Stundum skildi maður þegja

Photo 94Úldnar ekki aldeilis

Ekki margir dagar síðan ég gaf þá yfirlýsingu að ég yrði eiginlega ALDREI veik, mér hefndist fyrir montið því núna er ég stútfull af hor, andlitið stíflað og svo mikið ofaní mér að ég kúgast í hvert skipti sem ég hósta. DAMN en sem betur fer gengur þetta fljótt yfir er nefnilega svo hraust svo ég haldi áfram að montast.

Hefði samt ekki getað komið á verri tíma þar sem Eyþór er úti og Katla búin að vera þvílíkt lasin og frekar en ekki þá steyptist hún út í útbrotum í gær sem á að líta á í dag, líklega eitthvað sem er kallað mislingabróðir og er líklega ástæðan fyrir þessum veikindum hennar síðustu daga. En hún er nokkuð hress samt en svona ýlin inn á milli þannig að mamman er með snýtubréfakassann og skríður hér um gólfið til að reyna að halda uppi stuði agalegt. En sem betur fer þá bjargar Brynja mín ýmsu þegar hún er heima, dugleg að leika við systur sína í gær enda held ég að hún hafi séð það á mömmunni að hún var að bugast.

Ekki svo nóg með það heldur stóð svona í henni áðan að hún blánaði upp og mamman snögg smellti henni yfir hnéð og sló í bakið og þá stökk hálf kleina upp úr henni sem hún hafði rænt af mér, mamman ekki með öll skilningarvitin á hreinu. En ég veit ekki hvor varð hræddari ég eða hún almáttugur 

Allt að lagast bara vonandi. Skólinn byrjaður og ég á að skila verkefni þann 2 feb eins gott að Eyþór kemur heim á fimmtudag, þar sem ég hef ekkert getað lært og á enn eftir að finna allar bækurnar sem ég þarf að nota. Ætlaði að vera svo dugleg þessa fríviku mína áður en ég færi að vinna en það fór eitthvað öðruvísi

Best að fara að sinna litla ýludýrinu mínu og fá mér eins og eina flösku af lýsi í hádegismat

Sjúlli kveður  skál "hikk"


Sofnuð

Búin að hanga á netinu núna standandi hérna við píanóið, ætlaði bara aðeins að kíkja í tölvuna en án gríns þá er ég búin að standa hérna í u.þ.b klukkustund. Svona getur netið tekið tímann frá manni. Ákvað að blogga þar sem ég nenni ekki alveg strax inn í rúm.

Eyþór kallinn er kominn til Frankfurt og búinn að skoða eitt orgel með Pétri H og Lars. Ætla svo að skoða held ég ein 2-3 orgel á morgun og keyra um 500 km bara brjálað að gera hjá þeim. Hann var himinlifandi með það sem hann var búinn að skoða og virðist þetta ætla að lofa góðu.

Brynja er veðurteppt í borginni en var í Smáralindinni og búin að fjárfesta aðeins þar þannig að henni leið ögn betur með það;) Var svo komin heim til vinkonu sinnar þar sem þær gista og voru að horfa á videó. Var ekki sátt með fyrri æfinguna fannst sér ganga illa en betur í dag allavega. Þetta eru 30 stelpur sem allar eru að keppa að því sama komast í landsliðið þannig að það er við marga að keppa. Flestar stelpurnar voru auðvitað frá stóru liðunum að sunnan ekki svo sem við öðru að búast þannig er það oftast.

Við Katla höfum lufsast hér í dag, hún með háan hita en snarlækkaði núna undir kvöld og borðaði meira að segja þannig að hún er held ég öll að hressast sefur núna og búin að sofa sæmilega frá því um 20.30. 

Ég er byrjuð í skólanum og líst vel á en hugsa að þó svo að ég sé bara í tveimur fögum þá verði alveg nóg að gera. Var að byrja á fyrsta verkefninu sem á að vera 2 bls A-4 og svo eru komin nokkur svona upprifjunarverkefni. Finn bara hvergi allar þessar bækur sem ég á að læra úr. DAMN

Svo auðvitað fer ég í eitt fag í sumar en það er verklegt í 8 vikur, var búin að sækja um að vinna í heimahjúkrun eða Hlíð en svo fattaði ég að heimahjúkrun kemur ekki til greina þar sem við megum ekki taka þetta verklega á okkar vinnustað, Magga Pé kom svo aðeins í gær og benti mér á Kristnes sem mér hafði nú barasta ekki dottið í hug en þar er auðvitað svo gríðarlega mikið og fjölbreytt starf. Þannig að ég sendi strax mail í FÁ og bað um Kristnes svo kemur í ljos hvað verður.

MArgt að byltast um í mér þessa dagana veit stundum ekki hvort ég sný á haus eða eitthvað annað. Best að fara að leggjast bara flöt og reyna að sofa á þessu öllu saman

Sjúlli kveður veit ekki hvernig hann á að snúa sér í þessu öllu saman HJÁLP 


Vakna svo...

Ótrúlegt hvað maður getur orðið orðlaus í langan tíma. Kemur nú sjaldan fyrir mig en hef átt við ritstíflu að stríða í töluverðan tíma núna.

Fórum til Búðardals á mánudagskvöldið þar sem við hröktum tengdó úr rúmi, fallega gert af okkur:) Alltaf gott að koma þangað, Kötlu fannst Homer afskaplega óskemmtilegur fyrst, en þau voru orðin miklir vinir í lokin, þegar hann veifaði skotti, veifaði hún fótum í takt jája. Fórum svo suður á þriðjudagsmorgun þar sem ég átti að hitta 2 skrýtna lækna og Eyþór hitti sykursýkislækninn sinn í gær og var hann mjög sáttur eftir þann hitting. Er settur í forgang með dælu og var líka settur á nýtt insúlín en ef það virkar vel sleppur hann kannski við að fá dæluna allavega í bili.

Fórum ekki í neina búð, held það hafi aldrei komið fyrir áður að maður fari suður og fari ekki í búðir tja það var fínt.  Þurftum á þrjá staði en fundum ekki stæði á þeim stöðum fyrr en eftir langan tíma. Voðalega er mikið af bílum í Reykjavík. Fólk ætti nú kannski að labba og nota strætó meira en það gerir, nei segi svona. Mengunarský sveif yfir borginni og var ég voðalega fegin að bruna út úr bænum, en kem aftur í febrúar.

Brynja ákvað að vera hjá Lilju ömmu á meðan við færum þessa ferð, vildi ekki fórna fótboltaæfingu fyrir það (skil hana mjög vel). Enda eins gott því hún var valin í úrtak fyrir U-16 landsliðið og er að fara suður á landsliðsæfingar um helgina. Dugleg stelpa enda þetta sem er draumurinn.  Svo bara að sjá hvernig það gengur. Voru þrjár úr Þór sem voru valdar og það allt vinkonur:) Gaman að þessu enda ánægð stelpa sem hringdi í mig suðurLoL  Eini gallinn finnst mér er sá að KSÍ reddar þeim ekki húsnæði eða sér neitt um þær, borga bara flugið og búið, þær þurfa að redda sér gistingi og einhverjum í að skutla sér, og ekki allar sem þekkja einhvern í Reykjavík. Þær eru nú bara 14 ára á 15 ári reyndar en sama. Skilst að KSÍ reki eitthvað gistiheimili hefði nú fundist að þær gætu fengið að vera þar. En Eyþór ætlar kannski að redda þessu og fara bara fyrr en hann ætlaði á laugardaginn, þá getur hann verið einkadriver fyrir þær:)

Erum að fara með Kötlu í skoðun á eftir og verður gaman að sjá hvað hún er orðin löng og þung. Hendist um allt og er langt yfir leyfilegum hraðamörkum á köflum. haha mokar sér áfram á rassinum með annan fótinn framfyrir hinn þetta er bara fyndið. Er dálítið hornótt eftir gærdaginn en hún fékk þrjá góða marbletti þá, svolítið djörf sú stutta. En það lagast VONANDI.

Jæja ætla að fara að fá mér smá hitapoka, svolítið stirð eftir bílsetuna í gær.

Sjúlli kveður ...... 

 


Heilræði

Ef fyrirhugað er éta yfir sig af Chili con carne með extra miklum af baunum og grænmeti er gott að hafa tvennt í huga:

1.  Ekki belgja þig út af nýbökuðu heimatilbúnu rúgbrauði fyrr um daginn.

2.  Ekki skipuleggja neitt næsta dag sem ekki leyfir að þú látir þig hverfa skyndilega í góða stund

Heilræði dagsins er í boði Papco

Eyþór 


Jävla svenskar!


Taktu til við að blogga, teygja eitthvað and so on

Allt gott af munkum að frétta eins og alltaf. Hálf svefnlaus hjúin þar sem Katla ákvað að vera í selskapsstuði sl nótt bara gaman að því:) Rólegheit búin að vera í dag, verða líklega ekki eins mikil rólegheit þegar nær dregur kvöldi, Svíar og Íslendingar að spila kl 19 jibbí get varla beðið.

Þarf að bregða mér suður á bóginn á þriðjudaginn, fer um hádegi og kem aftur um kvöldið, gaman að því, alltaf bara fyrir sunnan þarf að fara aftur í febrúar en þá í skólann ójájá og þá fer hele familien með verður stuð.

Hef ekkert að segja eins og sést kannski, var að koma úr göngutúr og er dofin í andlitinu af kulda brrrrr ætla að þýða mig upp og fá mér að borða.

Sjúlli kveður ögn ruglaðri en venjulega. 


Sumir fylgjast með

Í dag fóru 44 gestir 462 sinnum inn á þessa síðu!  Það gerir yfir 10 heimsóknir á hvern aðila.

Eruð þið að bíða eftir nýrri brauðuppskrift eða hvað!

 Gaman að þessu, við verðum samt lítið vör við þetta í kommentum við færslur eða í gestabók


Rólegheit

Kominn tími á blogg á þessu leiðinda laugardagskvöldi. Ekkert í sjónvarpinu af viti, er löngu hætt að nenna að horfa á þessi leiðinda laugardagslög bara leiðinlegt sjónvarpsefni. Eyþór skrapp aðeins út með Óskari Pé og Brynja er með vini í heimsókn að spila teiknispilið, heyrist þau skemmta sér konunglegaLoL Katla steinsofnuð og sefur vonandi eins og stjarna. Er orðin svo dugleg stelpan, farin að skríða, standa upp og labba með allt eiginlega á einni viku. Farin svo að monta sig við að standa ein og klappar alveg út í eitt fyrir sér, mikið líður þetta allt hratt.

Skruppum aðeins við Brynja í dag til Hildar og dætra og voru þær sprækar eins og alltaf. Fórum þaðan með gallabuxur og skokk á Kötlu alger pæja þegar hún verður komin í það.

Styttist í að skólinn byrji. Fyrsti dagurinn er held ég 22 janúar gaman að því. Svo þarf ég að fara suður í skólann í 3 daga 21-24 febrúar og ætlum við að fara öll, búin að fá sjúkraliðaíbúðina á leigu, verður bara fínt. Veit ekki alveg hvað felst í þessari staðlotu eins og mig minnir að þetta kallist.

Svo á ég bara eftir að vinna 8 vaktir minnir mig á Hlíð fæ þá 6 daga frí og Heimahjúkrun here I comeLoL Verð aðallega í vinnu hér á Brekkunni sem er fínt því þá er ég bara 10 mín að labba í vinnuna. Stendur svo til að þessi stöð flytji í Vaxtarræktina og verður það ábyggilega fínt, kannski maður drullist þá til að fara að hreyfa sig af einhverju viti svona í leiðinni aldrei  að vita. Verð að fara að hreyfa mig svo skrokkurinn á mér endist eitthvað. Ætla að hlaupa á morgun og reyna svo að gera það minnst 3 í viku. Verður allt annað líf, gafst upp á þeim Danska alltof mikill matur fyrir mig, gat aldrei klárað. En kannski hef hann svona aðeins til hliðsjónar aldrei að vita.

Eyþór er hin mesta húsmóðir, bakar alveg eins og óður sé og alltaf að prófa eitthvað nýtt, kem hérna heim á daginn liggur við alltaf í nýbakað og hugguleg heit. Skora á fólk að kíkja til hans í kaffi og nýbakað. Þau feðgin fíla sig alveg í þessu leyfi saman og eru voðalega dugleg að hlusta á tónlist, lesa og skemmta sér bara saman. Krúttleg. Karlinn ætlar að bregða sér til Frakklans, Sviss og Þýskalands á meðan ég verð í þessu 6 daga fríi meikum ekki að sjást of mikið hahaTounge

Best að fara bara að leggjast inn í rúm með bók og lesa svolítið svona áður en ég sofna hérna yfir sjónvarpinu eins og í gærkvöldi en þá hraut ég frá 22 til miðnættis og fékk líka að sofa út í morgun alveg til 10, enda vel útsofin en samt svona nett þreytt.

Sjúlli kveður fullur tilhlökkunar í nýja starfið. 


Vanillubrauð með sýrðum rjóma

Rosa gott brauð úr Brauðbiblíunni sem Hjörleifur sendi mér.  EKKI fyrir sykursjúka! (stalst samt til að smakka og þetta er úrvals brauð í staðin fyrir vöfflur á sunnudegi)

Vanillubrauð með sýrðum rjóma 

1 ¼ dl vatn

1 msk vanilludropar (má vera meira ef maður er mikill sælkeri)

Tæpur dl. Sýrður rjómi

1 egg

1 msk mjúkt smjör

7 dl hveiti

3 msk hrásykur eða síróp

1 ½ tsk salt

2 tsk þurrger

 

Bakið í brauðvél á “Sweet” eða “white” kerfi.  Ekki heppilegt að nota “delay” (standa yfir nótt). 

 


Hvað var hann að derra sig

Fékk smá hláturskast þegar ég las þessa frétt. Hvað var málið með að maðurinn varð fúll yfir því að sjá konuna afla aukatekna.....Hvað var hann að gera á vændishús giftur maðurinn. Bráðfyndin frétt.

Sjúlli kveður flissandi 


mbl.is Hitti konuna í vændishúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband