Goðamót:)

Mikið hrikalega er búið að vera gaman um helginaWink Finnst svo gaman á svona fótboltamótum og þó sérstaklega Goðamótinu. Mikil spenna búin að vera hjá Brynju alla helgina og þó svo að hún sé með marbletti í andliti, og út um allan skrokk, ónýtt bak, mjöðmin í klikki, öxlin eitthvað slök og bólgur á fótum þá var það alveg þess virðiGrin Hún allavega gengur mjög líkt móðurinni núna sem er hreinlega að drepast úr grindargliðnun. En s.s. Þórsarar voru með 5 lið  4 fl a og b og svo 5 fl a, b og c og lentu þrír flokkar í fyrsta sæti s.s. gull, einn með silfur og sá síðasti s.s. Brynju flokkur með brons og svo syngjum við bara Oleoleoleole ole ole....já sanni ungmennafélagsandinn.

Var ferlega gaman nema í krossspili í gær lentu þær á móti Þrótti R og lentu í hlutkesti um hver ætti að spila um 1.- 2 sætið og unnu Þróttarar það. En okkar stelpur urðu nú líka Goðamótsmeistarar í boðhlaupi hahaha snillingar.

Langar líka að koma því á framfæri að Þórsarar sem eru besta liðið á Akureyri léku 31 leik á mótinu en töpuðu bara 1 og geri nú aðrir betur en það. Liðið hennar Brynju fór t.d. taplaust í gegnum mótið en töpuðu í hlutkesti........já hverjir eru bestir ...............ÞÓRSARAR

Komnar myndir undir Goðamót 2007

Þannig var það nú, annars er allt með kyrrum kjörum, ég lærði helling á milli leikja en hef svo aftur ekkert lært í dag, ekki alveg í formi eftir að hafa staðið svona mikið um helgina, grindin alveg að súpa seyðið af því. Marteinn fílaði öskrin og köllin í Boganum tók svona vítaspyrnurnar alveg á fullu í bumbu sem ég segi upprennandi þórsari hér á ferð.

Eyþór er búinn að vera eiginlega í fríi alla helgina rétt skotist í kirkjuna til að athuga hvort hlutirnir gangi ekki sinn vanagangGasp Annars hefur hann verið bara á Goðamóti eins og við. Erum boðin í mat til Hillu pillu og familiu á eftir, ég ætlaði að sjá um eftirrétt veit enn ekki hvað ég skal bjóða upp á, ótrúlegt en satt að ég matargatið skuli ekki vera búin að finna upp á neinu, held ég kaupi bara eitthvað úr þessuSideways

Farnar að kíkja aðeins á fermingarhluti eins og hvernig liti hún vill hafa í kerti, servettum og skreytingum, fórum í Blómaval og valdi hún fjólublátt og bleikt mjög flott. Ætlum svo á morgun að panta förðun og klippingu að ógleymdri myndatöku hjá Dagsljós en pabbi hennar og Kristín sjá um að koma henni í hana, stefnir held ég bara á að fermast í Þórsaragallanum væri vel við hæfiTounge

Búin að skrifa niður hverjum við ætlum að bjóða en það er í kringum 80-90 manns með þjálfurunum hennar og liðsfélögum, megum ekki gleyma þeimKissingstærsti og besti vinahópurinnJoyful

Ætla að fara að láta mér detta í hug einhvern eftirmat efast um að það gerist samt.......

Sjúlli kveður með marenstertu í kollinum en ekkert í höndunum


Hvaða hvaða

Kominn tími á að blogga en ekki skamma fólk svona endalaustCrying Linda mín fyrirgefðu og vertu ævinlega velkomin hingað alltaf já bara hvenær sem erLoL 

Fórum í mæðraskoðun í dag hjúin og það kom fínt út, Marteinn stækkar alveg endalaust og við vorum að spjalla um fæðinguna og svona og okkur er farið að hlakka svo til, meira segja er mig farið að hlakka til að rembast og fá verkina og allt það því jú það er Marteinn á endanum sem er svo spennandi að fáKissing

Fengum líka vagninn eða Rollsinn hann er svo flottur, í dag sóttum hann niður á Flytjanda og það kostaði ekki nema 7000 krónur að flytja hann hingað frá Hveragerði, jahérna en svona er nú Ísland í dagHappy

Bakaði hér bollur í kaffinu handa svöngu skólabarni og organistanum en hann er í fríi núna í dag og á morgun þar sem hann hefði átt að vera úti í Sverige og var búinn að verða sér út um frí en fór svo ekkert. Er nú samt nóg að gera hjá honum þar sem hann er fjarkennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar og er á fullu að útbúa efni handa því liði. Ég var rosa dugleg vaknaði kl 6 stútfull af hor og hálsbólgu og fór að læra og lærði til 11 en dengdi mér þá í sjóðheitt bað og svo í mæðraskoðunGasp

Ég naga svo á mér neglurnar þessa dagana , eftir að ég hætti að láta setja á mig neglur, þoldi ekki að sitja, þá bara tek ég neglurnar upp að olnbogum og er svo með plástra á öðrum hverjum fingri, ætla ekki að segja ykkur hvað það er sárt að pikka á lyklaborðið....mér er nær veit það.

Tengdó eru að spá í að koma um helgina, verður nóg að gera, Goðamót hjá Brynju og er spennan strax farin að hrjá hana, alveg á límingunum. Mér finnst sjálfri rosalega gaman að horfa á stelpurnar spila og vona að ég verði bara hress svo ég geti séð einhverja leiki kannski ekki alla en einhverja.

Bolludagurinn í dag, ætla að hafa kjötfarsbollur í kvöld og kál, fitu og böppur, slurp eðal góður matur og svo auðvitað sprengidagurinn á morgun......þarf nú ekkert að borða til að springa..hahahah

Júró má nú ekki gleyma að minnast á það þvílíkt flott lag sem vann hann Eiríkur er bara flottur, kemur fast á hæla Bubba í flottheitum.....rosi......sem minnir mig á að ljósan mín sagði að við mættum hafa tónlist með okkur sem okkur þætti þægileg og ég hugsa að Bubbi kóngur fari með mér, er ekki alveg að fíla svona slökunartónlist verð svolítið pirruð af að hlusta á hanaGasp

Eyþór var með tónleika á laugardag og komu bara nokkuð margir eða um 100 manns er svo að fara suður í byrjun mars og ætlar að vera með tónleika þar, og ef eitthvað gerist í mínum stóra malla þá er hann ekki svo lengi að bruna norðurJoyful en það þarf ekkert að hafa áhyggjur af því....kallinn kom svo líka og færði kjellunni þennan fallega blómavönd á konudaginn, en ég verð að viðurkenna að matinn eldaði ég sjálf nema hann gerði sósuna........haha tekinn þarna kallinn

Hætt að bulla

Sjúlli kveður sjúklega horaðurW00t


Bítur????

Hellings heimsóknir á síðuna en bara 1-2 manneskjur sem kvitta......hvað er málið haldiði að þið verðið bitin eða......lágmarks kurteisi að kvitta.......

Sjúlli kveður ....frekar pirraður


Minning um Jóa

Í dag held ég orgeltónleika með allskyns lögum á efnisskránni.  Þetta eru óskalagatónleikar og mun ég spila allt frá diskói til barokktónlistar.  Eitt lagið valdi ég sjálfur, það er gamla góða Stairway to heaven, en það spila ég í minningu míns gamla, góða vinar, Jóa á Kleifum, en í gær voru 20 ár síðan þessi magnaði rokkáhugamaður dó, aðeins 14 ára gamall. 

Ég rifjaði dauða hans upp í gær, en hann var svolítið dularfullur og í raun kom aldrei nein skýring á því hvað gerðist.  Hann dó á heimavistinni sem við vorum á.  Ekki var til neitt sem heitir áfallahjálp á þessum tíma og ég veit að margir vina hans áttu mjög erfitt í langan tíma á eftir og sumir hafa eflaust ekki enn talað um málið.  Krakkarnir voru bara sendir heim, komu svo í skólann viku seinna og í raun ekkert meira gert.  Herbergið sem hann dó í var læst og þorði maður varla að labba fram hjá því mánuðum saman eftir það.  Dauði Jóa var aldrei ræddur nema í fárra manna hópi inni á herbergi á kvöldin.

Ég er ekki að segja að skólayfirvöld hefðu átt að standa öðruvísi að málum, ég held að á þessum tíma hafi í raun áfallahjálp ekki verið til.  A.m.k. held ég að það hafi ekki komið krafa um hana frá foreldrum. 

Farinn að æfa lagið hans Jóa


Mikið fegin:)

Haldiði ekki bara að karlinn minn sé hættur við að fara út og ætlar að fara frekar út í apríl, varð mikið fegin þegar hann sagði mér þetta í gær...búið að veltast mikið í honum hvort hann eigi nú að fara og svo bara ákvað hann að sleppa þvíLoLBara fegin......Vill bara hafa hann hjá mér núna þessar síðustu vikur...

Brynja er að renna sér í borg bleytunnar í dag að keppa í fótbolta íslandsmót innanhúss og kemur aftur seint á laugardagskvöld, síðan er það bara Goðamótið helgina á eftir þannig að það er brjálað að gera og minnkar ekki, er búin að vera svolítið mikið kvefuð en það er að skánaGetLost Fór út í þorp í gær að horfa á handbolta með vinkonum sínum úr Þór. Er eiginlega alltaf með stelpum orðið úr Þór eru hennar bestu vinkonur þannig séð, halda rosalega vel saman þessir fótboltakrakkar....sem er að sjálfsögðu bara gott mál. Annars var svona snyrtidagur hjá dömunni í gær, fyrst var það klipping og svo var það litun og plokkun..........Happysæta spætan:)

SVo fáum við vagninn hans Marteins í dag, erum búin að ákveða svona æfingarbúðir í keyrslu, troðum Ronaldo kettinum í bleyju, húfu og útigalla og spásserum með hann efast ekki um að hann myndi sætta sig við það haha.......

Eyþór er þétt bókaður í útvarpsviðtölum um helgina, eitt á morgun frekar en að það sé í dag og svo eitt á sunnudagsmorgun, hann er nefnilega að halda svona óskalagatónleika í kirkjunni á morgun kl 4 og fólk gat haft samband við hann og beðið um óskalag s.s. spilað á orgel ógeðslega sniðugt finnst mér og hann er að spila lög eftir Bó Halldórs, Dallaslagið og einhver fleiri og held ég bara að ég ætli að skella mér kostar 1000 kr inn en kjellan fær fríttGasp

Á bara eftir að brölta með Martein í 4 vikur og 6 daga pæliði í því já þetta líður sko hratt, fæ reglulega á nóttunni fyrirvaraverki, kófsvitna og svo bara líður það hjá og mín sofnar aftur. Var að snúa mér við í fyrrinótt og ætlaði að grípa í koddann til að svifta mér til aðeins en nei valdi hárið á aumingja Eyþóri en hann fann ekkert fyrir því...hahah hefði getað endað hárlaus kallgreyiðKissing

Lærði í 6 klukkutíma í gær ætla helst að gera það í dag líka en efast um að ég nái því, ætla aðeins að þrífa ekkert mikið enginn öskubuskuleikur í dag sko. Farið varlega um helgina................

Sjúlli kveður alveg snarrrrrruglaðurBandit

 


Hlakka til...

Enn einn miðvikudagurinn runninn upp.... finnst jólin hafa verið í gær svei mér þá, tíminn þýtur áfram. Hlakka svo agalega til að geta farið að hreyfa mig aftur, hlaupa, labba, boxa, og bara þetta allt. Finn að skrokkurinn er farinn að þurfa á því að halda.....verð á hlaupum hér um allan bæ með vaginn íha.........

Skil ekki hvaðan þessi leti kemur upp í mér sem ég þjáist af þessa dagana, finnst rosalega gaman í skólanum, vakna á morgnana með Eyþóri og Brynju og virkilega hlakka til að fara að læra en hvað ég er t.d. ekki byrjuð núna...fer alltaf einhvern skyldurúnt um netið, tjékka á peningastöðunni, mætti halda að ég búist við lottóvinningi á hverri nóttu, og eitthvað svona tómt tjón, svo loks þegar ég er reiðubúin í lærdóminn er ég orðin svo þreytt í bakinu að ég leggst inn í rúm og ætla að lesa en enda sofnandi með trýnið ofaní bókina......gengur nottlega ekki verð að fara að taka mig áGaspEkki það að ég er sko alls ekkert á eftir, frekar á undan ef eitthvað er og var það alltaf ætlunin þar sem ég kem til með að missa aðeins úr þegar ég fer að fæðaLoL

Hér eru allir að verða eitthvað kvefaðir, Brynja hundkvefuð, og við hjónin með hálsbólgu, ekkert skrýtið er búið að vera að grassera allt í kringum okkur en við hristum þetta af okkur vonandi erum nú ekki vön að verða veik þó einhver óþokki gangi allt í kringum okkur, hraustleikafólk hér á ferUndecided 

Heyrði aðeins í karli föður mínum í gær, hann var alveg hinn sperrtasti, nóg að gera hjá honum alltaf,  sem er gott miðað við að hann er hættur að vinna. Var að hugsa um að bruna inneftir en þegar hann frétti af því að barnabörnin hans þrjú hér á eyrinni væru öll kvefuð og/eða lasin þá hætti hann snarlega við, ætlaði nú ekki að fara að ná sér í slíkan skít, enda svo sem tekur hann nú lýsi og er það allra meina bót, sem er reyndar rétt man aldrei eftir að kallinn hafi verið veikur. Sveitagenin líklega og hreina loftiðLoL

Litla sól frænka mín var með yfir 40 stiga hita í gær og ofsa kvefuð og vildi bara kúra en varð mjög hýr þegar móðan hennar birtist sem er auðvitað ekkert skrýtið ég er svo mikið eðal......

Ætla hætta að rausa um akkúrat ekki neitt og leggjast inn í rúm og gera verkefni í sálfræði um hroka/frekju og kryfja það til mergjar, komst nú að því miðað við svona könnun sem ég gerði í gær að ég væri meira svona rola og það tel ég engan veginn geta staðist......verð að gera það aftur, er nefnilega alltaf sögð vera frekja og ég er alveg sátt við þaðW00tbara ekki rola............

Sjúlli kveður með rolusvip á andliti en frekjuglampa í augumW00t


Ferming á næsta leyti...

Hef reynt eftir megni að reyna að gleyma því að dóttirin á víst að fara að fermast í maí en nú er bara svo komið að ég get ekki gleymt því lengur þar sem það þarf víst að fara að undirbúa eitthvað...

Var að tala við Sigupál áðan og við erum nokkuð sammála um hlutina bara, ekki það að Brynja ræður þessu algerlega en þau feðgin voru að gera lista yfir hans fólk og Kristínar sem á að bjóða og er það um 30 manns, verður frekar pent í sniðum bara held ég kannski allt í allt 60 manns.....vel sloppið það miðað við að fjórar familiur standa að henni.

Búin að redda sal, þurfti að gera það í ágúst en veislan verður í Víðilundi í salnum þar, ágætis salur og krakkarnir geta hlaupið út í garð og leikið sér ef veður verður gott, ferming s.s. 27 maí hvítasunnudag. Marteinn verður um 2 mánaða gamall stubburinn jájá, bara næs....

Er að bíða eftir að hún komi en hún var s.s. á króknum og er á leiðinni með rútu svolítið seint en það er nú ekki eins og hún sé eitthvað smábarn krakkinnGasp Eyþór er að spila í stuðmessu með afrísku þema og hlakkaði mikið til þegar hann var að fara...ég nennti ekki að fara og sitja á þessum yndislegu bekkjum í kirkjunni...ónei fór að læra, ójá og lærði ekkert mikið en smá samtKissing

Lagðist í heitt bað áðan þegar Eyþór fór og lá lengi, verð að fara að hætta að gera þetta þegar ég er ein heima, ætlaði aldrei að komast upp úr....var eins og belja á fjórum fótum að krafsa mér upp úr, en mikið djéskoti er það samt gott alltsvo að fara í bað....vonast líka alltaf til að þetta ýti nú á Teina minn að fara að skreiðast út, er orðinn alveg nógu stór til að fara að komaKissing

Búin hjúin að kaupa vagn handa blessuðum bumbubúanum, reyndar bara svona svefnkerra en vildum það heldur en einhvern hlunka vagn, enda engin þörf á heilum vagni með burðarrúmi og öllu þegar kallinn á svona flottan dúnkerrupoka sem móðan hans gaf honum, og svo er hvort sem er sumarið að koma og vorið og allt það þannig að:) Er rosalega flottur og fáum hann á fimmtudaginn úr borg bleytunnarTounge

Þannig að þá eigum við bara eftir að redda okkur barnapíu og hókuspokusstól sem við notum nottlega ekki strax en gott að eiga, okkur langar báðum í svona gamaldags hokuspokus ekkert smá krúttlegirHalo

Jæja ætli sé ekki best að fara að setja tærnar í sokka og bruna af stað að athuga með barnið og kannski að fá sér ís í leiðinni já eða jafnvel bragðaref, ekki ónýtt það...

Heilsist ykkur ævinlega hreint

Sjúlli kveður á fjórum fótum


Þrif *hrollur*

Hvað er leiðinlegra en að þrífa........my gad held það sé ekki neitt. Þegar ég var lítil ólst ég upp við að föstudagar væru þrifdagar, öllu rústað og þrifið og skúrað, fannst þetta alltaf ömurlegt, að þurfa að taka til í herberginu mínu...hræðilegt. Svo hef ég tekið þennan skemmtilega sið með mér þegar ég fór sjálf að búa að þrífa á föstudögum......núna er það orðið svo að mig langar ekki að vakna á föstudögum af því að það er þrifdagur....vildi ég hefði butler í minni þjónustu til að þrífa.......

En þar sem mér er mjög illa við skít þá verður þetta að gerast og sem betur fer þá er alveg heil vika í næstu þrif....sem ég kem varla til með að gera því ég nánast skreið hér um gólfið með bumbuna ja eiginlega skúraði ég með bumbunni á köflum, var frekar sorglegt að sjá...en húrra að þrifin eru búin á þessum föstudegi....................

Ætla næst að þrífa skítugan þvott......mér líður eins og Öskubusku.

Þar til næst

Sjúlli kveður á leið í öskustónna...W00t


Frost er úti

Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð eða hvað....allavega ógeðslega kalt, frýs kannski ekki í æðunum en hvað veit maður svosem...Grin Er að læra og gengur svona ljómandi ekki neitt og þá leitar maður á náðir bloggsins til að geta fengið útrás fyrir bullið í sér, ekki það að ég bulla mjög sjaldan bara eiginlega aldreiGasp 

Ætla að hafa mig út í þennan mikla kulda á eftir og kíkja á hana Sollu vinkonu mína.....athuga hvernig familian hafi það en þar er RS vírusinn hinn skemmtilegi búinn að vera á sveimi og litla Agla verið á sjúkrahúsi í einhverja daga. Erfiðasta sem ég held að ég gæti lent í og það er að vera með nokkurra mánaða barnið mitt á sjúkrahúsi mikið veikt....mægad.Frown

Fórum hjúin í fyrradag og fjárfestum í kommóðu handa Marteini og Eyþór var svo heillengi í gær að setja hana saman, og raða í hana fötum og dóti. Gaman að því, þannig að nú eigum við eftir að nálgast einhvern vagn en höfum nú ekkert reynt af neinu ráði. Kemur að því.

Dreymdi draum í fyrrinótt og hann var á þá leið að ég var að fæða og ég fæddi 3 drengi, einn var 4 merkur, einn var 10 merkur og einn 16 merkur, hvað merkir þetta, kannski geng ég með strák s.s. Martein, eða ég eignast 3.....það væri nú fyndið..........Fæðingin gekk hratt fyrir sig man ég....held þetta sé fyrir góðu bara, sá aldrei neitt blóð eða neitt...... Stundum er fólk skrýtið en ég er það eiginlega alltaf...

Farin að kvíða því að kallinn fari út, get ekki hugsað þá hugsun til enda að hann sé ekki viðstaddur, en þetta verður víst að gerast, og Hilla systir verður í startholunum og bjargar málunum ef hann verður ekki heima, já og svo að ógleymdri Brynju Dögg sem ætlar að taka þátt í partýinu, fyndið Hildur tók eiginlega á móti Brynju og klippti á naflastrenginn og svona og svo núna verða þær kannski saman í því að taka á móti þessu kríli...jahérna og allt það.Gasp Vildi ég sæi svona fram í tímann þannig að þetta væri bara pottþétt, fúlt ef að hann væri rétt farinn í loftið til Sweden þegar ég færi af stað, hringdi svo í hann rétt þegar hann væri lentur og segði honum að hann væri búinn að eignast þrjá drengi....haha væri svo búin að skíra og allt bara þegar hann kæmi heim og málið dautt.

Er að dunda mér að gramsast á netinu að leita mér að fartölvu, langar svakalega í svona litla pjöllufartölvu eins og Vala Matt var alltaf með í TV hægt að fá þær bleikar og hvítar, yrði ekkert smá beib með bleika fartölvu sitjandi með barnavagn niður á Bláu könnunni...jeddúda sé mig alveg í anda...Grin sólgleraugu fyrir öllu andlitinu og agalegt beib....með bótox í öllum hrukkum og alveg eins og Hollostjarna....*fliss* jamm er geðveik en hver er það ekkiJoyful

Langar að borða en hef ekki lyst, merkilegt ÉG HVALURINN hef ekki lyst, og málið er hvað, ég sem er búin að borða eins og ég sé með hundrað börn í vömbinni en svo núna bara nei takk ómöglega, ekki það að þetta mátti nú alveg taka enda, samt vantar mig töluvert upp á að þyngjast eins mikið og þegar ég gekk með Brynju en þá þyngdist ég um 25 kg var að vísu varla neitt neitt þegar ég varð ólétt.....lífið er unaðslegt, finnst þetta svo fínt.........þegár ég verð búin að eiga slettist þetta af mér eins og ekkert séLoL Alltsvo ef ég verð dugleg.....

Jæja ætla að fara að yla bílkvikindið áður en ég fer út, vil ekki frjósa, gæti farið að sleikja staura eins og Ragnhildur Sól litla frænka mín gerði um daginn, ákvað í leikskólanum að bragða á ljósastaur í 15 stiga frosti og hún festist haha ljótt að hlægja að þessu en held að allir þurfi að prófa þetta á vissum aldri, en litli harðjaxlinn reif sig lausa og skildi hálfa tunguna eftir eða smá hluta af henni allavegaLoLBara snillingur

 

Sjúlli kveður á leið að sleikja ljósastauraW00t

 

 

 


Allt í rólegri kantinum.......

Sem betur fer segi ég bara er handboltanum nú lokið, fékk síðasta hjartastoppið í gær í leik Þjóðverja og helv....Póllands en auðvitað unnu mínir menn þetta, áfram Germany svo maður þykist nú vera snjall í hinum erlendu skrifumDevil

Allt sæmilegt að frétta héðan úr Munkanum, allir nokkuð spakir bara eða þannig, annars hef ég verið eins og jójó með familinu til skiptis til læknis, fyrst með köttinn hann Snúð sem reyndist vera með barkabólgu karlgreyið, búinn að horfa á mig sorgaraugum í marga daga og ég ekki fattað neitt, en svo opnuðust augu mín....BlushBrynju fyrst til heimilislæknis vegna sýkingar í auga sem er reyndar búin að vera í einhverja 2 mánuði en móðirin alltaf sagt já þetta batnar....týpískur heilbrigðisstarfsmaður, svo varð Ronaldo minn s.s. hinn kötturinn hálfmeðvitundarlaus einn daginn gat varla gengið og ég veit ekki hvað og hvað, held hann hafi lent í einhverju er allavega skárri án læknisheimsóknar enn sem komið er, og svo eiginmaðurinn fékk sýkingu í löpp og þurfti sýklalyf og svo enn dóttirin til bæklunarlæknis vegna beinvaxtar á fæti sem hann ætlar að reyna að leysa með innleggjum til að byrja með....ÉG stend bara nokkuð gleið og líður sæmilega miðað við aldur og stóra vömb....og já það að geta varla drifið upp um mig brækurnar...Lilja ég meina það ég er 34 ára en líður eins og 84 áraGrin Spurning um heimahjúkrun...haha til aðstoðar við klósettferðir damn......

Er löt við að læra, lærði að vísu nokkuð vel um helgina nýtti tímann þegar ég var ein heima á laugardagskvöldið, Brynja á Hrafnagili og Eyþór að djamma með Pétri lækni...Lærði alveg stanslaust eiginlega í eina 3 tíma. Ekkert eiginlega síðan þá en ætlaði einmitt núna að fara að læra en hvað, ja auðséð að ég er ekki að læraSick

Vona að Marteinn fari að koma er orðin þreytt á bumbunni minn, lá við að ég kveikti í henni í gær, var að gera jafning og hún lá oná hellunni næstum því, mátti þakka fyrir að grilla ekki Martein...áttaði mig ekki alveg á hversu útstandandi hún er.....haha er alltaf með matarklessur ofaná henni....lífið er ljúft jájá.

Eyþór vinnur bara eins og andskotinn og hefur samt ekki undan að gera það sem hann þarf að gera, sér ekki fram á að geta farið út í feb vegna tímaleysis við að æfa sig, alltaf eitthvað sem liggur fyrir. En spurning hvað verður.......

Ætla að fara að læra Sálfræði ekki veitir af, allir hálf klikk í fjölskyldunni...

Bið ykkur vel að lifa, hagið ykkur vel,

Sjúlli kveður með allt á hælunumShocking


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband