Gleðileg jólin

Jólin komin og farin.  Ekki að ég hafi búist við því að þau yrðu endalaus en þau líða alltaf verulega hratt. Höfðum það mjög huggulegt hér um jólin, Hilla, Guðmundur og dætur komu í skötu á Þorláksmessu og Hilla og dætur komu svo í hádeginu á aðfangadag í  möndlugraut, Rakel fékk verðlaunin Rommicub, Ragnhildur hélt því reyndar fram að hún ætti þau en svona getur nú misskilningur orðiðGasp

Dunduðum okkur svo bara við að bera út jólakortin eftir hádegi og svo að hamfletta rjúpurnar og svona...allt mjög rólegt og gott, vorum tímanlega í flestu þessi jólin. Pabbi kom svo og var hjá okkur á aðfangadagskvöld, borðuðum rjúpur og svín, Eyþór var að spila til rúmlega sjö en við borðuðum þegar hann kom. Rifum svo upp gjafirnar og allir ánægðir og glaðir með sitt. Fengum risastóra ostakörfu, með kaffi, súkkulaði og fleira gúmmulaði og  svínakjöt líka frá pabba... Bækur, pottaleppa, ilmvatn, andlitskrem, brækur, bindi, gjafabréf, utan um rúm, handáburð, fótakrem, konfekt, dúk, steikarfat, geisladisk og margt fleira. Marteinn minn fékk eina gjöf líka sem var bossakrem, nuddolía og rakakrem:) Takk allir saman:)

Hilla og fjölskylda kom svo um kvöldið og fékk sér hérna kaffi og konfekt og eftirrétt sem var Fromage ala mamma og klikkaði hann ekki hjá mér haha smá matarlímstægjur hér og þar og einhverjir fengu nú steinsmugu eftir að hafa borðað hann nefni engin nöfn þeir taka það til sín sem vilja.

Síðan hafa dagarnir bara liðið í leti við sjónvarpsgláp og næs. Brynja kom svo heim í gær en pabbi og Eyþór renndu á móti Sigga Dodda inn á Öxnadalsheiði. Hún fékk svo mikið í gjafir bæði hér og þar að hún kom með fulla ferðatösku af gjöfum, fór með margar gjafir héðan en átti samt 8 gjafir óuppteknar hér....enda standa 4 fjölskyldur að henni þannig að það er kannski ekki skrýtið:)

Jæja ætla að fara að spjalla við stóru systir en hún er hér í heimsókn er að fara að vinna seinnipartinn....

Hafið það sem best

Sjúlli kveður í sykursjokki


Rokrassgat

Það er ekki hægt að mótmæla því að nú er hvasst úti. Hvín hér í öllu eins og vindinum sé borgað fyrir að smjúga allsstaðar í allar rifur......pjúff. Vaknaði við þennan hvin kl 5 og var alls ekki sátt lá samt lengi í rúminu og beið eftir að grenitréð mitt myndi koma inn um gluggann. Drullaðist svo á fætur rúmlega 6 og setti í eina þvottávél og braut saman úr öðrum 3 sem höfðu verið látnar bíða, var að vona að þetta færi í skápana af sjálfu sér, það klikkaði.

Búin að hanga í tölvunni núna í um klst hef auðvitað ekkert annað að gera, Eyþór sefur og nær vonandi að sofa bara lengi, Rakel sefur líkaWinkMarteinn og ég vökum bara og ræðum málin, verður að vera allt á tæru. Er farin að labba eins og mörgæs kjaga um allt, fæ slæma verki niður í lífbein, svona er lífið bara.

Fór með Hildunum mínum þremur á torgið í gær, sáum kórana hans Eyþórs syngja, Ragnhildur var fan númer 1. Varð fúl þegar við vildum fara, gaf sig ekki fyrr en ég lofaði pullu með tómat og sinnepGrin Þegar hún var svo búin að gúlla í sig nokkrum bitum vildi hún fara heim að bursta tennurnar, sósan var heldur sterk og angraði hana eitthvað ......hún er alger snillingur, söng jólalög hástöfum á meðan ég var að reyna að gera mig skiljanlega í lúgunni hvernig pullurnar ættu að vera, hækkaði sig ef ég bað hana að lækka, er svo þversum og það er svo fyndið...Á það til að rífa kjaft eins og togarasjómaður......eins og við mása í gær bara fyndið.....en yndisleg lítil mannvera. Brynhildur var ekki eins mikill aðdáandi hún grét bara, fannst fólkið bara ekkert geta sungið. Kom gömul kona til mín og spurði hvaða kór þetta væri og ég tjáði þessari öldruðu frú að þetta væri kór Akureyrarkirkju, fór sú gamla þá að syngja hástöfum ohhhh ohhhh ohhh Gloría með kórnum og dilla sér, mæ gad bara fyndið sló Ragnhildi við í aðdáendatöfrum.

Var rosa þreytt í gærkvöldi og við bæði hjónin, Eyþór lagði sig að vísu dálítla stund í stofunni yfir sjónvarpinu en ég skreyddist inn í rúm um 10 leytið.

Einholtsfamilian er að koma í skötukvikindi í hádeginu, hlakka til að fara að sjóða viðbjóðinn, saltfiskur fær að sigla með ......

Hætt að bulla ætla að fara að horfa á tv eða borða er jú að borða fyrir tvo má ekki gleyma því...LoL

Sjúlli kveður og kjagar á brautW00t

 


Óþolandi

Búin að blogga helling þegar að talvan bara svissaði yfir á einhverja allt aðra síðu og ég týndi öllu, ekki það að það var nú ekki merkilegt Wink

Er í kirkjunni hjá Eyþóri og ætla að reyna að hjálpa honum eitthvað við að ljósrita en eins og sést hér þá er nú ekki mikið gagn af mér...vorum bæði vöknuð kl 5 hann fór að vinna og ég að lesa og dröslaðist svo á lappir um 7.30 þar sem Brynja var að fara á krókinn. Skutlaði henni niður í rútu og kom svo hingað í kirkjuna.

Allt ready fyrir jólin á okkar heimili nema á eftir að kaupa smá gjöf handa karlinum frá stelpunum og er meira að segja búin að ákveða hvað það á að vera en á bara eftir að fjárfesta í því og fá gámabíl til að flytja það heim hahahhaha. Skreyttum jólatréð í gærkvöldi og gerðum piparkökuhús haha sem varð svolítið spes en allt í lagi bara held ég, kemur allavega til með að bragðast ágætlega þegar ég fer í það að narta í það....

Svaka hvasst hérna og þegar ég var að skoða jólaskreytingar í morgun þá fuku þær fram og tilbaka og allstaðar voru bæjarstarfsmenn að reyna að höndla bæjarskreytingarnar. Þoli ekki að það skuli ekki bara vera almennilegur vetur og frost, en eins og ég hef tjáð mig um áður þá ræð ég engu um þetta.

Finnst alltaf erfitt þegar Brynja er að fara á þessum árstíma á krókinn, en hlakka mikið til um næstu jól því þá hef ég bæði hana og Martein Sparktein og auðvitað Rakel litla pönkaraLoL Orðin svarthærð stelpan með lokk í andlitinu og töluvert öðruvísi útlits en hún var síðast þegar hún var hjá okkur, en þetta er bara svona eitt tímabil sem hún gengur í gegn um. Man nú að þegar ég var á aldur við hana að ég litaði hárið svart eða það átti að verða svart en varð grænt...og ég þurfti að lita það oft til að ná svarta litnum svörtum. En það gekk hratt yfir það tímabil og annað að vísu ekkert skárra tók við. Göngum öll í gegnum svona breytingartímabil bara mis róttækLoL

Við Rakel eigum pantaðan tíma í klippingu kl 11.30 en ég er alls ekki að nenna því að fara en ætla nú samt að drullast er orðin frekar loðin um kollinn. Fórum í gær og versluðum skötuna og þvílík fíla af þessu greyi *æl* hlakka nú ekki beint til að fá lyktina inn í íbúðina en þetta er viss stemmari að hafa hana. Ég borða að vísu bara saltfisk en blanda pínu skötu samanvið svona til að geta sagt að ég hafi smakkað hana.

Jæja best að fara að hjálpa Eyþóri við að ljósrita helling af blöðum....

Ykkur er alveg óhætt að kvitta gestabókin bítur ekki allavega ekki svo ég viti en ef hún gerir það þá endilega látið mig vita:)

Sjúlli kveður með rassinn upp í vindinnW00t


Bloggídíblogg

Rigning, hvað er málið. Getur ekki bara verið snjór og frost á þessum árstíma. Ég er ekki yfirlýst mörgæs eins og mágur minn en ég vil nú samt hafa snjóinn á veturnar og sumur þegar það eru sumur. Jeddúda mía, var búið að vera svo æðislegt veður, logn og um 10 stiga frost nei svo kom bara hevy rok í gær og rigning. Svo verða líklega bara næstum auð jól, yfirmenn veðurs hvað meiniði eiginlega með þessu? Jæja veðraböggið búið best að snúa sér að öðru.

Eru ekki jólin komin út yfir allt skynsamlegt án gríns, ég varla fer í búð án þess að mér sé hreinlega hrint til of frá og má þakka fyrir að halda því sem ég hef náð að setja krumlurnar í. Ég fer alltaf yfir um jólin passar ágætlega fyrir marga núna...ekki mig ég er eins og Salli á súkkunni ( kall á Hú sem keyrði alltaf í fyrsta gír en samt með bensínið í botni og átti súkkujeppa) s.s. hann var alltaf að flýta sér en líklega hægt baraGrin 

 

Eyþór litli vinnur enn eins og hann sé eini organistinn í heiminum. Hátíð fjölskyldunnar s.s. jólin, hefur borið frekar lítið á því í þessum jólaundirbúningi að við séum fjölskylda, nema jú ég og stelpurnar þar sem hann vinnur mikið og það í kirkjunni sem talar um að þetta sé hátíð ljóss og friðar og fjölskyldunnar...*hóst* hef ekki alveg orðið var við þetta.....Aldrei verið svona slæmt hjá kallinum áður allavega ekki síðan við byrjuðum að eyða þessum tíma saman. Enda er þreytan og heilsan farin að segja til sín. Er alls ekki að kvarta mín vegna, leiðinlegra hans vegna og stelpnanna. En vona að þetta verði öðruvísi að ári. Rakel sagði í gærkvöldi að hann yrði á aðfangadagskvöld eins og auglýsingin þar sem maðurinn sofnar ofaní diskinn sinn, eða konan sem situr við borðið og dreymir að hún sé á kassa, nema hann spilar á rjúpurnarCrying Best að hætta að kvarta.

Fórum og fjárfestum í tignarlegasta Normannsþin á sunnudagskvöldið upp í Kjarna og stelpurnar drösluðu því svo í skottið fyrir bumbunaWink Fórum svo í indælis hangikjötsveislu til Einholtsbúa, klikkar aldrei hangikjetið enda var mikið etið enda frúin að borða fyrir tvo, aldeilis veisla hjá Marteini næstu daganaTounge enda stækkar hann og sparkar og er bara allt eins og það á að vera. Finnst verkirnir vera farnir að minnka, líklega vegna vinnuhvíldar. Gott mál það.

Við hjónin græjuðum gardínurnar á milli hlaupa hjá Eyþóri, hann henti upp festingunum og kellingin saumaði og svo settum við þetta í sameiningu upp og kemur bara ágætlega út, mikill kostur að vera búin að fá gardínur fyrir stofuna. Setti síðan upp pínu jólaskraut í gær og meira fer á eftir á samt ekki mikið skraut var að fatta þaðGrin

Þessa dagana eru frjálsir dagar í Brekkuskóla, í gær var farið upp í fjall á bretti eða skíði, skildi svo ekkert í því að Brynja átti að koma heim um kl 13 en kl 14:30 kom hún inn og það hreinlega rauk úr eyrunum á henni þá hafði rútan verið föst í fjallinu vegna hálku í 1 1/2 tíma og það í miðju fjallinu og bílstjórinn að fara á límingum af stressi og gólaði á krakka að þegja og hvort þau vildi drepast þarna. Ekki alveg í jafnvægi yfir þessu konugreyið en kannski skiljanlega en maður reynir nú kannski frekar að peppa börnin upp frekar en að hræða þau.Shocking

Rakel fékk svo að fara með vinkonum sínum í skólann í dag og átti að spila og fara á kaffihús og fleira skemmtilegt og síðan á morgun eru litlujólin og þá komið frí til 4 jan. Brynja fer svo til pabba síns 21 des s.s. á fimmtudag og kemur á jóladags seinnipart ef veður leyfir. Ætlar að demba sér í messu á annan í jólum með frænku sína Sól og svo á jólaball á eftir í safnaðarheimilinu gaman að því, aldrei að vita nema Rakel skelli sér meðSmile

Best að láta gott heita í þessu bloggbulli núna og fara að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera, er búin að vera að dunda mér við að glugga í lífefnisfræði til upprifjunar þar sem ég fer í hana eftir áramótin en ætla ekki að glugga meira í hana núnaPinch

Farið varlega og passið ykkur á hálkunni.....

Sjúlli kveður í fyrsta gír


Bara gaman

8 dagar til jóla, já börnin mín drífið ykkur nú að gera þar sem þarf, óþarfi að vera á síðasta snúningiJoyfulsegi nú svona.

Við steppurnar fórum í bæinn í gærkvöldi og kláruðum eiginlega restina af jólagjöfunum eigum núna bara eftir eins og eina eða eitthvaðGasp tylltum okkur svo niður á kaffitorgi og fengum okkur heitt kakó..bara gott var frekar kalt í gærkvöldi þannig að það var ágætt. Kíktum svo til Hillu aðeins og fórum svo í jólaljósarúnt, komum við á vídeóleigu og svo heim bara að glápaHappy

Rakel er núna að horfa á videó en Brynja er farin upp í fjall að prófa nýja brettið sem við afhentum henni í gær við mikla gleði. Gamla brettið var orðið svo skelfilegt að við ákváðum að splæsa í nýtt bretti handa henni og skó við þetta allt saman. Ég rölti mér niður í kirkju í morgun í þvílíkt fallegu veðri til að sækja bílinn og ætlaði að skutla henni en þá var Pétur á efri hæðinni að fara þannig að hann tók hana meðGrin Ætla svo að fara að dunda mér að fara að sauma gardínur og svona en Eyþór ætlar að reyna að henda upp festingunum á morgun hann á frí fram að hádegi......alveg fram að hádegi tökum eftir, hann kom heim að ganga hálfeitt í nótt og var þá búinn að vera í kirkjunni síðan kl 8 um morguninn með 2 tíma stoppi hérna heima um miðjan dag....það voru tónleikar með Regínu Ósk og stúlknakórnum í gærkvöldi þannig að það er ekki slappað af.

Hugsa að við verðum öll familian fegin að vissu leyti þegar jóladagurinn er liðinn því mig minnir að þá fari þetta nu eitthvað minnkandi framyfir áramótin. Brynja spurði í gær hvar hann væri eiginlega en þá hafði hún ekkert séð hann allan daginn og sá hann bara í 10 mín í gærkvöldi og ekkert eiginlega alla dagana þar á undan þar sem hún var farin í skólann þegar hann fór af stað og hún svo farin að sofa þegar hann kom heim. Ekki beint fjölskylduvænt, vorkenni honum samt mest auðvitað þar sem hann er liggur við hættur að sofa fyrir stressi.......agalegur tími en hann líður.

Hérna er 10 gráðu frost en flott veður algert logn, en mjög kalt. Það liggur þoka yfir pollinum og það er klaki á honum líka.....rómó veður sem ég nýt bara ein. Ætlum að fara stelpurnar og velja okkur jólatré nenni ekki að lenda í því að vera á síðustu stundu og fá einhver tré sem enginn annar vill þannig að Eyþór lét okkur það erfiða hlutverk í hendur að velja tré, vitum bara að það á að vera Normannsþinur. Ætlum að hvíla okkur aðeins á furunni þó svo að hún sé alveg ofsalega falleg.

Best að fara að finna sér eitthvað í gogginn, er algerlega lystarlaus þessa dagana ótrúlegt en satt miðað við það sem áður hefur verið, gleymdi að borða frá því í hádeginu í gær og þar til í gærkvöldi, enda er ég byrjuð að léttast og ekki megum við nú láta það gerastWhistling

Hafið það sem gott í jólaundirbúningnum

Sjúlli kveður með náladofa í fætinum.........djössssssssCrying


BLA

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst ekki nema nokkrir dagar síðan ég var að halda upp á afmælið hennar Brynju en svona er þetta. Vaknaði í morgun í seinna fallinu eða um 6 og fór þá á fætur, í gærmorgun var ég komin fram um 5:30 og var þá búin að vera vakandi lengi þáGasp 'Arrisul stelpa jájá. Fór til doktors í gær og fékk s.s. þetta helv vottorð, hélt að kallinn ætlaði að taka af mér lappirnar, lagði mig upp á bekk og slengdi fótunum á mér út og suður og spurði þess á milli, "vont"....neinei agalega þægilegt Pétur minn....DAH....

Tók til í Rakelar herbergi í gær og var alveg heila 3 tíma að því og á samt enn eftir að skúra og ryksuga, en ég fann nú samt það sem við hjónin héldum að við værum búin að henda og það voru gardínufestingarnar sem við vorum búin að hafa mikið fyrir að kaupa og láta svo smíða við þær fyrir okkur. En týpískt að finna þær núna þegar enginn tími er til að setja þær upp....svona getur þetta verið merkilegt, ýmislegt finnst nú í draslinuKissing

Varð súperaktív í gær og keypti einar 6 jólagjafir þannig að nú er þetta allt að smella saman, hendi pakkanum í póst í dag sem á að fara suður og svo fara hinir að fara einn af öðrum. Gaman að þessu. Brynja er í síðasta prófinu sínu í dag, en  er búin að fá út úr einu sem er náttúrufræði og fékk 10 þar...*stolt* klikkar ekki stelpan, held að engin einkunn hjá henni verði undir 9 *mont*

Best að fara að skúra og ryksuga herbergið hennar Rakelar og sjá hvað ég nenni svo að gera....hafið það sem best í dag, ljósin mín

Sjúlli kveður allur að gliðna í sundurW00t


jólin koma tralalalla

Bara 12 dagar til jóla, takk fyrir og góðan dag góðir landsmenn, rosalega líður tíminn hratt. Jólin verða búin og komið sumar áður en maður veit af...seisei jáKissing

Eyþór er eins og sjómennirnir núna það er vertíð hjá honum sem þýðir að hann kemur heim og sefur og er svo farinn aftur. Veitti nú ekki af því að fá smá frí þó ekki væri 1-2 dagar núna, orðinn algerlega útkeyrður, en svona er líf organistans á þessum árstíma. Enda yrði hann líklega bara veikur í þessa tvo daga ef hann tæki frí...gerist oft eftir svona tarnir. Hitti ÓSkar P í gær en það er einmitt tarnavinna hjá honum núna að kynna diskinn og syngja um allt, og hann var orðinn fárveikur, skrokkurinn sagði bara hingað og ekki lengra..kallagreyin...Pinch

Fór til Elísabetar ljósmóður í gær og þvílík yndisleg kona, eitthvað annað en sú sem við vorum hjá allavega allt öðruvísi en fellur okkur hjónum betur að skapi. Hún lét mig í allavega vinnustopp fram að áramótum og sjá þá til hvernig landið liggur, er líklega komin með byrjandi grindarlos þannig að eins gott að taka því rólega, ætla að fara til sjúkraþjálfara ef þetta versnar eitthvað meira en er. En ég á að hitta Pétur P doktor í fyrramálið til að fá vottorð, leiðinlegt ætlaði svo að standa mig í Hlíð en það er ekki að spyrja að þessu....Gasp

Við Brynja ætlum að rjúka í að henda upp pínu jólaskrauti  þegar hún kemur úr prófinu á eftir og jafnvel að henda pappír utan á nokkrar gjafir, ágætt að fara að klára það sem búið er að kaupa, á nú enn eftir að kaupa nokkrar gjafir en búin að ákveða samt flestar. Kláruðum öll jólakort í gærkvöldi þannig að þau fara í póst bara á næstu dögum. 

Rakel er að fara á límingunum yfir að komast á klakann hringdi í pabba sinn úr skólanum í gær, voðalega spennt:) Kemur á fimmtudaginn, þannig að það er kannski eins gott að stjúpan fari að laga aðeins til í herberginu hennar svo hún fái ekki sjokk þar sem það er allt í drasliBlushefast um að hún yrði glöð ef ég segði henni að taka til hahahaGrin

Svona gengur lífið á eyrinni í dag, Sólirnar mínar koma heim í dag en þær eru búnar að vera í Reykjavík í næstum viku þannig að ég er komin með smá fráhvarf en hlakka tilHalo

Hafið það gott fólk og farið varlega í jólastressinu, jólin koma hvort sem er hreint eða skítugt og allt það....

Sjúlli kveður með jól í sinni og gleði í hjarta


ja hvað getur maður sagt.....

Bloggsíður eru til þess að blogga á þannig að verið ekkert að undrast hvað ég er gasalega virk í blogginu. Stundum bloggar maður bara vegna leiðinda eins og ég t.d. núna er alveg hreint að deyja úr leiðindum. Eyþór fór í afmæli til Péturs Halldórs og konunnar hans og mér var nú reyndar boðið líka en nennti ekki vegna þessara blessuðu samdrátta lítið gaman að því. Og svo fór Brynja líka í afmæli til bekkjarbróður síns og ég hef enga hugmynd um hvenær hún kemur til með að skila sér...seisei já gamla konan situr ein heimaCryingen með kettina sína...fíla mig sem einhverja norn.

Hundleiðinlegt sjónvarp einhver mynd með Eddie Murphy og hún er svo leiðinleg held hún heiti "Draugahúsið" finnst RUV yfirleitt vera með alveg ömurlega leiðinlegar myndir um helgar einmitt þegar fólk kannski sest niður og gefur sér tíma til að glápa á tv en nei þá er smellt á einhverjum ævafornum eða hundleiðinlegum myndum.

Fór og fékk lánaða áðan myndina Over the hedge sömu sem gerðu hana og gerðu Shrek og er hún nú mín uppáhalds mynd ein af mörgum allavega, þannig að ég efast ekki um að þessi er góð, en ég hef ekki enn nennt að setja hana í tækið ...hangi bara í tölvunni hans Eyþór þægilegar þessar fartölvur.

Fór smá jólaljósarúnt áðan og mikið óskaplega finnst mér sumt fólk hræðilega smekklaust þegar kemur að seríum, þoli ekki þegar fólk kastar seríunum einhvernveginn utan á húsin eða í gluggana, finnst fólk jafnvel alveg eins geta sleppt því að setja ljósin upp. Sumir ofhlaða líka ekki lítið eins og ég sá í einum blokkarglugga í Skarðshlíðinni áðan í einum og sama glugganum, var sería, aðventuljós, einhverskonar ljósahringur og jólasveinn og þetta var alveg hreint svakalegtHappy En svo eru svo margir sem alveg leggja allt sitt í að hafa skreytingar smekklegar og stilhreinar, mikið af flottum skreytingum í mýrunum og svo líka njóta skreytingar sín svo miklu betur þegar er svona flottur snjór.

Lilja Hrund frænka mín er 25 ára í dag stelpan....ótrúlegt hvað allir eldast finnst nú ekki langt síðan að hún var lítill sætur stubbur....núna er hún stór sætur stubburGrinkomin með magnaðan kærasta og bara allt að brillera hjá stelpunni....magnað en til lukku með daginn Lilja mín ef þú lest þetta og vonandi skemmtirðu þér vel í dag, efast ekki um að veislan hjá henni Erlu hafi brillerað.

Brynja fór í fjallið í dag á bretti og þá auðvitað duttu festingarnar af helv.... brettinu og hún þurfti að fá einhvern til að skrúfa það saman fyrir sig en auðvitað reddaði hún því. Var í eina 3 tíma á bretti og fannst ekkert smá gaman, hef aldrei skilið hvernig hægt er að standa á þessum brettum en ætla að prófa þegar Marteinn verður kominn í heiminnShockingEyþór fór líka upp í Kjarnaskóg á gönguskíði og fór 1 hring held ég og kom heim alveg endurnærður, fyrsta skiptið sem hann kemst á gönguskiði í vetur, mig hlakkar til að geta farið aftur á gönguskíði og bara almennt að hreyfa mig get ekki beðið.

Ætla núna að fara að íhuga á horfa á myndina og bíða eftir dótturinni en það þýðir líklega ekki mikið að bíða eftir karlinum þar sem hann kemur líklega ekki fyrr en undir morgun sem er alveg bara hið besta mál.....Sleeping

Ljósin farin að blikka hérna og ætla ég rétt að vona að rafmagnið sé ekki að fara, kem ekki til með að fíla það þar sem ég er frekar mikið myrkfælin en það er allavega eitthvað óstöðugt.

Góða nótt allir saman...............Whistling

Sjúlli kveður með geðveiku glotti....W00t


Í fréttum er þetta helst

Finnst enn fáránlegt að þurfa að setja eitthvað í fyrirsögn og hananú þetta er í síðasta skipti sem ég tjái mig um þetta. Það hefur ekki mikið skeð síðan að ég skrifaði síðast sem er kannski ástæðan fyrir því að ég hef ekkert skrifað í svolítinn tíma en ég kem eflaust einhverju frá mér hér á skjáinn.

Klukkan er nún 8:10 og næstum 2 tímar síðan að ég vaknaði. Búin að borða og senda Rakel langt og mikið mail og svo ætlaði ég að fara að hendast í að baka eina sort af smákökum en ætla aðeins að bíða með það ekki lengi samt. Er vöknuð yfirleitt flesta morgna í kringum 6 og virðist það bara vera orðinn fastur tími í minni líkamsklukku en þá er Marteinn yfirleitt byrjaður að gera morgunleikfimina og ætlast greinilega til þess að móðirin hreyfi sig eitthvað líka eða ég get ekki skilið það öðruvísi.Grin ´

Fékk agalega verki í bumbuna í gær hélt hreinlega að Marteinn væri á niðurleið á meðan ég var að versla í ´Bónus var að því komin að skilja körfuna eftir með öllum matnum í og fara bara heim og hefði betur gert það bara en dröslaði þessu nú samt heim og fékk þá þessa agalegustu verki, veit ekki hvað aumingja Brynja hélt þegar ég lak inn um dyrnar. Finn enn eins og ég sé með strengi í bumbunni...fórum nú samt á tónleika fram í Laugaborg með Eyvöru Páls og þeir voru alveg æði náði samt engan veginn að njóta þeirra þar sem ég var enn með þessa líka fantaverki en góð var hún samt sem áður eins og lítil tröllastelpa.

Hugsa að ég neyðist til að fara að hætta að vinna þetta gengur ekki svona þar sem ég vinn eiignlega alla daga að vísu bara til 12 en er svo eiginlega ónýt það sem eftir er af degi....damn jæja skal hætta að vorkenna mér.....gera það bara ekki aðrirLoL

Brynja kom voðalega stolt heim úr saumum í gær og var búin að gera svo æðislegt teppi handa Marteini svona bútasaumsteppi ekkert smá flott ætla að henda inn mynd af því í dag...rosalega flottHeart Núna fer að styttast í prófin hjá henni og svo bara jólafrí. Hún verður hjá pabba sínum um jólin sem er skandall fyrir mig en auðvitað gaman fyrir hana. Pabbi minn ætlar að koma og vera í staðinn hérna hjá okkur á aðfangadagskvöld allavega en gistir samt hjá Hildi enda er hún með aukaherbergi. Þannig að þetta verður bara gaman. Kallinn s.s pabbi gaf okkur þennan fína hamborgarahrygg um daginn og svo kom Oskrar P með risastór hangilæri á beini og gaf okkur í fyrradag...ja maður sveltur ekki þessi jólin nú á ég tvöfalt af öllu kjöti þar sem ég var ´búin að kaupa bæði hangi og svínW00t

Stefnum á það að vera saman systur og fjölskyldur á áramótunum og líklega verður pápi líka...og svo á þorláksmessu verður þetta eins og venjulega skata og saltfiskur og líklega verður bara borðað hjá mér þetta árið þar sem við vorum hjá Hillu í fyrra og kominn tími á mig enda verð ég í fríi´þannig að það er ekki spurning, höfum alltaf haft möndlugraut í hádeginu á aðfangadag en erum að spá í að hafa hann bara á þorláksmessu en sjáum til.

Hérna er víst spáð þvílíkt leiðinlegu veðri í dag lítur alls ekki út fyrir það núna þar sem það er blankalogn og snjórinn hangir í stórum hlussuflyksum á trjánum og svo snjóar annaðslagið í logni bara fallegt en verður líklega ekki svona fallegt þegar líður á daginn allavega ef spáin stenst.

Farin að týna niður eitt og eitt jóladót aðallega dúka, sá annars svo fallega jóladúka í Rúmfó sem ég er að spá í að fá mér, kaupi alltaf einhverja ódýra dúka fyrir hver jól og svo hendi ég þeim bara ef eitthvað fer niður í þá sem erfitt er að ná úr....annars á ég einn svona uppáhaldsdúk sem ég fékk frá ömmu Maríu og það er svona stjarna sem er græn og rauð og með snjókalli á úr þvílíkt grófum striga en hann er einn af mínum uppáhalds og fer alltaf fyrstur upp af dúkunum....

Jæja ætla að fara að finna mér eitthvað að gera á meðan hinir sofa bara eins og steinar.....

Gangið hægt um gleðinnar dyr og bara yfirleitt þar sem það er nú frekar hált núnaShocking

Sjúlli kveður þreyttur og illa upplagðurCrying


Skal nú segja ykkur það

Já svona er þetta, eins gott að það eru til tölvur nú annars heyrði maður aldrei í kallinumTounge Brjálað að gera hjá honum er búin að hitta hann þegar hér er komið sögu og kl orðin 22:15 í 11/2 klst í dag og eins og það sé ekki nóg. Segi svona, hann er organisti segir það ekki allt sem segja þarf þegar er desember held það nú, annars hitti ég Svein allrahanda mann sem vinnur í kirkjunni og honum leist nú alls ekki á þessa vinnubrjálæði í karlinum og sagði mér að reyna að halda honum bara í rúminu og handjárna hann GRRRRRRRKissing

Annars er allt fínt að frétta fyrir utan að ég er hálfgerð grasekkja. Brynja var lasin í nótt og var því heima í morgun og við ákváðum mæðgur að baka örlítið meira en við gerðum í gær tókum tvær sortir í gær og tvær í dag og það engar smá sortir, Sörur, akrakossa, kattartungur og lakkrístoppa alveg eðal duglegar, enda jólin að smella á bráðumPouty Laufabrauðið gerðum við á föstudagskvöldið með aðstoð pabba en hann var afar liðtækur í að skera, kláruðum þetta á 1 1/2 klst 60 kökur allt klárt. Brynja kom með járnin hennar Unnar ömmu af króknum þannig að það reddaðist.

Fór upp á FSA á fimmtudag vegna mikilla samdráttarverkja sem ég var með á miðvikudag og var sett í allrahanda skoðanir, og var sagt að hvíla mig á vinnunni eða hreinlega hætta, ég er nýbyrjuð, en ég er alltaf með samdrætti og svo bætist á þessi hraðhjartsláttur, hjartadoksi vill að ég hætti líka en ég meina það ég verð að vera aðeins lengur.....kemur í ljós DAMN

Marteinn er í stuði sem aldrei fyrr, farinn að æfa sóknarleikinn fyrir komandi þórsaravertíð ójá ætlar í boltann finn þaðTounge Hann finnur sem betur fer ekki mikið fyrir þessu hjarta og samdráttarveseni á móðurinn enda eins gott....

Pabbi var hér um helgina að versla jólagjafir og jóla þetta og hitt. Svo er mamma komin núna að gera líklega slíkt hið sama......ég fer alltaf yfir um jólin....já eða eitthvað í þá áttina.

Heyri að kallinn valt inn um dyrnar ætla að kanna hvort hann er á höndum eða fótum....

Sjúlli kveður ætlar að hlúa að kallinum


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband