði að lenda í einelti í rúm 5 ár issssss þessir skítalubbar sem standa fyrir þessu, ég segi nú bara X Baugur:)
Minn maður Steini (kunningjanafn) var í Kastljósinu áðan alveg eðal magnaður að venju, upp fyrir Steina setja X við V á kjördag jájá skal nú segja ykkur það, svo var nú Katrín varaformaður flokksins í Meistarnum stóð sig svona glymrandi vel en kallinn vann hana samt á síðustu metrunum, setjum líka X við Katrínu.....æi setjum bara x út um allt:)
Stormaði í dag og keypti mér böns af tjull efni og nei fyrir ykkur sem haldið að ég sé að fara að sauma pungbindi á kallinn þá er það rangt, þetta er ætlað sem flugnanet fyrir glugga heimilisins þar sem svo ótrúlega skemmtilega vill til að randaflugur sumarins eru þyrlur en ekki litlar sætar randaflugur, ógeðs hlussur sem ég vil alls ekki fá inn um gluggann hjá mér. Búin að sjæna fyrir einn í stofunni og niðri hjá Brynju hún er alveg niður við blómabeð þannig að inn til hennar koma ótrúlegustu kvikindi eins og María maríubjalla, Golli geitungur og svo ekki sé minnst á Þóru þyrlu. Ætti kannski að skrifa barnabók um þessi kvikindi
Sit annars hérna ein og yfirgefin Eyþór "skrapp" í vinnuna í morgun og ég sá hann aðeins kl 20 og svo einhvern tímann í nótt þegar hann laumast inn og fer að hrjóta....heyri kannski svona meira í honum jájá
Fórum mæðgur til tannsa í dag, ég ekki farið í næstum ár og viti menn ég ekki með neitt skemmt en á að endurheimta kynni mín við hr. tannþráð Brynja fór svo líka og sama sagan þar engin skemmd, en á að kíkja til Teits tannsa til að láta endurmeta þörf á spöngum en engin skemmd en þrátt fyrir það þurfti ég samt að borga samtals 24.000 kr fyrir að segja okkur að við værum æði, ekki að það er peninganna virði....
Jæja ætla að fara að læra er að fara í próf eftir 4 daga my gad og ég er eiginlega ekkert byrjuð að læra og við erum að tala um að ég hef kannski 2 tíma á dag til að læra, my gad aftur............
Sjúlli kveður með colgate bros