Smá pistill

Guðmundur frá Ljósgjafanum hringdi í mig í morgun og sagði mér að ég yrði að redda samningnum sem ég hefði gert við Visa fyrir tölvunni, púff ég fékk nett sjokk ekki alveg klár á því hvar þetta væri nú. En svo var hann að hringja og sagði að þetta væri lítið sem ekkert sem væri að, ég skyldi bara koma og hann myndi sýna mér hvað ég ætti að gera ef svona klikkaði aftur. Ábyggilega búnir að hlægja þokkalega af skrýtnu konunni sem kunni ekki á makka tölvuna sína....mikið sem ég er fegin samt:)

Við Katla fórum seinnipartinn í gær til pabba og gleymdum okkur þar í næstum tvo tíma við að gera ekki neitt nema borða:) Hann kemur alltaf með fullt af kökum handa okkur þegar við komum og að sjálfsögðu verður maður að smakka á þessu dýrindi. Sólarsystur komu svo með mömmu sinni en við fórum stuttu seinna. 

Búin að vera eins og ljós síðustu daga og greinilegt að sýklalyfin eru að vinna vinnuna sína en hún verður á þeim fram á föstudag og þá á þetta að vera komið held ég. Vona bara að ekkert meira komi upp á í bili allavega:)

Mikið sem ég vildi að íbúðin hennar mömmu færi nú að seljast en það selst ekkert hérna á eyrinni sem stendur. Við ætlum að fara að setja okkar íbúð á sölu en hún selst líklega ekki frekar en neitt annað. Enda það sem við áttum í henni sem var nú doldið eru lánin búin að éta upp...dýrðardagar á klakanum en klakinn er samt bestur.

Brynja var voðalega dugleg í gær fór með vinkonu sinni að selja pizzalottó og þetta er allt að koma, sótti hana svo kl 7 og hún var farin að vinna upp í félagsmiðstöð kl 8 ekkert slakað á á því heimili. Er svo að fara suður um helgina á Samfés sem verður eflaust mjög gaman. Mikið virk þessi stelpa sem er hið besta mál. Var svo þreytt í gærkvöldi að ég var sofnuð áður en hún kom, dottaði hérna yfir bók frá kl 21-21.30 gafst þá upp og fór inni í bæli að sofa, var samt þreytt þegar ég vaknaði í morgun spurning að verða um síþreytu:)

Best að fara aðeins að ýta við litla gorm sem sefur eins og engill og förum að fara eitthvað út í góða veðrið.

O-sjúlli kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband